Ingólfur - 26.06.1944, Side 6

Ingólfur - 26.06.1944, Side 6
6 INGÓLFUR Islenskar heilbrigdis málabækur ii. Dr. Júlíus Sigurjónsson: Matarœði og heilsufar á Islandi. Viðaukar eftir Trausta Ólafsson og dr. Helga Tómasson. 120 bls. í stóru broti. Utg.': Manneld- isráð. Gutenberg 1943. Svonefnt Manneldisráð var stofnsett árið 1939 af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að sjá um rannsókn á alþýðulegu manneldi á Islandi, hversu það væri samsett og hversu það gæf ist; enn fremur til að kanna einstök meiri liáttar atriði ís- lenzks mataræðis nokkru nán- ar. 1 þessu ráði tóku sæti eftijr- greindir sjö menn: Landlækn- ir( sem jafnframt er formaður ráðsins), forstöðumaður Rann- sóknastofu Háskólans (Níels Dungal), kennarinn í heilbrigð- isfræði við Háskólann (Júlíus Sigurjónsson), berklayfirlækn- ir (Sigurður Sigurðsson) trygg- ingayfirlæknir (Jóhann Sæ- mundsson), hagstofustjóri (Þor steinn Þorsteinsson) og einn af bankastjórum Landsbankans '(Vilhj. Þór). Ráðið fól Júlíusi að hafa framkvæmdina á hendi og fékk hann 31 lieimili í kaup- stöðum og 25 í sveitum til að taka þátt í atliugunum. Bókin skýrir frá þessum rannsóknum og niðurstöðunum fram að þessu. Meðal eftirtektarverð- ustu niðurstaðanna eru þær er nú skal greina: 1) Islendingar neyta óvenju- mikils af eggjahvítuefnum (var raunar vitað). 2) Steinefni virð ast ekki skorta í fæðið til baga nema kalk í sumum mjólkur- litlum þorpum. 3) Nokkur skortur virðist vera á fjörvun- um C og D og var það vitað um C, en að D-fjörvi skuli vanta í fæði manna í landi lýsisins, kemur víst ýmsum á óvart. — Sennilega stafar það af sólskins- leysi, — en lýsið ætti virkilega að geta bætt það upp. Og svo út með mnfsetufólkið! Höf. á- lítur, að bezt sé fyrir B-fjörv- inu séð í voru landi og má það undravert heita; Island fram- leiðir áreiðanlega miklu meira bæði af A og D. Yfirleitt telur liöf. hörgul á fjörefnum í fæði íslendinga, en þó ekki svo, að mikil brögð séu að, -— „ef tann skemmdir eru ekki taldar“. En það er víst- alveg óliætt að telja þær! Dr. Helgi skýrir frá rann- sóknum á thíamín(B-eitt)- magni nokkurra algengra fæðu- tegunda og kemst m. a. að þeirri niðurstöðu, að í því efni sé lítill munur á franskbrauði og lieilhveiti („kjarna“)brauði. Sú niðurstaða virðist fara í bág við efrlendar rannsóknir og þarfnast sá munur nánari skýr- inga. Aðrar eftirtektarverðustu niðurstöður doktorsins eru þess ar: 1) Thíamín-innihald slát- urs fer við geymslu út í sýruna. 2) Thíamín-magn rúgbrauðs var miklu meira en endranær eitt ár, er rúgurinn var malað- ur hjá Mjólkurfélagi Reykja- víkur, en ekki fluttur inn mal- aður. Þetta er mjög athyglis- vert og gæti e. t. v. skýrt nægi- lega thíamíndeyfð kjarna- brauðsins — mélið hafi verið gamalt og dofnað. 3) „Kartöfl- ur eiga ekki saman nema nafn- ið. Alls ekkert er í rófum og gulrótum“. (Hið síðamefnda mun fara í bág við erlendar nið urstöður og þarfnast nánari skýringar). 4) Ýsa virðist sér- lega góður thíamín-gjafi. Ann- ars „fer vítamínmagn fiskjar mjög eftir árstíðum“. 5) Nýtt ket liefur talsvert af thíamíni. 