Austurland - 28.10.1992, Page 5
MIÐVIKUDAGUR, 28. OKTÓBER 1992.
5
„Foreldrar" spyrja spurninga
um skólamál í síðasta tbl. Aust-
urlands.
Það er ánægjulegt að skóla-
málum sé gaumur gefinn og fólk
velti fyrir sér gangi mála í skóla-
starfinu. Spumingar og athuga-
semdir „foreldra" gefa vissulega
tilefni til ítarlegri umfjöllunar
um þennan mikilvæga mála-
flokk en kostur er á núna í
stuttri grein.
Það hefði samt verið ánægju-
legra að ræða þessi mál við nafn-
greinda en nafnlausa því mál-
efnið er þess eðlis að óþarfi er
að beita nafnleynd - við gerum
allavega ráð fyrir því að við
stefnum að sama markmiði -
góðum og betri skóla.
Metnaður
„Foreldrar“ spyrja hvort eng-
inn metnaður sé hjá ráðamönn-
um skólanna í Neskaupstað að
hafa réttindafólk í störfum. AI-
mennt held ég að stjórnendur
skóla leitist við að ráða réttinda-
fólk til starfa. Lög og reglur
tryggja kennurum starf umfram
leiðbeinendur, sem starfa sam-
kvæmt sérstakri undanþágu þar
til skipaðrar nefndar í mennta-
málaráðuneytinu. Það gildir um
kennarastarfið eins og önnur
sérhæfð störf að menntun í
kennslu- og uppeldisfræðum
eykur hæfni kennarans og eftir
því er vissulega sótt.
Réttindi
„Foreldrar" eru ekki vissir
um réttindi t. d. íþróttakennara
til bóklegrar kennslu. Lögform-
Skrýtið um skólamál í Neskaupstað
„Foreldrum“ svarað
lega er þetta þannig að allir sem
iokið hafa kennaraprófi geta
leyst til sín leyfisbréf og kallað
sig grunnskólakennara eða
framhaldsskólakennara í sam-
ræmi við prófið og hljóta full
réttindi til kennslustarfa.
íþrótta-, mynd- og handíða-
kennarar hafa þannig sömu rétt-
indi og kennarar með t. d. ís-
lensku eða líffræði sem aðal-
grein. Formlega er því ekkert
við það að athuga að t. d.
íþróttakennari kenni stærð-
fræði. Stjórnendur og kennarar
allra skóla standa frammi fyrir
því ár hvert að skipuleggja
verkaskiptingu innan skólans -
hver á að gera hvað o. s. frv.
Kennararáðningar við Verk-
menntaskólann hafa yfirleitt
gengið vel, enda ákaflega lítið
um breytingar. Það er skólanum
mjög mikils virði hve mikill
stöðugleiki er í kennaraliðinu
og kennsla í hlutastarfi er nær
algjör undantekning.
Heimilisfræði
Komið er við viðkvæman
blett þar sem heimilisfræðslan
er. Ekkert skólaeldhús er til
staðar í Neskaupstað. Heimilis-
fræðsla hefur farið þannig fram
að nemendur 9. bekkjar hafa
farið í Hússtjórnarskólann á
Hallormsstað í eina viku. Þann-
ig uppfyllir Verkmenntaskólinn
fræðsluskyldu sína á þessu sviði
Austfirðingar - Héraðsbúar
Fræðslufyrirlestrar um sorg og sorgarviðbrögð
verða haldnir dagana 30. október — 1.
nóvember nk. sem hér segir:
Á Seyðisfirði föstudaginn 30. október
kl. 2000 í Austfarssalnum.
Á Reyðarfirði laugardaginn 31. október
kl. 1400 í Verkalýðsfélagshúsinu.
í Neskaupstað sunnudaginn 1. nóvember
kl. 1400 í Safnaðarheimilinu.
Opið hús verður að loknum fyrirlestrunum á
Reyðarfirði og í Neskaupstað, þar sem rætt
verður saman um málefni sorgarinnar. Boðið
verður upp á persónulega ráðgjöf og
upplýsingar.
Fyrirlesari verður Sr. Bragi Skúlason
sjúkrahúsprestur. Sjálfboðaliðar úr
sorgarsamtökunum í Reykjavík verða ásamt
Sr. Braga í opnu húsunum.
Samstarfshópurinn
viðunandi bæði hvað snertir
kennslustundafjölda og faglega.
Vissulega væri betra að hafa
yfir að ráða skólaeldhúsi og
skipuleggja heimilisfræðsluna
inn í stundatöflu nemenda.
Vonir standa til að á þessu verði
ráðin bót í vetur, enda ekki gert
ráð fyrir að nemendur 9. bekkj-
ar fari í Hússtjórnarskólann.
