Ingólfur - 22.05.1944, Blaðsíða 4

Ingólfur - 22.05.1944, Blaðsíða 4
4 INGÓLFUR SVEFNLEYSI Frh. af 3. sí3u. úr svefnþörfinni með því að veita djúpan og friðsælan svefn. Unglingar og þó einkum hörn þurfa meiri svefn en fólk á miðaldri. Þó virðast tilraun- ir sýna, að flestir unglingar verði dasaðir af svefni, er fei fram úr 9 klukkustundum. Fólk á öllum aldri, er þjáist af tauga þreytu, þarf meiri svefn en almennt gerist. Og hermenn, sem liafa beinlínis uppgefist á taugunum, eru læknaðir með því, að þeim er haldið sofandi með svefnmeðulum í 10—12 sólarhringa samfleytt, að því undanteknu, sem þeir þurfa til að matast og annara þarfinda. (Að nokkru úr Science Dig- est, desember 1943). Hvað ætlast Russ- ar fyrir Frli. af 2. síðu Rússlandi — jafnvel í öðrum heimsálfum!“ Þessi tilgáta Dorothy Thompson er hin athyglis- verðasta, ekki sízt í ljósi þeirra staðreynda, sem síðan þetta var ritað, hafa birzt, svo sem í viðurkenningu Badoglíostjórnarinnar, samn ingsins við Noreg o. fl. Niðurl. í næsta blaði. Samtryggíng stéttanna Frh. af 1. síðu. standa saman sem einn maður til þess að geta fullnægt, eigi aðeins skuldbindingunum út á við, heldur og almennum kröf- um þjóðarinnar sjálfrar til að geta lifað menningarlífi. — Þessa sömu þörf, að sameina liverja þjóð í eina úrjúfanlega starfsheild, voru menn famir að skilja einnig fyrir stríð. En sama ómenningaraðferð- in var nær alltaf notuð: — að þjappa þjóðinni saman utan frá með sjálfteknu einræði og utanstjórn. En slík aðferð skapar nær óþolandi ástand lijá öllum þjóðum, sem eru frelsinu vanar. Það kveikir log- andi hatur og tortryggni á milli almennings og liinna einræði- legu „stjórnarþýja”, sem menn kalla svo. ★ Sem betur fer stendur oss ls- lendingum það enn opið að leysa hinn þjóðskipulega vanda vom á fagran hátt og eðlilegan með þjóðræðilegri innan- stjórn: — ríkisvaldi, sem þjóð- in í einni lieild setur sér sjálf og endumýjar sjálf. Slíkt skipulag er það eina, sem allar atvinnustéttir þjóðar- innar geta verið þekktar fyrir að þola. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að beitt sé bæði kröfum og skrúfum í því þjóðfélagi, sem alls ekki byggir fyrirkomulag sitt á rétti, heldur á togstreitu og stríði um völd og yfirráð, 32) INDIGO „Hún kannaðist ekkert við bolla með tvennum undir- skálum“, hélt Judith áfram. „Ég hélt, að tvennar undir- skálar væru í öllum viðhafnarsettum. En ég varð að út- skýra það rækilega fyrir henni, að þegar kaffinu væri hellt á dýpri skálina til kælingar, væri bollinn settur á þá grynnri á meðan, til þess að setja ekki far í dúkinn. En á Kúba eru kannske ekki notaðar tvennar undir- skálar“. „Þú hefur líklega kunnað skil á tvennum undirskál- um, þegar þú komst frá Connecticut“, sagði Philip rólega. „Já, en Philip, við vorum bara bændafólk eins og geng- ur og gerist og lifðum mjög fábrotnu lífi“. Pliilip svaraði fáu til, sagði eitthvað um indigo og negrana og hleypti framúr til að gefa fyrirskipanir við- víkjandi hinum nýkeyptu þrælum, sem voru oft róstu- samir, ef þeir voru margir saman. „Það verður auðvelt hjá David, þegar hann er upp- kominn og tekur við ekrunni“, sagði liann við Judith, þegar liann kom aftur. „Þá verða negrarnir allir inn- fæddir Ameríkunegrar. Það er erfitt að umgangast þessa Afríkunegra. Það er aldrei að vita nema einhver þeirra, sem