Austurland - 04.09.1991, Side 3
MIÐVIKUDAGUR, 4. SEPTEMBER 1991.
3
Um hraðamælingar í Neskaupstað
Þann 30. júlí sl. tók lögreglan
í Neskaupstað í notkun nýjan
radar af fullkomnustu gerð til
hraðamælinga. Með þessum
nýja radar breyttist aðstaða lög-
reglunnar til hraðaeftirlits rnikið
til batnaðar, því fyrir hafði lög-
reglan aðeins til þessara nota
gamlan og skammdrægan radar.
Þessi nýji radar virkar þannig að
bæði er hægt að mæla með hon-
um þegar lögreglubifreiðin er
kyrrstæð og á ferð. Ef lögreglu-
bifreiðin er kyrrstæð þá má stilla
radarinn þannig að hann sendi
ekki frá sér radargeisla, en er
samt sem áður í viðbragðsstöðu,
þannig að þegar lögreglan sér
ökutæki koma, sem virðist vera
á mikilli ferð, er radargeislanum
skellt á augnablik og hraðinn
festur á skjá. Þegar þessari að-
ferð er beitt sleppa þeir sem eru
með radarvara ekki.
Augljóst er að nýi radarinn
veitir mönnum talsvert aðhald,
því það er samdpma álit þeirra
sem lögreglan hefur rætt við, að
umferðarhraði í bænum hafi
snarlega minnkað. Sömu sögu
er að segja úr Norðfjarðarsveit,
þar virðist hraðinn hafa minnk-
að líka. Þrátt fyrir að hraðinn
hafi minnkað eru þó alltaf ein-
hverjir sem ekki geta passaði sig
og hafa á þremur fyrstu vikun-
um sem radarinn hefur verið í
notkun samtals 22 ökumenn
verið kærðir fyrir of hraðan
akstur og fjölmargir áminntir.
Er þetta að sjálfsögðu alltof há
tala.
Lögreglan hefur í kjölfar
þessara hertu aðgerða í hraða-
mælingum fengið margar fyrir-
spurnir um á hvaða hraða öku-
menn séu sviptir ökuskírteinum
sínum „á staðnum" eins og það
er kallað. Því er til að svara, að
þetta er bundið lögreglu-
umdæmum og engin föst regla
til varðandi þetta, en í mörgum
umdæmum hefur verið notuð sú
vinnuregla, að svipta menn öku-
leyfi þegar þeir eru komnir 40 -
50 km/klst. fram yfir hámarks-
hraða. Þessi regla er ekki í gildi
í Neskaupstað,heldur fer þetta
eftir á hvaða götum brotið á sér
stað og við hvaða aðstæður og
eins hve lengi viðkomandi hefur
haft ökuleyfi. Þannig missir sá
sem er á bráðabirgðaskírteini
ökuleyfi á minni hraða en sá sem
er kominn með fullnaðar-
skírteini. Þá er rétt að benda á
að það sem af er þá er meðalald-
ur þeirra sem teknir hafa verið
fyrir of hraðan akstur 27,5 ár,
13,6% á aldrinum 17 - 20,
36,4% á aldrinum 20 - 25 ára,
13,6% á aldrinum 25 - 30 ára
og 36,4% á aldrinum 30 ára og
eldri.
Þannig sést á þessum tölum
að það eru ekki endilega yngri
ökumennirnir sem aka hraðast.
Rétt er að benda á að í sam-
bandi við hraðaakstur geta al-
mennir borgarar veitt hrað-
skreiðum ökumönnum aðhald
því ef menn verða vitni að
glannafengnum akstursmáta þá
ættu þeir að bregða snöggt við
og kæra viðkomandi ökumann.
Þurfa þeir þá helst að ná númeri
bílsins eða greina frá hver hafi
verið ökumaður og eins er gott
ef fleiri vitni eru að málinu að
tilgreina þau. Ef meira væri um
svona aðgerðir þá vissu menn,
að það væri ekki nóg að passa
sig, þegar lögreglan er á ferð-
inni, heldur líka þegar lögreglan
er ekki á vakt.
Þá er vert að vekja athygli á
því, að núna á næstunni verður
farið að beita svokölluðum lög-
reglumannasektum, en þá fá
menn sekt á staðnum fyrir
smærri umferðarlagabrot s. s. ef
ekið er án öryggisbelta eða án
þess að nota ökuljós, fyrir að
leggja eða stöðva ranglega
o. s. frv. Er mönnum síðan
boðið að gera sektina upp á
staðnum eða koma á lögreglu-
stöðina eða til bæjarfógeta inn-
an viku og gera upp sína skuld.
