Austurland


Austurland - 13.04.1989, Blaðsíða 5

Austurland - 13.04.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 13. APRÍL 1989. 5 Alþingi Tillaga um kjarnorkuafvopnun Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður hefur ásamt þing- mönnunum Kristínu Einars- dóttur, Guðmundi G. Pórarins- syni og Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur flutt tillögu til þingsálykt- unar um kjarnorkuafvopnun á norðurhöfum. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- Ársþing UÍA Ársþing UÍ A verður haldið í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað laugardaginn 29. apríl nk. Þingið hefst klukkan 10 og er áformað að þinghaldi ljúki um klukkan 19. hb Húsnæði óskast Óska eftir 4 herbergja íbúð eða einbýlishúsi til leigu í Neskaupstað frá 1. júní nk. Upplýsingar gefur Haraldur í símum 71750 og 71756 stjórninni að hafa frumkvæði að því að kveðja hið fyrsta saman alþjóðlega ráðstefnu til að ræða um afvopnun á höfunum og undirbúa samningaviðræður með sérstöku tilliti til kjarn- orkuafvopnunar á norðurhöf- um. Jafnframt verði leitað eftir því við ríki sem eiga kjarnorku- kafbáta og kjamorkuknúin skip í norðurhöfum að þau takmarki umferð þeirra í grennd við ís- land og að aðrar tiltækar ráð- stafanir veðri gerðar tii að bægja frá hættu af geislamengun vegna slysa og óhappa.“ í greinargerð með tillögunni er bent á að nú sé talið að til séu um 14.000 kjamorkuvopn ætluð til notkunar í sjóhemaði og þeim fjölgi stöðugt. Stór hluti þessara vopna er tengdur kjamorkuknún- um kafbátum og skipum sem sigla um norðurhöf. Þá er bent á að fjöldi slysa og hættulegra bilana hafi orðið í kjamorkuherbúnaði á höfunum og skemmst sé að minn- ast þess er sovéskur kjamorkukaf- bátur fórst suðvestur af Bjamarey í Norður-íshafinu þann 7. apríl sl. Þá kemur fram í greinargerð- inni að hættan af geislavirkni í hafinu í kjölfar óhappa sé ein út af fyrir sig næg ástæða til þess að íslendingar hafi frumkvæði að því að reyna að koma af stað samningaviðræðum um afvopn- un á höfunum. hb Auglýsing frá heimilisdeild Kaupfélagsins Fram Dúkkan „Laföi lokkaprúð“ verður fáanleg í búðinni eftir helgi Einnig ný sending af Barby og Rokkurunum Dúkkuvagnar og kerrur Matar- og kaffistell Fellikassarnir komnir verð kr. 1.399,00 Lítið við hjá okkur Erum alltaf að taka upp nýjar vörur Heimilisdeild Kf. Fram © 71308 Áhugasamir bankamenn á skólabekk. Neskaupstaður Bankamenn fjölmennir á skólabekk hjá Farskólanum 33 bankamenn frá Neskaup- stað, Eskifirði og Reyðarfirði settust á skólabekk hjá Far- skólanum í Neskaupstað um síðustu helgi. Þetta voru allir starfsmenn Landsbankans á fyrrgreindum þremur stöðum og allir starfsmenn Sparisjóðs Norðfjarðar. Það var að frumkvæði þeirra Sveins Árnasonar sparisjóðs- stjóra í Sparisjóði Norðfjarðar og Hilmars Viggóssonar útibús- stjóra Landsbankans í Nes- kaupstað að Farskólinn á Aust- urlandi fór af stað með þetta námskeið. Leiðbeinendur voru fengnir frá Bankamannaskólan- um og Farskólinn naut liðsinnis Daníels Gunnarssonar skóla- stjóra Bankamannaskólans við undirbúninginn. Kennsla stóð yfir frá klukkan 9 til 18 báða dagana. Fyrri daginn var farið yfir meðferð verðbréfa og víxla og leiðbeinandi við það námsefni var Jóhanna Finnbóga- dóttir starfsmaður Búnaðarbank- ans. Seinni daginn var fjallað um gjaldeyri og ábyrgðir og þar leið- beindi Hugi Ármannsson starfs- maður Landsbankans. í samtali við AUSTUR- LAND sagði Sveinn Árnason sparisjóðsstjóri, að mjög vel hefði tekist til með þetta nám- skeið og væri ekki annað að merkja en starfsmenn væru mjög ánægðir með þessa framkvæmd, sem var þeim að kostnaðarlausu. í sama streng tók Hilmar Viggósson útibús- stjóri Landsbankans í Nes- kaupstað og bætti því við að tækniþróun hefði verið svo ör í bönkum að slík starfsfræðsla og endurmenntun væri nauðsyn- leg. „Aðaltilgangurinn með þessu er að gera starfsfólkið fær- ara til að veita viðskiptavinun- um betri þjónustu og um leið að örva það og gera það ánægðara í starfi", sagði Hilmar. Sveinn Árnason sagði að það eitt að 100% þátttaka hafi verið á nám- skeiðinu sýndi þörfina fyrir það og áhuga bankamanna. hb JR UNIQUE jjölhæf og öflug tölvuvinda Vegna hagstæðra samnínga bjóðum við JR UNIQUE á kr. 128.000,- með öllum féstingum, 10 m kapU og rofa með öryggi. Greiðslukjör eða kaupleiga til 3ja ára. Þjónustuaðilar um allt land. Öll rafmagnsþjónusta fyrir bátaeig- endur. Alternatorar, rafgeymar, töflur og fleira. mmm Wmm pywnöimt wmm mmmm »uei w«i SXAK MtAdl Mt * IWU tW»*«T tnn » Wwmm. 9HBI «LE Rafvélaverkstaeði @84229, Vatugirtia 14, Reykjivík. á \ RAF BIÖRG

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.