Austurland - 04.09.1991, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR, 4. SEPTEMBER 1991.
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandí
Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason,
Einar Már Siguröarson og Smári Geirsson
Ritstjóri: Smári Geirsson (ábm.) S 71630
Ljósmyndari: Ari Benediktsson
Ritstjórnarskrifstofa: ® 71750 og 71571
Auglýsingar og dreifing:
Sólveig Hafsteinsdóttir S 71571, 71750 og 71930
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar:
Egilsbraut 8 ■ Pósthólf 75 ■ 740 Neskaupstaður • S 71750 og 71571
AUSTURLAND er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða
Prentun: Nesprent
EES og sjáyarútvegurinii
í lok júlí sl. sigldu samningaviðræður EFTA-ríkja
og Evrópubandalagsins í strand, meðal annars vegna
ágreinings um sjávarútvegsmál. Það kom í Ijós, að
ráðherrar í Noregi og á íslandi höfðu oftúlkað stór-
lega niðurstöðu samningafunda þessara aðila í júní-
máriuði, þegar þeir töluðu um stórsigur. Pá gerðist
það að íslensk stjómvöld féllust á að hleypa skipum
frá Evrópubandalaginu inn í íslenska fiskveiðilögsögu og töldu sig í staðinn
hafa fengið fellda niður tolla á innfluttum sjávarafurðum til EB.
í júlílok voru það Norðmenn sem töldu sig svikna af Evrópubandalaginu,
en engum sögum fór um afstöðu EB að því er ísland varðaði. Ýmis fleiri
atriði voru þá óleyst og frekari samningaviðræðum var slegið á frest á
meðan EB-kerfið væri í sumarleyfi. Nú eru kontórarnir í Brussel hins
vegar búnir að opna á ný og leikurinn að fjöregginu getur haldið áfram.
Af ummælum norskra ráðamanna er ljóst, að þeir leggja allt kapp á að
ná samningi við EB, nánast hverju sem til þarf að kosta. Þannig hafa
norskir ráðherrar gefið til kynna að ekki þýði að halda til streitu kröfunni
um fullt tollfrelsi fyrir fiskafurðir og jafnframt lagt áherslu á að önnur
EFTA-ríki þurfi að leggja sitt af mörkum til að samningar takist. Þetta
eru skilaboð m. a. til íslendinga, að þeir verði enn að slá af kröfum sínum.
Minna má á, að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir á
þingi í júní, að ekki kæmi til greina að slá af kröfunni um fullt tollfrelsi.
Nú er eftir að sjá hvort sjávarútvegsráðherrann og ríkisstjórnin í heild
stendur við orð sín.
„Samstaða“ hefur verk að vinna
En það eru fleiri Ijón að varast á sjávarútvegssviði en tollar og veiðiheim-
ildir í samskiptum við Evrópubandalagið. Þann 25., júlí sl. féll dómur í
dómstól Evrópubandalagsins í Lúxemburg í máli Spánverja gegn Bretum
út af lagahindrunum gegn fjárfestingum í fiskiskipurn og kvóta í breskri
lögsögu. Dómstóllinn dæmdi bresku lögin ómerk en í stað þeirra skulu
gilda reglur EB á þessu sviði. -Pessi dómur hefur vakið óhug hjá Dönum,
sem mega vænta hins sama og út af honum hafa orðið miklar umræður í
Noregi. Þrír norskir lagaprófessorar hafa lýst því yfir, að miklar líkur séu
á að eins fari fyrir Norðmönnum, ef þeir ganga í Evrópskt efnahagssvæði,
mema því aðeins að skýrt og ótvírætt sé tekið fram í sjálfum samningnum
að fiskveiðar og fiskiðnaður séu undanþegin EB-samþykktum. Ekkert
slíkt ákvæði er enn að finna í samningsdrögunum.
íslendingar ættu að fara að átta sig á, að í EES-viðræðunum erum við
á brún hengiflugs. Það er fagnaðarefni að í síðustu viku voru stofnuð
þverpólitísk samtök, „Samstaða um óháð ísland“, til að fylkja til andstöðu
við ráðgerðan samning og hugmyndir um að sækja um aðild að Evrópu-
bandalaginu. Þessara samtaka bíður niikið verk, ekki síst við að upplýsa
fólk um eðli þeirra viðræðna, sem hugmyndir eru um að ieiða til lykta
innan skamms. Nú þurfa sem flestir að veita þessum nýju samtökum
brautargengi til að stöðva þetta feigðarflan. Hjörleifur Guttormsson
Knattspyma
Stórsigur Þróttarstúlkna
Þróttur tryggði sér áfram-
haldandi setu í 1. deild kvenna
að ári með stórsigri á Tý, 10 -
1 sl. laugardag. Hattarstúlkur
unnu sér rétt til þátttöku í 1.
deild að ári og drengirnir þar á
bæ eru á góðri leið með að vinna
sér sæti í 3. deild í fyrsta sinn.
