Austurland - 04.09.1991, Blaðsíða 1
Um 1000 manns við nám á vegum
framhaldsskólanna á Austurlandi
Menntaskólinn á Egilsstöðum. í skólanum verða 220 nemendur í
vetur auk nemenda íöldungadeild ogfjarkennslunámi. Ljósm. hb
Hin nýja heimavist Verkmenntaskóla Austurlands íNeskaupstað.
Ljósm. AB
Um þessar mundir eru skólar
að hefja starfsemi sína og í til-
efni af því hafði AUSTUR-
LAND samband við stjórnend-
ur þeirra skóla í fjórðungnum
sem hafa framhaldsnám innan
sinna vébanda í þeim tiigangi að
fá upplýsingar um aðsókn að
skólunum og hugsanlegar nýj-
ungar í starfsemi þeirra. Það
kann að vekja verulega athygli
að í Ijós kemur að alls munu um
1000 Austfirðingar stunda nám
af einhverju tagi á vegum aust-
firsku framhaldsskólanna og alls
munu tæplega 600 manns
stunda fullt nám á framhalds-
skólastigi í Austfirðingafjórð-
ungi í vetur.
Að sögn Helga Ómars Braga-
sonar skólameistara Mennta-
skólans á Egilsstöðum munu
220 nemendur hefja nám við
skólann í haust. Að auki munu
síðanámilli 100ogl50nemend-
ur leggja stund á nám við öld-
ungadeild á Egilsstöðum og við
fjarkennsludeild skólans. Þá
mun verða starfrækt öldunga-
deild á Vopnafirði í samvinnu
við heimamenn og er gert ráð
fyrir að 40 - 50 nemendur muni
sækja hana, en þetta er annað
árið sem boðið er upp á nám af
þessu tagi á Vopnafirði.
Fjarkennsla hófst á vegum
Menntaskólans í fyrra í sam-
vinnu við Fjarkennslunefnd
Menntamálaráðuneytisins og
þótti takast vel til. Mikið af því
námsefni sem notað er við fjar-
kennsluna er samið af kennur-
um Menntaskólans.
Fyirhuguð kennsla á skóg-
ræktarbraut við Menntakólann
á Egilsstöðum getur ekki hafist
í haust og er ástæðan fyrst og
fremst tregða í Menntamála-
ráðuneytinu að sögn skóla-
meistara.
Albert Einarsson skólameist-
ari Verkmenntaskóla Austur-
lands í Neskaupstað tjáði blað-
inu að aðsókn að skólanum væri
mjög góð. Munu um 180 manns
vera skráðir til náms á fram-
haldsskólastigi auk þess sem
skólinn mun annast kennslu um
100 nemenda á grunnskólastigi.
Munu um 50 nemendanna á
framhaldsskólastigi leggja stund
á verklegt nám auk þess sem 16
nemendur verða á sjúkraliða-
braut en kennsla á henni hófst
á síðasta skólaári. Þá mun
sjúkraliðabraut einnig verða
starfrækt á Seyðisfirði og á
Hornafirði í samvinnu við Verk-
menntaskólann.
Ráðgert var að bjóða upp á
stýrimannanám, 1. stig, við
Verkmenntaskólann en óvíst er
hvort af því getur orðið vegna
nemendafæðar.
Farskólinn á Austurlandi
mun verða starfræktur í nánu
samstarfi við Verkmenntaskól-
ann eins og verið hefur en um
200 nemendur lögðu stund á
nám við hann á skólaárinu 1990
- 1991.
Ný heimavist verður tekin í
notkun við Verkmenntaskólann
nú í haust og tjáði skólameistari
blaðinu að öll aðstaða til að taka
á móti aðkomunemendum
myndi gjörbreytast til batnaðar
með tilkomu hennar.
