Austurland


Austurland - 27.10.1988, Blaðsíða 2

Austurland - 27.10.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 27. OKTÓBER 1988. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnofnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson Ritstjári: Haraldur Bjarnason (ábm.) S 71750 og 71756 Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S 71571 og 71629 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 11 • Pósthólf 31 ■ 740 Neskaupstaður ■ ® 71750 og 71571 Prentun: Nesprent Jarðgöng eru ekki bara vegur Umræðan um jarðgöng hefur nú tekið kipp eftir að Steingrímur J. Sigfússon settist í stól samgöngu- ráðherra en hann, ásamt öðrum þingmönnum Al- þýðubandalagsins, hefur verið ötull talsmaður jarð- gangagerðar hérlendis undanfarin ár. Öll umfjöllun um jarðgangagerð hefur á síðustu árum einkennst af því að hér væri um dýrar fram- kvæmdir að ræða og gjarnan hefur því verið haldið á lofti að slíkar framkvæmdir séu allt of dýrar því þær nýtist svo fáum. Allt slíkt tal er hin mesta fjar- stæða og allur samanburður á jarðgöngum og venju- legum vegi yfir fjöll er gjörsamlega út í hött. Aldrei hefur verið gerð könnun á félagslegum þáttum jarð- gangagerðar og hve þjóðhagslega hagkvæm slík mannvirkjagerð gæti orðið. Jarðgöng geta nefnilega verið grundvöllur fyrir margvíslegum sparnaði sem kemur til eftir að fámennir þéttbýiisstaðir tengjast með heilsárssamgöngum og fyrst og fremst öruggum samgöngum. í fyrrgreindum efnum getum við tekið fjölmörg dæmi. Við getum séð fyrir okkur margvíslega sam- nýtingu byggðarlaga á skólakerfi, í menningarmál- um, heilbrigðismálum, þjónustu og verslun hvers- konar. Við getum séð fyrir okkur fiskmarkað á Aust- fjörðum, sérhæfingu fiskvinnslustöðva með miðlun á fiski milli fjarða eftir þörfum og aðstæðum á hverj- um stað. Hugsanlega getur sameiginleg hitaveita eða fjarvarmaveita komið til. Svo ekki sé nú talað um allan sparnaðinn sem Póstur og sími og Rafmagns- veiturnar myndu fá í sin hlut eftir að hægt verður að leggja strengi á milli staða um jarðgöng í stað erfiðra fjallaleiða og öllu öryggi sem því fylgir. Þá gætu Aust- firðingar jafnvel búsit við að geta hlustað óslitið á útvarp og með sama hætti notið sjónvarpsdagskrár. Sameiginleg sorpeyðing byggðarlaga er og eitt dæmið sem við getum séð fyrir okkur og svo mætti lengi telj a. Það væri því þarft verk fyrir nýjan samgönguráð- herra að láta kanna sem fyrst allar þær sparnaðarleið- ir hjá ríki, sveitarfélögum og almenningi sem opnuð- ust með gerð jarðganga. Það eitt myndi auðvelda honum róðurinn gegn Reykjavíkurvaldinu í þessum efnum. Við þurfum ekki að geta þess að Austfirðing- ar og aðrir landsbyggðarbúar eru vel að því komnir að í þessar framkvæmdir verði ráðist. Þarna er um það að ræða að tengja saman staðina sem skapa þjóð- arauðinn og sem dæmi þar um getum við nefnt að helmingi meiri sjávarafla var landað í þúsund manna samfélagi á Seyðisfirði fyrstu níu mánuði þessa árs en í Reykjavík með um tífalt fleiri íbúa. hb Oddsskarðsvegur Framkvæmdum seinkar Framkvæmdir við lagningu nýs Oddsskarðsvegar upp frá Eskifirði eru komnar langt á eft- ir áætlun. Einar Porvarðarson umdæmisstjóri Vegagerðarinn- ar, sagði í samtali við blaðið, að bleytutíðin í sumar hefði gert það að verkum að lítið sem ekk- ert var hægt að vinna við vegar- gerðina í sumar. Hann sagði að tæki gengju illa í svo blautum jarðvegi og efnið skriði til þann- ig að nú væri staðan sú að aðeins væri búið að vinna um 20% þess sem áformað hefði verið að gera á þessu ári en ætlunin hafði ver- ið að ljúka undirbyggingu þess kafla sem unnið hefur verið við. Einar sagði að menn hefðu gert sér grein fyrir að þessi staða gæti komið upp og þá vonast til að hægt yrði að vinna við verkið nú í haust eftir að frost yrði komið í jörð en tíðarfar undan- farinna daga benti þó ekki til að af því gæti orðið. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa að undanförnu unnið við að endurbæta ræsi í Oddsdal og í síðustu viku var hafist handa við að setja rör í Geithúsalæk og fylla að því. Brúin sem þar Frá framkvœmdum við Geithúsalœk. Mynd hb var hefur verið til trafala enda vegna. Einar sagði að nú yrði gömul og þröng auk þess sem sett fylling í gilið þannig að fyrr- brekkur voru að henni beggja nefndar brekkur hyrfu. hb Laufskálinn Nesgötu 3 Neskaupstað © 71212 Gullfallegar pottahlífar og vogir Diskamottur, serviettur, pottaleppar og svuntur með bútasaum Lítið inn KAUPFELAGIÐ FRAM AUGLÝSIR I' VEFNAÐARVÖRUDEILD: Vinnubuxur . . kr. 1.189,- íþróttasokkar, 3 í pakka . . kr. 299.- Herraskyrtur . . kr. 895.- Vinnuskyrtur . . kr. 572,- Telpunærbuxur . . kr. 95.- Kvennærbuxur og drengjanærbuxur . . . . kr. 119,- Gammosíur . . kr. 267,- Nýkomið mikið úrval af kuldaskóm á konur og karla Einnig skór á börn Einnig nýkomið apaskinnsefni í HEIMILISVÖRUDEILD: TILBOÐ 27. OG 28. OKTÓBER: Matarstell Kaffistell Drykkjarvörur . . . kr. 2.750,- . . . kr. 1.568.- . . . kr. 78.- Erum búin að fá mikið úrval af leikföngum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.