Austurland - 26.06.1991, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR, 26. JÚNÍ 1991.
3
Helgi Seljan
Hugþekk stund með hornfirskum leikurum
Ég var á dögunum að lesa
ágæta grein séra Baldurs Krist-
jánssonar í Morgunblaðinu um
þá ótvíræðu mismunun, er fjöl-
miðlar sýna hvers kyns menn-
ingarstarfsemi - ekki síst leik-
starfsemi - eftir því hvort hún
fer fram á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu eða landsbyggðinni.
Það var réttmæt ádrepa og um
leið alltof sönn; þar sem beint
dæmi var tekið af þrautagöngu
séra Baldurs sjálfs á milli fjöl-
miðla varðandi kynningu á því
ágæta og merkilega framtaki
Leikfélags Hornafjarðar að
flytja leikverk Guðrúnar Ás-
mundsdóttur um Kaj Munk og
gera það að allra dómi ákaflega
vel.
Svo vildi til að ég var þá fyrir
Eskifjörður
Góð rækju-
veiði að
undanförnu
Eskfirsku rækjuveiðibátarn-
ir, Guðrún Þorkelsdóttir og
Sæljón, hafa aflað ágætlega að
undanförnu en þeir hafa verið
að veiðum úti fyrir Austurlandi,
nánar tiltekið á Rauða torginu
og í kantinum út af Héraðsflóa.
Á þessum miðum hefur veiðst
góð rækja sem unnin er í rækju-
verksmiðju Hraðfrystihúss
Eskifjarðar hf.
Eins og alkunna er hefur verð
á rækju á erlendum mörkuðum
farið lækkandi að undanförnu
og hefur sú þróun gert það að
verkum að afkoma veiða og
vinnslu hefur versnað til mikilla
muna.
nokkru búinn að senda DV du-
lítinn pistil um áralanga baráttu
áhugaleikfélaganna fyrir viður-
kenningu sinni, bæði hjá fjöl-
miðlum og fjárveitingavaldi, og
verður að segja eins og er, að
ólíkt gekk glíman við fjárveit-
ingavaldið betur. Ég gat mælt
þar af sæmilegum kunnugleika
þar sem ég hafði um árabil all-
mikil afskipti af áhugastarfi leik-
félaganna, fyrst sem hinn al-
menni þátttakandi mér til mikils
gagns og enn meiri gleði og síðar
sem stjórnarmaður nokkur ár í
Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Ég sé á öllum áð þessi fjölmiðla-
barátta stendur enn á meðan
greinilegt er að ýmiss konar
gjörningar af allra handa tagi á
höfuðborgarsvæðinu fá bæri-
lega umfjöllun og oftlega langt
umfram alla verðleika. Hins
vegar skal út af fyrir sig ekki
amast við þeirri umfjöllun ef
aðeins mætti nokkurt jafnræði
ríkja.
Harðast aðgöngu þykir mér
jafnan þegar tómlætið eitt gildir
um ágæta starfsemi, svo sem
séra Baldur greinir glögglega
frá, og um leið lýsir það ótrú-
legri lítilsvirðingu á því áhuga-
starfi sem unnið er vítt um land
og oftlega ætti skilið að komast
ofar á afrekaskrá menningarat-
burða en ýmislegt af því sem
hæst er hossað. Fjölmiðlar
mættu t. d. gjarnan huga að því
að það eru ekki bara íbúar
byggðarlagsins og nágranna-
byggða sem leggja við 'eyru og
augu. Lesenda- og hlustenda-
hópurinn er mun stærri. Hinir
brottfluttu, vinir og frændlið,
vilja gjarnan líka fá að fylgjast
með og það er oftlega býsna
vænn hópur, sem fjölmiðlar
mættu oftar hugsa til einnig -
fyrir utan það, að það eru tíð-
indi, þegar vel er að verki staðið
GRÆNA
HORNIÐ
Pappír og pappírsvörur
Við val á pappírsvörum ber að hafa í huga að með pappírs-
notkun göngum við á skóga jarðar og að framleiðsla á pappír
er mengandi. Því skulum við velja óbleiktan og klórlausan
pappír og nota endurunninn pappír þegar því verður við kom-
ið t. d. þegar við kaupum kaffipoka, eldhúsrúllur, klósett-
pappír, bleiur, dömubindi, skrifpappír, umslög, stílabækur,
Ijósritunar- og tölvupappír. Og auðvitað veljum við egg í
eggjabökkum úr endurunnum pappír.
af áhugafólki, sem í hreinni
aukavinnu leggur þannig sinn
skerf til viðhalds þeirri menn-
ingu, sem mærð er á torgum sí
og æ.
