Dægradvöl - 01.12.1947, Page 4
4
DÆGRADVÖL.
C. HEILABROT.
I. Litskrúðugu teningarnir.
>-.......... . —........
3. mynd.
Þessir sex teningar, sem sýndir eru á 3. mynd, eru
hver um sig málaðir sex litum, einum á hverri hlið
Litirnir eru: Hvítt (W), Blátt (B), Grænt (G), Rautt
(R), Svart (Y) og Gult (P). Mundu vel að: W —
Hvítt; B = Blátt; G = Grænt; R = Rautt; Y =
Svart; P = Gult; en að bókstafirnir hafa af ásettu
ráði verið prentaðir þannig, að þeir snúa allir eins,
eða rétt fyrir þér, án tillits til legu hvers tenings.
Hliðarnar sem sjást eru mcrktar ofannefndum bók-
stöfum eftir því sem við á. Allir teningarnir eru
málaðir eins, þannig að þeir litir, sem eru t. d. hlið
við hlið á teningi nr. 1, eru einnig hlið við hlið á
öllum hinum. Tcningunum sjálfum hefur samt sem
áður verið snúið á ýmsa vegu, til þess að fá tilefni
til eftirfarandi spurninga. 1. spurningunni hefur
verið svarað fyrir þig til þess að þú skiljir betur,
hvernig leysa beri úr hinum níu.
1. Hvernig er bakhlið tenings nr. 3 á litinn? Gul.
Ef þú athugar teninga nr. 2 og 3 sérðu, að G
(Grænt) er á milli W (Hvítt) og P (Gult). Það
er þessvegna augljóst, með tillxt' til þess, að all-
ir temngarnir eru málaðir eíns, aS liturinn á
bakhlið tenings nr. 3, andspænis W (Hvítt), er
GULUR.
2. Hvernig er bakblið tenings nr. 2 á litinn?
3. Hvernig er botnhlið tenings nr. I á litinn?
4. Hvernig er vinstri hlið tenings nr. 6 á litinn?
5. Hvernig er bakhlið tenings nr. 4 á litinn?
6. Hvaða litur er andspænis Grænu (G)?.........
7. Hvernig er botnhlið tenings nr. 5 á litinn?
8. Hvernig er vinstri hlið tenings nr. 4 á litinn?
9. Hvaða litur er andspænis Bláu (B)? ......
10. Ef öllum teningunum væri ýtt saman, þannig
að þrír efri teningarnir lægju ofan á þrem
neðri, og hliðarnar á vinstri tveim teningunum
snertu hliðar miðteninganna tveggja, og hægri
tveir teningarnir snertu hinar hliðar miðten-
inganna, myndu þá nokkrir samskonar litaðar
hliðar snertast? .......
II. Hvað varð af krónunni?
Þrír félagar tóku eitt sinn sitthvert herbergi á
leigu í gistihúsi nokkru yfir nótt, sem þeir þurftu
að dvelja í borginni á leið sinni til fjarlægs bæjar.
Hvert herbergi kostaði kr. 10.00, svo að þeir af-
hentu því gestgjafanum kr. 30.00. Daginn eftir á-
kvað gestgjafinn að láta þessa þrjá heiðursmenn að-
eins borga kr. 25.00 fyrir öll herbergin. Hann kall-
aði því á sendisveininn og sagði honum að færa
mönnunum kr. 5.00 til baka. En sendisveinninn,
sem því miður var ekki eins heiðarlegur og ttngir
menn ættu að vera, lét hvern gestanna aðeins hafa
kr. 1.00 til baka, en stakk kr. 2.00 í eigin vasa.
Hver jteirra félaga greiddi því raunverulega að-
eins kr. 9.00 fyrir herbergi sitt, þrátt fyrir að það
átti upphaílega að kosta kr. 10.00. Það verða sam-
tals kr. 27.00 fyrir öll herbergin. Sendisveinuinn
hirti kr. 2.00 og þá liöfum við gert grein fyrir kr.
29.00. Eftir er að gera grein fyrir kr. 1.00, og þú ert
því beðinn að svara spurningunni: Hvað varð af
henni?
III. Hjúskaparvandamál Ernu.
Erna sagði eitt sinn við vinkonu sína: „Maðuiinn
sem ég ætla mér að giftast á að vera hávaxinn, ekki
ljóshærður, fremur feitlaginn, útlendur, með gier-
augu og dálítið haltur“.
Andrés er hávaxinn, dökkhærður, notar gleiaugu,
er norskur, en alveg óhaltur.
Pétur er ckki lágvaxinn, notar gleraugu, haltrar,
cr ekki diikkhærður, er danskur, en alls ekki feitur.
Davíð cr ljóshærður, ekki of leitur, ofurlítið lialt-
ur, ekki lágvaxinn. Hann notar gleraugu og er á-
byggilega enskur.
Hvernig leysir Erna tram úr þessu vandamáli, ef
hún er alltaf ákveðin i að standa við áður tekna
ákvörðun?