maður kaupir, hafi áður verið konungur“. Hún tók eftir, að hann hafði enga löngun til að tala meira um Dolores, svo að það leið nokkur tími, þang- að til hún fór aftur að tala um liana. En hún komst að raun um, að Anglique var ekki mikið gefið um konu Calebs, þótt hún segði það ekki, og dag nokkurn um liaustið, er liún var að búast til miðdegisboðs á Silver- ’wood, spurði hún Angelique blátt áfram, hvernig henni 'fyndist Dolores. „Hún hefur alltaf verið vingjarnleg við mig“, sagði Angelique á meðan hún klæddi Judith í sokkana. „Það er ekkert svar“. Angelique togaði sokkana upp um leggi Judithar. „Já -----hún gortar ekkert smávægilega, frú Judith, þér hefðuð átt að láta mig fága þessar skóspennur“. „Ef það liefur fallið á þær, er of seint að fást um það núna. Það er ekki tími fyrir þig til annars héðan af en að setja upp hárið á mér. Eg vil hafa það hátt uppsett og silkifuglana efst. Hvað áttu við með því að segja, að hún gorti?“ „Ég vil alls ekki setja út á hvítt fólk“, sagði Angeli- que og stóð upp. „Þú ert skynsamari en flest hvítt fólk, og það veiztu vel sjálf. Riðaðu það utan um vírgrindina og berðu nóg smyrsli í það, svo að þú þurfir ekki að taka það eins fljótt niður aftur. Áttu við, að hún búi stundum sjálf til frásagnir sínar?“ I speglinum sá hún Angelique hlæja. „Miss Juditli, ég held, að hún gorti, af því að lierra Caleb finnst gam- an af því. Honum finnst hún óviðjafnanleg“. „Já“, sagði Juditli hugsi, „það finnst honum sannar- lega“. Hún horfði á Angelique í speglinum greiða liárið upp yfir vírinn. Dolores notaði alltaf spanska kamba í hár- ið í staðinn fyrir silkimyndir. Kambarnir fóru henni líka ágætlega, sérstaklega þegar hún hafði uppi á reglu- legri knipplingaslæðu á markaðinum og sveipaði henni sem menn neyðast til að taka þátt í, vegna skorts á sameig- inlegu öryggi og réttargæzlu. Þetta borgarastríð, fellur niður af sjálfu sér jafnskjótt og þjóðræðisskipulag er komið á. Enda kemst það ekki á nema þjóðin hafi þaggað niður í liin- um pólitíska braskaralýð og beini öllum sínum kröftum að því að rækta og vernda óflokks- bundið og réttlátt ríkisvald, sem er þess megnugt að Iialda á hinu rétta jafnvægi og rétt- aröryggi í landinu. Vort sanna og eina sjálfstæð- ismál er nú það, að koma þessu blutlausa þjóðlega ríkisvaldi á laggirnar í þingi, stjórn og dómsvaldi, eins og Þjóðveldis- menn leggja til — og ekki ein- ungis það, heldur gæta þess að engin stétta- eða flokkasamtök nái nokkurntíma yfirráðum yf- ir neinni deild þessa þrískipta ríkisvalds. Ef þjóðin óskar að reisa við ríki sitt í landinu á þennan liátt, þá geta flokkamir ekki spillt því, þótt þeir að sjálf- sögðu reyni það. Og þegar þjóðríkið er komið á, er grundvellinum kippt und- an rógi og tortryggni á milli stétta, kröfur og skrúfur úr sögunni, en samtraust og sam- vinna sú liugsjón sem nýtur verndar bæði allra góðra borg- ara og andlegra og veraldlegra stjórnvalda. yfir kambinn. „Þér viljið liafa fuglana, frú Judith“, sagði Angelique, „en ekki orustuskipið?“ „Nei, nú eru allir með orustuskip vegna ameríska stríðsins. Ég vil liafa tvo fugla og hreiður með eggi í. Þú veizt, hvaða sett ég á við“. „Já, frú Judith“. Þegar greiðslunni var lokið, tók Judith liandspegil- inn og sneri sér. „Þetta fer vel. Ellefu þumlungar?