Ingólfur - 22.05.1944, Blaðsíða 2

Ingólfur - 22.05.1944, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR Jónas Guðmundsson: INCÓLFUR Útgef.: Nokkrir ÞjóíSveldissinnar Ritstjóri: HALLDÓR JÓNASSON (símar: 2802 og 3702) Afgreiðslusími: 2923 — INGÓLFUR kemur út á hverj- um mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Missirisverð kr. 12,00, i lausasölu 35 aura. Prentsmiðja Jóns Helgasonar FYLGIST MEÐ! LESIÐ BLAÐ ÞJÓÐVELDISMANNA í stjórnfari landsins standa nú fyrir dyrum gagn- gerðar breytingar. -— Um það eru allir sammála. En menn verða varla sam- mála þegar í stað um það hverskonar breytingar skal gera á stjórnarskrá landsins. Átökin verða á milli flokk ræðisins og þjóðræðisins — eða nánar tiltekið á milli ein ræðis og lýðfrelsis (ekki lýð- ræðis). Því að flokkræðið er í eðli sínu einræðiskennt og endar alltaf í hreinu ein- ræði. Flokkarnir munu haga til- lögum sínum svo, að þær sýnist stefna í lýðfrelsisátt, án þess að þeir sjálfir missi þó völd sín og áhrif. Þeir sem ekki lesa ING- ÓLF, sem nú er einasta blað Þjóðveldisstefnunnar, geta alls ekki fylgzt me8 þessum átökum, né notið stuðnings til að forðast þær snörur sem ætla má að flokkarnir leggi nú fyrir vald þjóðar- innar og lýðfrelsið í landinu. Við samningu lýðveldis- stjórnarskrárinnar gafst flokkunum kostur á að sýna hollustu sína við þjóðfrelsið. Þjóðin heimtaði að fá að eiga forsetann. Flokkarnir þorðu ekki að neita henni um það, en settu krók á móti bragði og gerðu þennan ein- asta málsvara þjóðarheildar- innar valdalausan! Þetta gefur bendingu um afstöðu flokkanna gagnvart þjóðinni. Þeir sem ekki höfðu lesið blað Þjóðveldismanna, hafa hlotið að furða sig á því hversu óvenju viðbragðs- fljót þjóðin var í kröfum sínum um forsetakjörið. En þeir sem höfðu lesið Þjóð- ólf, vissu að aldan var frá honum runnin. Samskonar álirif eiga nii vonandi eftir að streyma út frá INGÓLFI ef flokkunum tekst ekki annaðhvort að Hvad I enskum og amerískum blöðum er nú meir og meir rætt um fyrirætlanir Rússa í framtíðinni og koma þar ýmsar skoðanir fram svo sem vænta má. Þrátt fyrir hinar miklu ráðstefnur í Moskva og Teheran á s. 1. ári, þar sem Rússar og Bandamenn reyndu að samræma stríðs- sjónarmið sín, virðist allt enn í lausu lofti um það, hvað við muni taka, þegar Hitler liefur verið brotinn á bak aftur, og um það eitt sýnist hafa fengizt fullt sam- komulag milli Rússa og Eng- ilsaxa, að ráða niðurlögum nazismans sameiginlega og láta þau ágreiningsefni, er upp hljóta að koma síðar, bíða á meðan, og mun flest- um þykja það hyggilegt. Margir gera ráð fyrir, að á þessu ári — 1944 — muni það takast, með sameiginlegu stríðsátaki Rússa og Engil- saxa, að brjóta Þýzkaland á bak aftur og er þá að von- um að menn spyrji: Hvað ætlast Rússar þá fyrir í framtíðinni? Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa þegar látið í ljós í höfuðdráttum skoðanir sínar um, hvað þeir ætlast fyrir eftir stríð, en það hafa Rússar ekki gert. Ummæli Smuts. I nóvember s.l. hélt Smuts forsætisráðherra Suður-Af- ríku, ræðu, sem mikla at- hygli vakti, og lét þá svo um mælt m. a., „að Rússland væri hinn nýi risi í Evrópu, sem stikaði nú yfir megin- landið í vestur átt“. Smuts sagði ennfremur: „Allir verða að gera sér þao ljóst, að hin „gamla Evrópa'4 er liðin undir lok. Gamla landa- bréfið liefir þegar verið brotið saman og verið er að breiða úr öðru nýju í þess stað. Vér skul- um gera oss það fyllilega ljóst, að oss er mikil þörf skapandi svelta hann í hel eða banna útgáfu lians, eins og þeir banna Þjóðveldismönnum (en aftur á móti ekki Kom- múnistum) að láta til sín heyra í