1. deild kvenna
Jafntefli í Eyjum hefði dugað
Þrótti til að halda sæti í 1. deild
en norðfirsku valkyrjurnar létu
eyjapæjurnar aldeilis finna til
tevatnsins og unnu stórsigur 10
- 1. Sjö stúlkur skiptu mörkun-
um á milli sín, Inga Birna gerði
þrjú og er því meðal þeirra
markhæstu í deildinni, Karitas
gerði tvö og þær Anna Jónsdótt-
ir, Jóna Lind, Harpa Her-
mannsdóttir, Sigrún Haralds-
dóttir og Jóna Petra eitt hver.
Þær þrjár síðastnefndu gerður
þarna sín fyrstu 1. deildar mörk.
Á sunnudag var svo spilað gegn
UBK sem vann 4-0.
2. deild kvenna
Höttur, sem vann keppnina
hér fyrir austan, keppti ásamt
KS og Stjörnunni um tvö laus
sæti í 1. deild. Úrslit urðu sem
hér segir: KS - Höttur 0-1,
Stjarnan - Höttur 11-0, KS -
Stjarnan 3-4.
Þessi úrslit gerðu það að verk-
um að Stjarnan og Höttur
áunnu sér fyrstudeildar sæti og
það verða því tvö austanlið í 1.
deild að ári.
Meistaramót UÍA í sundi
21 Austur-
landsmet
féllu
Meistaramót Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands í
sundi fór fram í Neskaupstað
24. - 25. ágúst sl. Árangur á
mótinu verður að teljast afar
góður enda féllu á því hvorki
fleiri né færri en 21 Austurlands-
met. Sá sundmaður sem drýgst-
ur var við metasöfnun var Seyð-
firðingurinn Einar Þór Hall-
dórsson sem setti alls fjögur
Austurlandsmet á mótinu. Fast
á eftir Einari kom Halldór
Sveinsson frá Neskaupstað sem
setti þrjú met.
Bikarkeppni Sundsambands
íslands verður haldin í Reykja-
vík dagana 13. - 15. september
nk. og mun úrvalslið frá UÍA
taka þátt í henni.
3. deild karla
Þróttur lék við Völsung fyrir
norðan og tapaði 1-2. Það var
Kristján Svavarsson sem skor-
aði fyrir Þrótt.
Þróttarar áttu mörg góð færi
til að skora en þeir voru ekki á
skotskónum.
Tveimur augljósum víta-
spyrnum á Völsung var sleppt
en ekki sá dómarinn ástæðu til
að flauta og það þýðir víst ekki
að deila við hann.
Þá fer að líða að því að
íþróttamótum sumarsins ljúki,
svo er um mót okkar í Golf-
klúbbi Norðfjarðar. Starfsemin
hefur aldrei verið gróskumeiri
en í sumar bæði hvað varðar
þátttöku í sjálfri íþróttinni og
einnig í framkvæmdum á vellin-
um, en áður hefur AUSTUR-
LAND sagt ítarlega frá fram-
kvæmdum við golfskálann, sem
var að sjálfsögðu mesta breyt-
ingin á högum klúbbsins. Fjölg-
un félaga í klúbbnum hefur orð-
4. deild - Úrslit
Höttur gerði góða ferð til
Blönduóss og sigraði Hvöt 4 -
1. Með sigrinum færðist Höttur
skrefi nær 3. deild og um næstu
helgi fer svo fram síðasti leikur-
inn gegn Ægi frá Þorlákshöfn.
En Ægir er sennilega eina hðið
sem getur keppt við Hött um
annað lausa sætið í 3. deild því
Grótta frá Seltjarnarnesi hefur
þegar tryggt sér hitt. Það er því
ástæða til að hvetja alla Héraðs-
menn til að fjölmenna á völlinn
um næstu helgi. EK
ið mjög mikil í sumar og telur
klúbburinn nú um 70 félaga.
Klúbburinn undirbýr nú hina ár-
legu firmakeppni og hafa undir-
tektir félaga í bænum verið sérlega
góðar. Firmakeppnin verður hald-
in helgina 14. - 15. september nk.
og er skorað á alla meðlimi klúbbs-
ins að taka þátt í þessari keppni.
Nú um næstu helgi em félagar
beðnir um að mæta til gróðursetn-
ingar á trjáplöntum á vallarsvæð-
inu, en það verður nánar auglýst
í golfskálanum. SÞ
Árið 1990 sigraði Síldarvinnslan hf. í firmakeppni Golfklúbbsins,
en leikmaður var Birgir Sigurjónsson, sem hér sést afhenda Finn-
boga Jónssyni forstjóra sigurlaunin.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmuog langömmu
Fanneyjar A. Gunnarsdóttur
Mýrargötu 18 Neskaupstað
Auðbjörg Njálsdóttir Jóhann Hjálmarsson
OlöfNjálsdóttir Jón Nóason
Brynhildur M. Njálsdóttir Þorleifur Már Friðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Sérstakar þakkir til þeirra er veittu ómetanlega hjálp og
stuðning.
Frá Golfklúbbi Norðfjarðar