En svo vildi svo vel til, að ég
fékk að heyra og sjá leiksýningu
þeirra Hornfirðinga í Kópa-
vogskirkju og ég skildi sárindi
séra Baldurs enn betur eftir þá
áhrifaríku kvöldstund, sem ég
átti með hornfisku leikurunum
mér til mikillar ánægju og sálu-
bótar um leið. Verkið er einkar
vel byggt upp, svo athygli manns
öll er vakin frá upphafsatriði þar
sem raunar eru sjálf endalokin,
þó ekki í þeim trúarlega skiln-
ingi sem höfundur greinilega
leggur alúð að. Ég man enn
hversu fréttin um aftöku Kaj
Munk gagntók opinn barnshuga
fyrir margt löngu, ein margra
ógnarfrétta þess harða og
grimma hildarleiks, sem máist
ekki úr huga, þó árin líði.
Og nálgun þessa voða atburð-
ar varð ótrúlega mikil um leið
og maður hreifst af kenni-
manninum, orðkyngi hans og
einurð, en fann einnig vel til
samkenndar með efagjörnum,
breyskum manni, sem var eins
og við öll hin innst inni.
Leikdómur á þetta ekki að
vera, heldur eingöngu þakk-
lætiskveðja til þess góða fólks,
sem veitti mér ánægjustund um-
hugsunar og alvöru um leið.
Leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur
var svo sem vænta mátti fumlaus
og örugg og afar vei gerð fyrir
augum mínum og eyrum. Sam-
stilling ólíkra aðila og misvanra
er með erfiðari verkefnum
þeirra sem fást við leiksýningar
áhugafólks og oftar en ekki falla
leikstjórar í þá gryfu að leggja
alúð sína að þeint sem betur
kunna og mega á kostnað hinna.
Það er eitt aðalsmerkja þess-
arar sýningar, hversu samstæð
heildin er, þó auðvitað reyni
meir á einn en annan, og sumir
kunni augljóslega betur til verka
en aðrir. En það á víðar við en
hjá áhugafólkinu. Þarna voru á
ferð bæði þeir sem til þess höfðu
lært nokkuð, áhugafólk með
ótal þolraunir að baki og allt yfir
í nýliða, en sérhver skilaði sínu
svo sem best varð á kosið. Ég
nefni engin einstök nöfn, þó
freistandi væri, þá yrði þetta
utan enda, en auðvitað stendur
og fellur sýningin með þeirri
aðalpersónu, sem ailt snýst um
og þar voru glitrandi, góðir hlut-
ir gerðir. En fleiri áttu einlæga
túlkun, sem snertu þá strengi í
brjóstinu, sem tærast titra, þeg-
ar best er gert.
Má ég af einlægni þakka þessa
stund og færa ykkur eystra árn-
an góða, einnig hamingjuóskir
með 25 ára afmæli félags ykkar.
Ekki gátuð þið öllu betur gert
afmælisárið eftirminnilegt,
áhorfendum jafnt sem þátttak-
endum.
Og það yljar manni verulega
vel að vita enn einu sinni, finna
enn eina óræka sönnun þess, að
áhugastarfið blómstrar og bar-
áttan áður var þess sannarlega
virði. Hafið öll heila hugans og
hjartans þökk. Helgi Seljan
Neskaupstaður
Sýning á munum úr
starfi eldri borgara
Hlutisýningargesta í Breiðabliki. Ljósm. Sveinborg Sveinsdóttir
Sunnudaginn 26. maí sl. var
efnt til sýningar í Breiðabliki í
Neskaupstað á munum sem
eldri borgarar höfðu unnið í
tómstundastarfi sl. vetrar.
Margt fallegra og eigulegra
muna var á sýhingunni og kom
flestum sýningargestum sannar-
lega á óvart hve mörgu er sinnt
í tómstundastarfinu og hve
miklum árangri það skilar.
Starfsdagar í Breiðabliki voru
fjórir í viku sl. vetur og sóttu þá
að jafnaði um tuttugu manns.
Mest eru það konur sem sinna
tómstundastarfinu og mun vera
mikil áhugi á að auka fjölbreytni
þess enn frekar á hausti komanda
og freista þess að glæða áhuga
karlmannanna einnig. Leið-
beinendur í tómstundastarfi
aldraðra sl. vetur voru Anna
Jónsdóttir, Guðný Sigurðar-
dóttirog Helga G. Axelsdóttir.
Um 140 manns sóttu sýning-
una í Breiðabliki og voru þar á
meðal hátt á fjórða tug eldri
borgara frá Eskifirði og Fá-
skrúðsfirði. Var heimsókn eldri
borgaranna frá nágrannabyggð-
unum einkar kærkomin.
Eldri borgara og félagsmála-
ráð Neskaupstaðar önnuðust í
sameiningu kaffisölu í sal
Breiðabliks á sýningardaginn og
var þar fullt út úr dyrum.
Vopnafjörður
Skólastjóraskipti
Nú hefur Hafþór Róbertsson hefur verið ráðinn Guðbrandur
látið af störfum skólastjóra Stígur Ágústsson frá Reykja-
Vopnafjarðarskóla. í hans stað vík. AB