Austurland


Austurland - 27.10.1988, Qupperneq 8

Austurland - 27.10.1988, Qupperneq 8
Ný skósending í hverri viku Skóverslunin Egilsbraut 21 Neskaupstað s 71288 Opið kl. 13-18 mánudaga - fimmtudaga föstudaga kl. 10 - 12 og kl. 13 - 18 Askrifendur! Munið að greiða áskriftargjöldin Austurland Austurland Neskaupstaður „Ríkið“ opnað í nóvemberbyrjun Hér verður „Ríkið“. „Við stefnun á að geta opnað áfengisútsöluna þriðjudaginn 8. nóvember“, sagði Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR þegar AUSTURLAND spurðist fyrir um gang mála varðandi opnun áfengisútsölu í Neskaupstað. Höskuldur sagði að iðnaðar- menn væru nú þegar byrjaðir að vinna í húsnæðinu og hillur og annað sem til þyrfti í innrétting- ar kæmu austur nú í vikunni. Áfengisverslunin hefur ráðið starfsmann í hálft starf til að hafa umsjón með versluninni fyrir hönd ÁTVR og er það Norðfirðingur, Hermann Beck. Hermann mun jafnframt starfa í verslun SÚN en sú verslun verður til húsa í sama húsi og ÁTVR og er fyrirkomulag áfengisútsölunnar hið sama og í Ólafsvík og Hafnarfirði þannig að samstarf er um starfsmenn. Það er því útlit fyrir að áfeng- isverslun verði opnuð í Nes- kaupstað áður en að þriggja ára afmæli atkvæðagreiðslu um opnun hennar verður, en at- kvæðagreiðslan fór fram í lok desember 1985. hb Neskaupstaður Nýr veghefill „Þetta eru óvænt útgjöld fyrir bæinn og erfið því kaupverð nýs veghefils er svipað mikið og all- ar gatnagerðarframkvæmdir bæjarins í sumar kostuðu“, sagði Ásgeir Magnússon, bæjar- stjóri í samtali við AUSTUR- LAND en drif í veghefli bæjar- ins brotnaði fyrir skömmu og ekki þótti svara kostnaði að gera við það. Sendir voru tveir menn á vegum bæjarins til Englands að kanna kaup á notuðum hefli þar og festu þeir kaup á hefli sem kostar um 3,7 milljónir hingað kominn. Ásgeir sagði hefilinn væntan- legan á næstu vikum en þessi fjárfesting setti nokkurt strik í reikninginn hjá bæjarsjóði, þar sem engin slík fjárfesting hefði verið á fjárhagsáætlun. hb Reyðarfjörður Smábátahöfnin endurbætt Allir þurfa að nota ENDURSKINSMERKI! Að undanförnu hefur verið unnið við að dýpka smábáta- höfnina á Reyðarfirði og rýmka þar til fyrir fleiri bátum. I samtali við AUSTUR- LAND sagði Hörður Þórhalls- son sveitarstjóri að dýpkunar- framkvæmdunum myndi Ijúka í byrjun nóvember en ráðgert væri að þessar framkvæmdir kostuðu 3-4 milljónir króna. Þá sagði hann áformað að setja þarna út flotbryggjur í vetur og vonast væri til að því verki lyki fyrir áramót. Eftir það ætti að vera pláss fyrir 20 - 25 smábáta í góðri höfn á Reyðarfirði. hb Neskaupstaður Tvö innbrot Brotist var inn á tveimur stöðu í Neskaupstað aðfaranótt síðasta laugardags. Nokkrar skemmdir voru unnar á öðrum staðnum, versluninni Tónspil og þaðan var stolið segulbands- spólum, hljómborði, gítar og stuttermabolum með hljóm- sveitamyndum auk ýmissa smærri hluta. Pétur Hallgríms- son eigandi Tónspils sagðist áætla að tjónið væri um 100 þús- und krónur, en farið var inn með því að brjóta glugga í úti- hurð. Sömu nótt var brotist inn í skyndibitastaðinn Víkurbitann og er þetta önnur helgin í röð sem innbrotsþjófar gera sig heimakomna þar. Ekki verður annað séð en svengd hafi verið meginástæðan fyrir innbrotinu þar því stolið var einni fötu með salati og skinkubita. Auk þess var skiptimynt, um 6000 krónur, hreinsuð úr kassanum. Sá eða þeir sem brutust inn í Víkurbit- ann hafa þurft að vera lipur- menni hin mestu því farið var inn um lítinn opnanlegan glugga á eldhúsi vestanvert á húsinu. Gluggi þessi er í talsverðri hæð, svo fyrirhöfnin er nokkur. Það er athyglisvert að bæði þessi innbrot eru framin við mestu umferðargötu bæjarins og því með ólíkindum að enginn skuli hafa orðið var við óeðlileg- ar mannaferðir. Innbrotin voru óupplýst þegar AUSTUR- LAND fór í prentun, en unnið er að rannsókn þeirra. hb mÉUMFERÐAR Vráð

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.