“ „Já, svona hérumbil“, sagði Angelique. „Það er sagt, að í París sé hárið greitt svo liátt, að konurnar verði að liggja hnjánum í vögnunum til að raska því ekki“. Angelique hló og lagði liárkambana til liliðar. „Þá ættu ellefu þumlungar að nægja í nýlendunum, frú Jud- ith“. Judith var stöðugt á nálum út af Dolores. En er þau óku upp að húsdyrunum á Silverwood og Dolores kom lilaupandi í hrifningu út á móti þeim án þess að gæta nokkurs virðuleiks, gleymdi hún öllum áhyggjum. Hún var sannarlega mjög hrífandi — nægilega hrífandi til að kollvarpa hinum heimalningslegu hugmyndum Cal- ebs um algera einlægni. Og skröksögur hennar voru öll- um skaðlausar. Þó að henni þætti gaman að ýkja um skyldmenni sín til þess að tengdafólkinu skyldi finnast meira til um hana, var það engin höfuðsynd. Judith leit á Gervaise, sem sat á móti henni fálát og virðuleg, og velti fyrir sér, hvort henni myndi einnig finnast Dolores uppgerðarleg. Á heimleiðinni fór hún með Gervaise í vagni þeirra Purcellhjónanna, því að Philip og Walter þurftu að tala um sín málefni og óku í sama vagni, þangað til leiðir þeirra skildu. Þegar vagn- inn var kominn af stað, varð Judith að orði: „Gervaise, hvernig lízt þér á mágkonu mína?“ Gervaise yppti öxlum. „Hún er yndisleg ásýndum, þegar liún hefur munninn lokaðan“. „Ég átti ekki við það“. „Jú“, svaraði Gervaise og brosti liæðnislega. „Ég vildi óska, að hún talaði ensku við mig. Hún talar liræðilega frönsku“. Judith játaði, að hún ætti bágt með að skilja liana, en liún var lieldur ekki góð í frönsku sjálf. „Hún talar negrafrönsku“, sagði Gervaise. „Og því- lík orð, sem hún notar. Ég skil ekki, livar hún hefur lært slíkt orðbragð“. Judith minnti liana á, að Caleb yrði stundum að grípa fram í fyrir henni, þegar hún léti sér um munn fara ensk blótsyrði. „Hún veit ekki, livað orðin þýða, Ger- vaise“. Aftur yppti Gervaise öxlum. „Ég er lirædd um, að hún haldi, að við liérna séum ekki á marga fiska og liefji því sitt fólk um of“. Hún tók um hönd Judithar. „En liún er reglulega fríð og aðlaðandi og þú mátt ekki segja manninum mínum, að ég hafi sagt neitt óvingjarn- legt um hana. Honum finnst hún alveg töfrandi“. Juditli lvafði fyrr veitt því atliygli, að karlmönnum leizt betur á Dolores en konum. Hún ,ákvað að fá nú Philip til að láta uppskátt, livað lionum í raun og veru fyndist um hana. Þegar hún var búin að fara inn til barnanna og bjóða þeim góða nótt, sagði hún Philip, hvað Gervaise liafði sagt um frönskuna hjá Dolores. Þau sátu saman í borð- stofunni yfir vínglösum og kexi, því að þau höfðu ekki lyst á kvöldmat eftir miðdegisverðinn um daginn. Philip hlustaði á hana með kynlegu brosi. Hann sat þögull um stund, hellti síðan í glös þeirra á ný og sagði: „Judith, hversvegna ertu svona áhyggjufull út af Dol- ores?“ „Æ, af því hún er svo indæl á margan liátt, Philip, og mér finnst, að hún muni vera ein af þeim konum, sem ekki geta neina vörn sér veitt, þegar þær eru í nauð um staddar-------“ „Hverskonar nauðum?“ „Til dæmis vandræðum, sem hreintrúarmenn eins og pabbi og Caleb mundu valda, ef þeim rynni alvarlega í skap“. Philip færði ljósastikuna, svo að hann sæi liana betur. „Judith“, sagði hann, „það er nokkuð, sem ekki varðar mig. En ef þessi unga kona er dóttir aðalsmanns, þá er ég Indíáni“. „Philip! Ertu viss um það?“

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.