Um uppeldishlutverkið
Undir það skal tekið að upp-
eldishlutverk skóla er stórt og
vanda skal til bæði kennslu og
uppeldisstarfsins. Það er líka
rétt að skólinn ber ekki alla
ábyrgðina, heldur er hún ekki
síður á herðum foreldra og þess
samfélags sem við búum í. Sam-
vinna og samspil þessara aðila
er því mikilvægt. Stundum er
nauðsynlegt að sú samvinna sé
með mjög formlegum hætti, svo
sem í sérstökum foreldrafélög-
um o. s. frv. Það er líka til í
dæminu að samvinnu sé betur
komið án slíkra formlegra sam-
taka. Aðalatriðið er að sam-
skiptaleiðin milli heimilis og
skóla sé greið og að talað sé
saman. Hvort samtalið fari fram
á sérstökum foreldrafundi eða
götuhorni er ekki aðalatriðið
heldur að sameiginleg málefni
eru tekin til umræðu.
Leiðrétting og athugasemd
„Foreldrar" geta þess að 2
stúdentar kenni í grunnskóla-
bekkjum Verkmenntaskólans.
Það er ekki rétt. Aðeins einn
kennaranna í grunnskóolanum
hefur ekki lokið háskólaprófi,
en hefur umtalsvert nám að baki
eftir stúdentspróf.
Um allnokkurt skeið hefur
verið unnið að því að koma á
námi í kennslu- og uppeldis-
fræðum hér á Austurlandi.
Nokkrar líkur eru á því að af
því geti orðið á næsta ári og opn-
ar það leið fyrir þá sem hafa fag-
lega menntun fyrir til þess að
afla sér fullgildra kennslurétt-
inda. Þetta á bæði við um iðn-
meistara og þá sem hafa há-
skólapróf. Að mínu mati er
þetta skynsamleg leið til að afia
skólunum réttindakennara.
Margir leiðbeinenda eru í raun
reyndir kennarar sem skólinn
vill ekki missa. Réttindanámið
gerir þá væntanlega hæfari.
Enda þótt mér sé bæði ljúft
og skylt að ræða málefni Verk-
menntaskólans á opinberum
vettvangi tel ég ekki rétt að gera
það framvegis við ónafngreinda
einstaklinga.
Albert Einarsson
skólameistari
Ný strandferðaáætlun SAMSKIPA
Ný strandferðaáætlun SAMSKIPA tekur gildi 30.10. ‘92. Þá sigla Kistufell og
Arnarfell til allra helstu hafna landsins og SAMSKIP halda þér þannig í góðum
tengslum við markaði.
Strandferðaáætlun í nóvember 1992
Frá Reykjavík
Brottfarardagur: Komudagur: Skip: Ferðaleið:
30.10 Föstudagur 04.11 Miðvikudagur Amarfell austur hringferð.
30.10 Föstudagur 05.11 Fimmtudagur Kistufell vestur hringferð
06.11 Föstudagur 11.11 Miðvikudagur Amarfell austur hringferð
06.11 Föstudagur 12.11 Fimmtudagur Kistufell vestur hringferð
13.11 Föstudagur 18.11 Miðvikudagur Arnarfell austur hringferð
13.11 Föstudagur 19.11 Fimmtudagur Kistufell vestur hringferð
20.11 Föstudagur 25.11 Miðvikudagur Arnarfell austur hringferð
20.11 Föstudagur 26.11 Fimmtudagur Kistufell vestur hringferð
27.11 Föstudagur 02.12 Miðvikudagur Arnarfell austur hringferð
27.11 Föstudagur 03.12 Fimmtudagur Kistufell vestur hringferð
1 Kistufell vikulega vestur hringferð 1 1 Arnarfell vikulega austur hringferð 1
Viðkoma Viðkoma
Reykjavík Föstudaga kl. 18 Reykjavík Föstudaga kl. 12
Patreksfjörður Laugardaga Vestmannaeyjar Föstudaga
Þingeyri Laugardaga FáskrúðsQörður Laugardaga
Flateyri Laugardaga Reyðarfjörður Sunnudaga
ísafjörður Sunnudaga Neskaupstaður Sunnudaga
Dalvík Sunnudaga Vopnafjörður Sunnudaga
Þórshöfn Mánudaga Húsavík Sunnudaga
Seyðisfjörður Þriðjudaga Akureyri Mánudaga
Neskaupstaður Þriðjudaga Dalvík Mánudaga
Eskifjörður Þriðjudaga Sauðárkrókur Mánudaga
Reyðarfjörður Þriðjudaga ísafjörður Þriðjudaga
Fáskrúðsfjörður Þriðjudaga Þingeyri Þriðjudaga
Stöðvarfjörður Þriðjudaga Tálknafj ./Patreksfj. Þriðjudaga
Djúpivogur Þriðjudaga Reykjavík Miðvikudaga
Höfn Hornafirði Miðvikudaga Viðkoma á aðra staði eftir börfum
Vestmannaeyj ar Fimmtudaga
Reykjavik Vörumóttaka i Húsi B Fimmtudaga tVSAMSKIÍP
til hádegis á fimmtudögum fyrir vörur í Amarfell Strandflutningar
til kl. 17 á fimmtudögum fyrir vömr í Kistufell Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavík • Sími (91-) 69 83 00