útvarpinu. INGÓLFUR mun nota sér prentfrelsið á meðan það varir, ekki eingöngu til þess að heimta þjóðarvaldið inn í þing og stjórn, heldur einn- ig til þess að standa á verði fyrir því að hin nýja þjóð- veldisstjórnarskrá verði í heiðri höfð og stranglega haldin þegar hún er gengin í gildi. ætlast hugsunar og að oss er lífsnauð- syn að losna algjörlega við ýms gömul og úrelt sjónarmið, áð- ur en við rötum rétta leið um hið nýja meginland Evrópu, sem nú er að opnast fyrir aug- um vorum. Lítið aðeins eitt augnablik á það, sem þegar hefir skeð og líkurnar fyrir því sem verður, þegar Hitler hefir verið sigraður: Þrjú af stór- veldum Evrópu munu þá verða liðin undir lok (Frakkland, It- alía og Þýzkaland) og eftir verða í Evrópu aðeins tvö stór- veldi — Bretland og Rússland“. Smuts sagði ennfremur: „Þegar vér virðum fyrir oss allt það, sem gert hefir verið í Rússland síðustu 25 árin og sjáum hina óskiljanlegu og stór kostlegu endurreisn, sem þar hefir átt sér stað á ýmsum svið- um, getum vér aðeins kallað það fyrirbæri, sem enga lilið- stæðu á sér í allri sögu mann- kynsins. Af þessu megum við ráða það, að hrun og máttleysi meg- inlandsríkjanna skapar Rúss- landi þá aðstöðu, að það verður mestu ráðandi á meginlandi Ev- rópu í stríðslokin þar. En mátt- ur Rússlands mun ekki aðeins verða stórkostlegur við reikn- ingsskilin í Evrópu, heldur mun hann verða enn meiri við reikningsskilin í Asíu, þegar Japanska keisaradæmið hefir gengið „veg allrar veraldar“, og það „jafnvægi“, sem af völdum þess hefir ríkt í Austurálfu, er úr sögunni. — Utan Evrópu verður þá aðeins til eitt stór- veldi — Bandaríki Norður-Am- eríku“. Þessi ummæli hins merki- ingja, hljóta að vekja menn lega manns, Smuts hershöfð- til umhugsunar. Af þeim má ráða það, að hann lítur svo á, að eftir styrjöldina verði Rússland ekki aðeins mestu ráðandi á meginlandi Ev- rópu, heldur einnig í Asíu. Hljóti Japan lík örlög og Þýzkalandi sýnast fyrirbúin, hlýtur það að styrkja Rússa svo í Asíu, að þeir verði þar einnig mestu ráðandi. Að ó- friðnum loknum verður því ástandið það, að annars veg- ar verða hin engilsaxnesku stórveldi, Bretland og Banda ríkin, en hins vegar Rússar mestu ráðandi í Evrópu og Asíu. Þeir, sem halda að hin gömlu stórveldi, Þýzkaland, Frakkland og Italía — og í Asíu Kína — verði endur- reist á ný, fara áreiðanlega villtir vegar. Þeim mun aldr- ei búinn sá stórveldissess framar, sem þau áttu áður, og því er öllum réttast að horfast nú þegar í augu við þá staðreynd, að hinar stór- kostlegustu breytingar eru Rússar nú fram að fara, er sópa í burtu öllu því sem var, bæði í flokkaskiptingu innan ríkja, ríkjaskipulagi og ríkja- skiptingu þeirri, sem verið hefir. Ummæli Hore Belisha. Einn þekktasti stjórnmála- maður Breta og fyrrverandi ráðherra, Mr. Hore Belisha, skrifaði 6. febr. s. 1. grein, sem heitir „The Meaning of Soviet Political Changes“. Greinin er skrifuð í tilefni yfirlýsingar Molotovs um „sjálfstæða“ utanríkispólitík og sjálfstæðan her hinna 16 soviet-lýðvelda. Honum far- ast orð á þessa leið: „Rússland liefir enn einu sinni komið veröldinni á óvart. Á síðustu 12 mánuðum hefir Stalin komið á í Rússlandi breytingum, sem hafa grund- vallarþýðingu fyrir framtíðina. „Komintern“ (Alþjóðasam- band kommúnista), sem stofn- að var 1929, til þess að vinna að byltingu í öllum löndum lieims, var lagt niður á einni nóttu. Alþjóðasöngurinn (Internation- ale) liefir verið afnuminn sem þjóðsöngur Rússa, en í staðinn settur „þjóðlegri“ rússneskur söngur. Grísk-kaþólska kirkju- ráðið, sem verið liefir í útlegð í 25 ár, hefir verið endurvakið og gert að yfirstjórn