Er ekki að efa að þessar aðgerð-
ir eiga eftir að draga mjög úr
umferðalagabrotum því fátt
kemur verr við menn en að
þurfa að taka upp veskið og
borga. Þetta sektarform er al-
þekkt erlendis en er nú fyrst ver-
ið að taka upp hérlendis.
Til sölu
Tvær notaðar eldavélar
Seljast ódýrt
Upplýsingar í síma 71744
Norðfirðingar
37 ára karlmaður óskar eftir her-
bergi m/eldunaraðstöðu eða ódýrri
einstaklingsíbúð í Neskaupstað.
Reglusemi, skilvísum greiðslum
heitið og meðmæli ef óskað er.
Óska einnig eftir atvinnu I Nes-
kaupstað.
Upplýsingar í símum
91-651503 og 10837. Konráð
$ Frá Þrótti
Lokahóf knattspyrnudeildar Þróttar veröur haldið
í Egilsbúð laugardaginn 7. september nk.
Yngri flolýkar kl. 1700 (foreldrar takið með ykkur
köku) - Meistaraflokkur karla og kvenna kl. 2000
Knattspyrnudeild Þróttar
GRÆNA
HORNIÐ
Sorp
Segja má að brqðl ogsóun einkenni lífshætti okkar. Varlega
áætlað mun hver einstaklingur fleygja um 400 kg af rusli á
ári. Hver fjögurra manna fjölskylda hendir rúmlega hálfu
öðru tonni af heimilissorpi árlega. Til viðbótar kemur úrgang-
ur frá fyrirtækjúm, verksmiðjum og stofnunum.
Hérlendis er sáralítið endurunnið af því sorpi sem til fellur,
en þar sem best ér staðið að flokkun og endurvinnslu erlendis
hefur tekist að minnka það sorpmagn sem þarf að eyða um
allt að 80%.
í daglegu sorpi er mikið af efnum sem geta haft skaðleg
áhrif á umhverfi óg heilsu manna. Þar má nefna ýmsa þung-
málma, sýrur, klórefni,.kvikasilfur, leysiefni, málningu, lökk,
skordýraeitur og lyf. Þessi efni þurfa sérstaka meðhöndlun
og eyðingu. Eini móttökustaðurinn fyrir slíkan úrgang er á
höfuðborgarsvæðinu, en auðvitað þyrftu að vera móttöku-
stöðvar um allt lánd. Gefum gaum að því hvort við getum
ekki í mörgum tilfellum komist af án þessara efna, sem oft
eru keypt í hugsunarleysi og notuð í óhófi.
VERKMENNTASKÓLI
AUSTURLANDS
Skóíasetning
Sunnudaginn 8. september
í tilefni 10 ára afmælis framhaldsskóla í Nes-
kaupstað og 5 ára afmælis Verkmenntaskóla
Austurlands verður skólasetning með nokkrum
hátíðarbrag sunnudaginn 8. september. Á þess-
um tímamótum verður fyrsti hluti nýrrar heima-
vistar tekinn í notkun.
Hátíðardagskráin hefst kl. 15 í Egilsbúð. Að
henni lokinni verður nýja heimavistin skoðuð
og bornar fram kaffiveitingar.
Nemendur, gamlir sem nýir, foreldrar og aðrir
velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.
Skólameistari.
Miloba kynning
Snyrtifræðingur verður með kynningu á hinum
vinsælu Milopa snyrtivörum hjá okkur í apótekinu
fimmtudaginn 5. september nk.
Notið tækifærið og kynnist góðum
vörum á góðu verði.
Allir velkomnir.
NES ]f[ APÓTEK
Neskaupstað @71118
Haustútsala
30% afsláttur af
blómapottum, kerum,
skálum, kertum og
serviettum
Laufskálinn
Hafnarbraut 1 Neskaupstað ® 71212
ATVINNA - ATVINNA
Okkur vantar starfsmann til uppfyllingar í
kjötborð Kf. Fram, einnig til annarra
afgreiðslustarfa
Upplýsingar gefa: Ingi Már @ 71300
Ásvaldur @71301