6) Aðalniðurstaða: ,,.... hinar ýmsu fæðutegundir eiga ekki saman nema nafnið“ — og gæti það raunar verið nægileg skýr- ing á hinni neikvæðu niður- stöðu doktorsins um rófur, gul- rætur og liálfneikvæðu niður- stöðu um ,,kjama“-brauð. Það er t. d. ljóst, að mél dofnar fljótlega að fjörefnagildi, og ætti ævinlega að notast nýmal- að. Og líkt er því áreiðanlega farið um fleiri eða flest önnur matvæli. t§lenska þjóðveldið Frh. af 5. síðu. dvelur nú í London. Mun öllum hafa þótt kveðja konungs góður endir þessara merkilegu hátíðahalda á Þing- velli og var það auðfundið á öllum, að hún hafði fjarlægt þann ótta, sem ýmsir höfðu al- ið í brjósti, að snurða kynni að koma á sambúð Dana og Islend- inga í framtíðinni. Með kveðju sinnj sópaði kon- ungur þeim skýjum á /braut, sem menn þóttust sjá á fram- tíðarhimni þessara tveggja frændþjóða. Kristján konungur liefur með þessu enn einu sinni sýnt hvílíkt stórmenni hann er. Islendingar munu ávallt minnast hans sem síns bezta konungs. ★ Hátíðahöldin sem ráðgerð höfðu verið á Þingvöllum um fram sjálfa þjóðveldisstofnun- ina, s. s. íþróttir o. £1., fórst að mestu fyrir vegna þess hve veðr ið var slæmt, og fólk flýtti sér til Reykjavíkur eins og bíla- kostur leyfði. Yfir allri hátíðinni hvíldi ró og friður. Þeir, sem þar voru saman komnir, fundu að þeir voru að lifa mikið augnablik í sögu Islands, atburð, sem þeir aldrei mundu gleyma. Þess- vegna stóðu menn hljóðir og fagnandi í regni og stormi í Al- mannagjá og á Lögbergi. Menn fundu að kveðjur þær, sem fluttar voru, voru kveðjur vina og frænda, sem unna vilja ls- landi og Islendingum alls hins bezta, og þeir fundu að aðeins í skjóli þessara frændþjóða sinna var þeim fært að halda þessa liátíð. Það má mjög um það deila hvað fram skuli fara á slíkum hátíðum sem þessum, og ávallt verður eitthvað, sem manni finnst þar liefði átt fram að fara, en látið var undir liöf- uð leggjast. Eigi skal frekar um það rætt nú. Það gefst kannske tækifæri til þess síðar. Um skógrækt i, Skógræktarfélag Islands er sjálfstætt félag áliugamanna um málefni skógræktar liér á landi. Það er stofnað á Þingvöllum árið 1930. Hefur það síðan starfað að auknum áhuga á mál efninu, í náinni samvinnu við skógrækt ríkisins en forsvars- maður liennar er Hákon Bjarna son skógræktarstjóri. Skógrækt- arfélagiö hefur gefið út ársrit, vandað að efni og frágangi. Fé- laginu og starfsemi skógræktar- stjóra má m. a. þakka það að mönnum í öllum stéttum hef- ur aukist trú á skógræktinni og hafa því verið stofnuð allmörg minni skógræktarfélög. Ná sum þeirra yfir eina eða fleiri sýsl- ur og svo smærri umdæmi. Helztu verklegar framkvæmd ir hreyfingar þessarar eru girð- ingar um nokkur skóglendi, svo sem girðing um Bæjastaðaskóg í Öræfum og skógarleifar í Haukadal í Biskupstungum. Þjórsárdalur hefur og verið girtur á þessu tímabili og gerð- ir nokkrir smáir græðireitir til uppeldis skógarplöntum. Þá hefur hinn áhugasami skóg- ræktarstjóri fengið út hingað fræ af skógartrjám, er vaxa í norðanverðri Norður-Ameríku og hefur hann trú á því, að þau megi vaxa hér og gefa trjávið, er til margra hluta sé nytsam- legur. Hér verður að minnast ann- arar starfsemi að auknum gróðri landsins og gegn eyðingu þess gróðurs sem fyrir er. Það er sandgræðslan. Forstaða henn ar hefur um