allra grísk- kaþólskra kirkjudeilda í Ev- rópu og nú síðast hefir því ver- ið lýst yfir, að hvert hinna 16 sovét-lýðvelda skuli taka upp sjálfstæða utanríkisþjónustu og hafa sjálfstæðan lier, sem að vísu — ef til styrjaldar kemur — sé deild í hinum sameigin- lega „rauða lier“ Sovét-ríkj- anna“. Hore Belisha segir enn- f remur: „Hvað boða þessar breyting- ar? Á þær ber að sjálfsögðu ekki að líta hverja fyrir sig sem sjálfstæðar aðgerðir og öðrum óviðkomandi, heldur sem stig í þeirri þróun, sem farið hefir fram í Rússlandi síðan í nóvem- ber 1917, er Bolsévíkar steyptu keisarastjórninni, og enn er að fara þar fram. Af ummælum Molotovs um „liin 16 lýðveldi41 er augljóst, að með eru talin þau fimm lönd og héruð, sem Rússar fengu umráð yfir eftir vináttusáttmálann við Hitler, þ. e. Eistland, Lettland, Litliau- en, Karelo-Finnland og Bess- arabía-Moldavia. Ekkert. þess- ara landa var liluti af Sovét- lýðveldunum fyrir stríðið. Vafa laust er tilboðið um rétt til að ganga úr sambandinu ekki meint sem livöt til að gera slíkt, lieldur sett til að sætta fólkið í þessum ríkjum við innlimun- ina. Þessa ráðstöfun má auk þess efalaust telja sem merki eða bendingu til hinna ýmsu lyrlr? nærliggjandi ríkja unt að leita sér styrktar og öryggis með því að gerast meðlimir í Sovétríkja- sambandinu. Þessi breyting á skipulagi Sovét-Rússlands er því mjög líkleg til þess að liafa miklu víðtækari afleiðingar á ríkjaskipan Evrópu, er ' áritt líða, en nokkum mann nú órar fyrir“. Ummæli Dorothy Thompson. Merkileg eru einnig um- mæli liinnar þekktu Dorothy Thompson, er liún við hafði í Sunday Chronicle 6. febr. s. 1. í tilefni af yfirlýsingu Sovétstjórnarinnar um sjálf- stæða utanríkisþjónustu hinna einstöku lýðvelda Sov- étríkjanna. Henni farast orð á þessa leið: „Margar tilgálur eru uppi um það, hvað fyrir Rússum vakir með þessari breytingu. Ein er sú, að skipting rauða hersins í deildir milli liinna einstöku ríkja bendi á, að Rússar séu að búa sig undir langvarandi frið, því venjan sé, að þegar ríki liyggja á ófrið, sameini þau lier styrk sinn en sundri honuni ekki. önnur er sú, að þessi breyting boði stórkostlega póli- tíska útþenslu (expansion),, sem Rússar hyggi á, og er slíkt. miklu líklegra. „New York Times“ segir t. d., „að liið nýjai fyrirkomulag megi skoða sem einskonar tilboð um að gerast meðlimir í Sovét-ríkjasamband- inu sem sjálfstjórnarríki undir öðrum skilyrðum en verið hafa“. Mín skoðun er sú, að breytingin sé fyrst og fremst gerð til þess að gera Sovét-sam- bandið meira lokkandi fyrir þau ríki, sem í fjármálum og skipulagsháttum hallast að só- síalistiskri stefnu í stríðslokin, en mundu hafna inngöngu í slíkt samband ef það kostaði þau að varpa fyrir borð utan- ríkisþjónustu sinni, þjóðfána og öðrum sjálfstæðum þjóðar- einkennum. Það er ýmislegt í hinu nýja utanríkisskipulagi Rússa, sem minnir á eða líkist því, sem er í Brezka ríkjasambandinu, og það hefur leitt til þess, að margir hafa látið sér detta í hug, að þessi umbreyting, fræðilega séð að minnsta kosti, væri liugsuð til þess að opna þeim þjóðum leið inn í Sovíet- ríkjasambandið, sem byggðu lönd er lægju jafnvel langt frá Rússlandi á svipaðan liátt og t. d. Ástralía nú tilheyrir brezka heimsveldinu, þó hún liggi langt frá Stóra-Bretlandi. Ummyndun sterks sambands- ríkis í lauslegra ríkjasamband, er í raun réttri, — liver svo sem tilgangurinn með þessu er, — sköpun skipulags, sem nýj- um, sósialiskum ríkjum gæti fundist þau eiga lieima í og gætu því orðið meðlimir í eða liluti af, þó þau lægju fjarri Frli. á 4. síðu.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.