Dægradvöl - 01.12.1947, Blaðsíða 2
2
DÆGRADVÖL.
byssa Hendricks, sem hann venjulega geymdi innst
í skrifborðsskúffu sinni, merktri A, fannst í gangin-
um fyrir framan skrifstofuna og hafði verið hleypt
af henni tveim skotum. Banakúlan lenti í veggnum
eftir aö hafa farið í gegnum höfuðkúpu Hendricks.
Veggklukkan gekk „eins og klukka“ þar til hún
stoppaði. Hendricks hafði ekki farið úr skrifstofu
sinni síðan um hádegið. Skrifstofa Hendricks er
r<4t við aðalbraut mikið notaðrar járnbrautarlestar.
Dr. Alvís tók strax til óspilltra málanna og yfir-
heyrði tvo menn: Skrifara Hendricks, sem fór heim
til sín kl. 4.00 og mætti ekki aftur til vinnu þann
dag; og son Hendricks, Henry að nafni, sem var ó-
sáttur við föður sinn, en hafði komið til bæjarins
kl. 5.00 og farið aftur kl. 7.00.
Geturðu nú, á grundvelli þessara upplýsing og
með tilliti til verks-ummerkja, sannað morðið á ann-
anhvorn hinna grunuðu? Ef ekki, þá svaraðu eftir-
farandi spurningum játandi eða neitandi og til-
greindu ástæður fyrir svörum þínum:
1. Hafði Hendricks verið að vinna á Fimmtudags-
eftirmiðdaginn? Já. Nei.
Sönnun: ....................................
2. Var peningaskápurinn sprengdur upp?
Já. Nei.
Sönnun: ......................:.............
3. Getur rán hafa verið ástæðan fyrir glæpnum?
Já. Nei.
Sönnun: ....................................
4. Hafði illvirkinn ástæðu til að halda, að Hend-
ricks væri efnaður maður? Já. Nei.
Sönnun: ....................................
5. Er burtför Henry’s með 7-lestinni nokkur sönn-
un fyrir sekt hans? Já. Nei.
Ástæða: ....................................
>6. Er líklcgt að mor5Singinn Ha£i náft byssunni á
meðan Hendricks sat við skrifborð sitt?
Já. Nei.
Sönnun: ....................................
7. Þrátt fyrir að fólk var umhverfis húsið
allan eftirmiðdaginn, heyrðist ekkert skot.
Bentu á fullnægjandi skýringu þessari stað-
reynd til stuðnings.
Ástæða: ....................................
8. Hvað var Hendricks að gera þegar hann var
skotinn?
Hann var að: ...............................
9. Er nokkuð sem bendir til áfloga eða ryskinga?
Já. Nei.
Hversvegna? .................................
10. Hvar stóð morðinginn þegar hann skaut Hend-
ricks: Við gluggann? Fyrir framan skrifborðið?
Fyrir aftan skrifborðið? Við nálægara hægra
horn skrifborðsins? Fyrir aftan Hendricks?
Sönnun: .....................................
11. Hvort skotið, það fyrra eða síðara, hitti klukk-
una? Fyrra. Síðara
Sönnun: .....................................
12. Er líklegt, að Hendricks hafi verið myrtur kl.
6.00? Já. Nei.
Hversvegna? .................................
13. Hver myrti Hendricks og á hvern hátt?
Skrifarinn. Henry Hendricks.
eins og af líkum má ráða, ef eftirfarandi þrjár
staðreyndir eru hafðar í huga:
1............................................
9............................................
3............................................
Ef þú hefur enn ekki komist að líklegri niður-
stöðu þá lestu eftirfarandi
Leiðbeiningar:
Peningaskápurinn gefur til kynna, hvort rán hafi
verið ástæðan fyrir morðinu. Aðstaða líksins bendir
til, hvað Hendricks hafi verið að gera, þegar hann
var skotinn, og ennfremur hvort hann muni hafa
haft hið minnsta hugboð um yfirvofandi dauða.
Nálægð járnbrautarteinanna bendir til ástæðunnar
fyrir því, að enginn skothvellur heyrðist. Skrifborðs-
skúffa merkt A, og afstaða liennar, bendir til hvort
byssan hafi verið lekin án þess að I-Iendricks
yrði þess var eða ekki. ímynduð lina, dregin frá
kúlufarinu á veggnum og í skotsárið á höfði Hend-
ricks, bendir til hvar morðinginn muni hafa staðið
þegar hann skaut Hendricks, og ennfremur má af
henni sjá, hvort veggklukkan hafi þá verið í skot-
sikti. Ef svo hefur verið, hitti kúlan hana af tilvilj-
un og sýnir hún þá, hvenær verknaðurinn var fram-
inn? Ef svo hefur ekki verið, var skotið í hana af
ásettu ráði og gefur hún þessvegna ranga hugmvnd
um, hvenær morðið var íramið? Ilafi hún verið
brotin af ásettu ráði, í hvaða tilgangi er líklegt að
það hafi verið gert?