Austurland - 13.04.1989, Blaðsíða 1
Tölvu-
pappír
I/Z*
lNESPRENT
® 71189 & 71135
SU210
Andey fánum prýdd í skemmtisiglingu á mánudag.
Breiðdalsvík
Nýtt frystiskip
Andey SlJ-210, nýr frystítogari
Hraðfrystíhúss Breiðdælinga kom
til heimahafnar á Breiðdalsvík á
mánudagsmorguninn. Breiðdæl-
ingar fögnuðu komu skipsins og
um miðjan dag var farið með börn
bæjarins í skemmtísiglingu á togar-
anum. Síðan var móttaka um borð
í skipinu, þar sem gestum var gef-
inn kostur á að skoða það.
Andey er um 260 brúttólestir
og sem fyrr segir frystiskip.
Skipið er smíðað í Póllandi og
skipstjóri á því er Guðmundur
ísleifur Gíslason, sem áður var
skipstjóri á Hafnarey, sem
Hraðfrystihúsið á fyrir. Andey
heldur fljótlega á veiðar og
frystir aflann um borð. hb
Breiðdœlingarfjölmenntu um borð í Andey.
Myndir Sigursteinn Melsteð
Alþingi
Spurt um Hornafjarðarós
Hjörleifur Guttormsson al-
þingismaður hefur lagt fram á
Alþingi fyrirspurn til samgöngu-
ráðherra um Hornafjarðarós.
Fyrirspum Hjörleifs er svo-
hljóðandi: „Hvaða athuganir
hafa farið fram á breyttum að-
stæðum við Hornafjarðarós og
hvaða aðgerðir telja hafnamála-
yfirvöld að helst komi til greina
til að tryggja innsiglinguna til
Hafnar í Hornafirði?"
Eins og komið hefur fram í
fréttum í vetur hefur innsigling-
in til Hornafjarðar oft lokast nú
eftir áramót vegna breytinga
sem urðu á Austurfjörutangan-
um. Fyrirspurn Hjörleifs er í
beinu framhaldi af þeim vand-
ræðum sem af þessu hafa hlotist.
Búist er við að Steingrímur J.
Sigfússon, samgönguráðherra,
svari fyrirspurninni í næstu
viku. hb
Neskaupstaður
Hagnaður af rekstri
Síldarvinnslunnar hf. í fyrra
Hreinn hagnaður af rekstri
Síldarvinnslunnar hf. í Nes-
kaupstað nam 11 milljónum
króna á síðasta ári. Þar af var
hagnaður af útgerð 2 milljónir
króna en hagnaður af vinnslunni
varð 9 milljónir. Þetta kom
m. a. fram á aðalfundi fyrir-
tækisins sem haldinn var í Eg-
ilsbúð á laugardagin.
Rekstrartekjur félagsins á ár-
inu 1988 námu samtals 1507
milljónum króna en heildarvelt-
an var um 1920 miljjónir að
meðtöldum innlögðum afla frá
eigin skipum og er það 33%
aukning frá árinu 1987. Hagn-
aður fyrir afskriftir og fjár-
magnsgjöld nam 302 milljónum
króna. Afskriftir námu 90 millj-
ónum og nettó fjármagnskostn-
aður var 201 milljón þannig að
hreinn hagnaður var 11 milljón-
ir, eins og áður segir.
Neskaupstaður
Góður
smábátaafli
Góður afli var hjá smábátum
í Neskaupstað í síðustu viku.
Alls lönduðu smábátar um 70
lestum af fiski hjá Síldarvinnsl-
unni hf. þá vikuna pg er það
metvika þetta árið. Um 30 bátar
leggja nú upp afla sinn hjá Síld-
arvinnslunni og eru flestir þeirra
á netum en tveir eru á dragnót.
Gullfaxi landaði mestum afla
hjá Síldarvinnslunni í síðustu
viku, 12 tonnum en Gullfaxi er
á dragnót. Af netabátunum var
Mónes hæst með tæp 7 tonn.
Hjá Ness hf. lögðu 5 bátar
upp afla í síðustu viku og lönd-
uðu þeir um 10 tonnum þá vik-
una. Enginn netabátur leggur
upp hjá Ness en 3 bátanna eru
á línu og tveir á dragnót. Á
mánudaginn fékk Sævar NK
góðan afla í dragnót innarlega
á Norðfirði og landaði um þrem-
ur tonnum. Á þriðjudag landaði
Neptúnus frá Seyðisfirði tæpum
5 tonnum af línufiski hjá Ness
og er það besti línuaflinn í lang-
an tíma. hb
Frá aðalfundi Síldarvinnslunnar hf. Mynd hb
Fjármunamyndun í rekstri störruðu á síðasta ári um 450
nam samtals 167 milljónum manns að meðaltali og námu
króna. Bókfært eigið fé var í árs- heildarlaunagreiðslur til starfs-
lok neikvætt um 30 milljónir en fólks 533 milljónum króna, sem
endurmetið raunverulegt eigið að meðaltali gera 1.180 þúsund
fé félagsins er talið nema, yfir krónurástarfsmannáárinu. Sjá
500 milljónum króna. nánar í viðtali við Finnboga
Hjá Síldarvinnslunni hf. Jónsson á bls. 3. hb
Ofögur umgengni
Það var ófögur sjón sem blasti
við á sorphaugunum í Neskaup-
stað í gærmorgun. Þar hafði ver-
ið losað mikið magn af fiskiköss-
um sem fylgdi úldinn fiskúr-
gangur og fiskimjöl ásamt öðru
rusli. Þessu hafði öllu verið
sturtað á svæðið ofan við brenn-
arann og eins og nærri má geta
var þefurinn ógeðfelldur.
Benedikt Sigurjónsson bæjar-
verkstjóri sagði, er blaðið leit-
aði til hans, að svona umgengni
væri óþolandi. í þessu tilfelli
hefðu viðkomandi aðilar átt að
hafa samband fyrst við bæjar-
starfsmenn svo þeir gætu útbúið
gryfju fyrir þetta. Þetta ætti
forsvarsmönnum allra fyrir-
tækja í bænum að vera kunnugt.
„Svona lagað verður eingöngu
til þess að við getum ekki haft
haugana opna fyrir almenning",
sagði hann. hb
NESVlDEÓ S
iunmsiiBii
wm
RAÐGREIÐSLUR