Zophanías Torfason skóla-
meistari Framhaldsskóla Aust-
ur-Skaftafellssýslu sagði að
nemendafjöldi í skólanum á
haustönn yrði 85. Þá mun skól-
inn starfrækja öldungadeild og
er gert ráð fyrir að um 40 nem-
endur stundi nám í henni. Skól-
inn mun bjóða upp á stýri-
mannanám, 1. stig, í vetur og
eru 20 nemendur skráðir í það
nám en alllangt er síðan hægt
var að ljúka slíku prófi á suð-
austurlandi.
í vetur munu 11 nemendur
Framhaldsskóla Austur-Skafta-
fellssýslu stunda nám á svokall-
aðri grunnbraut en þar er um að
ræða endurskipulagt fornám.
Mun grunnbrautarnámið verða
heils vetrar nám og verður lögð
áhersla á einstaklingsbundna
kennslu.
Stefán Jóhannsson nýráðinn
skólastjóri Alþýðuskólans á
Eiðum sagði að alls væru 112
nemendur skráðir í skólann og
þar af 67 á framhaldsskólastigi.
Kennsla á Eiðum mun verða
með hefðbundnu sniði og eiga
nemendur að mæta til skóla 9.
september nk.
Við Seyðisfjarðarskóla munu
hátt í 40 nemendur sinna ýmsu
námi á framhaldsskólastigi að
sögn Péturs Böðvarssonar
skólastjóra. Um 10 nemendur
verða í bóklegu hefðbundnu
námi, 15 verða í vélavarðanámi
og u. þ. b. 10 á sjúkraliðabraut
sem er starfrækt í samvinnu við
Verkmenntaskóla Austurlands.
Þá eru 5 nemendur í sérstakri
deild fyrir fatlaða sem komið
var á fót við skólann á síðasta
skólaári.
Sjötti skólinn á Austurlandi
sem býður upp á nám á fram-
haldsskólastigi er Hússtjórnar-
skólinn á Hallormsstað. Að
Hinn 22. ágúst sl. samþykktu
hluthafafundir í útgerðar- ogfisk-
vinnslufyrirtækjunum Þór hf. á
Eskifirði og Skerseyri hf. í Hafn-
arfirði að fyrirtækin skyldu sam-
einuð. Stjóm hins nýja fyrirtækis
mun verða í Hafnarfirði en
stjómarformaður verður Ingvar
Gunnarsson á Eskifirði.
Skerseyri hefur eingöngu
sinnt saltfiskvinnslu og var fyrir
sameininguna stærsti saltfisk-
framleiðandi á landinu. Þór hf.
hefur hinsvegar bæði fengist við
saltfiskverkun og frystingu.
sögn Margrétar S. Sigbjörns-
dóttur skólastjóra mun starf-
semi hans verða með hefð-
bundnum hætti í vetur. Gert er
ráð fyrir ýmiss konar nám-
skeiðahaldi á haustönn en á vor-
önn verða hússtjórnarfræði á
framhaldsskólastigi kennd.
Skólinn getur einungis tekið á
móti 22 nemendum á vorönn og
lætur nærri að hann sé fullsetinn
nú þegar.
Eskfirska fyrirtækið var stærsti
hluthafinn í Skerseyri fyrirsam-
einingu en eftir sameininguna er
gert ráð fyrir að velta fyrirtækis-
ins verði um 850 milljónir á yfir-
standandi ári.
Ingvar Gunnarsson tjáði
AUSTURLANDI að samein-
ing fyrirtækjanna myndi ekki
hafa áhrif á starfsmannahald á
Eskifirði og í Hafnarfirði en til-
gangurinn með sameiningunni
hefði fyrst og fremst verið meiri
möguleikar til aukinnar hag-
kvæmni í rekstri.
Um þessar mundir eru austfirskir skólanemar að setjast yfir skrœð-
urnar. Ljósm. AB
TILBOÐ
Á LANGMOEN PARKETI
15% STAÐGREIÐSLUAFSLÁnUR
BAKKABÚÐ © 71780
Eskifjörður
Þór hf. sameinað
hafnfirsku fyrirtæki