langan tíma verið í höndum Gunnlaugs Krist- SJÖ BOÐORÐ BANDARÍKJANNA Skömmu eftir að ófriðurinn hófst, las ég nokkrar leiðbein- ingar til almennings frá stjórn- inni í Portúgal, um það hversu lielzt mætti forðast stórtjón af völdurn ófriðarins, og þá sér- staklega dýrtíð og truflun á gengi peninga. Mér þóttu þær eftirtektarverðar, meðal annars af því að þær voru komnar frá frægum fjármálamanni. Ég man nú aðeins aðalatriðin, en þau Voru þessi: Það er vá fyrir dyrum! StarfiS eins og vant er og framleiSiS svo mikiS sem auS- ið er. Sparið allt, sem unnt er að vera án, og kaupiS engan ó- þarfa! Bandaríkjastjórn hefur ný- lega birt áskorun til almenn- ings og fer hún mjög í sömu átt. Mér fannst hún einnig eft- irtektarverð og þess vegna þýddi ég hana. Hvorir fara hér villir vegar, Islendingar eða Bandaríkjamenn? G. H. Áskorunin. Það er vá fyrir dyrum hvers einasta heimilis í Bandaríkjun- um! Það er ekki unnt að vinna sigur í þessum ófriði á vígvöll- unum einum. tírslitabardag- arnir verða háðir í bæjardyrum hvers heimilis. Og það verður harist gegn dýrtíðinni og háa kaupinu. 1 þessum bardögum verðum vér að sigra. Annars verða fræg ustu sigrar á vígvöllunum þýð- ingarlausir og einskis nýtir. Ástandið er þannig, að síð- asta árið voru allar tekjur lands manna um 133 milliarðar doll- ara, en fáanlegar söluvörur námu aðeins 93 milljörðum. Ef kapphlaup verður um að kaupa sem mest, liækkar verðið óðara. Þegar vöruverðið hækkar, krefjást allir hærra kaups — og fá það ofta6t. Þá eykst fram- leiðslukostnaðurinn, svo vöru- verðið hækkar á ný og síðan kaupið. Þetta er svikamylla. Margt hefur stjórnin gert til þess að stöðva dýrtíðarflóðið, sett hámarksverð á matvörur, húsaleigu o. fl. En stjómin ræð- ur ekki við þetta einsömul. Þú verður að hjálpa henni! En auðvelt verður það ekki fyrir þig að rétta henni hjálp- arliönd. Þú þarft þá að neita þér um allan óþarfa og jafnvel nauðsynjar. Að sjálfsögðu vilt þú ekki láta þitt eftir liggja. Samtaka viljum við allir vera og bjarga þjóðinni frá voðanum, bændur og verkamenn, embættismenn og verzlunarmenn. Allir viljum við rétta hjálparliönd. En hvernig á að fara að því. Mest er undir því komið, að þú haldir þessi sjö boðorð: 1. Kauptu aðeins brýnustu nauðsynjar. Og áður en þú kaupir, þá spurðu sjálfan þig: „Get ég ekki komist af án þess?“ 2. Þið, sem seljið vörur eða vinnu; setjiS ekki verðiS hærra en óumflýjanlegt er. Hlustið ekki á mennina, sem vilja láta ykkur gína yfir illa fengnum „stríðsgróða“. 3. Borgið aldrei meira en há- marksverS fyrir nokkurn hlut, hversu sem yður kann að van- liaga um hann. Annars þýtur „svarti markaðurinn“ upp og hleypir öllu í ránverð. 4. Borga&u skaltana þína með ártœgju! Því meira sem þú borgar nú, meðan þú hefir pen- inga milli handa, því mimia borgar þú síðar! Hvað er það að borga skattana sína, í sam- anburði við það að standa á blóði drifnum vígvöllum? 5. BorgaSu gömlu skuldirn- ar og varastu að stofna nýjar! Stattu í beztu skilum við alla. 6. Kauptu þér sparisjóSsbók og legðu stöðugt inn í hana, svo mikið sem unnt er. Kauptu þér þar á ofan lífsábyrgð og mundu eftir að greiða iðgjöld- in á réttum tíma. 7. Kauptu allt hvaS þér er unnt af stríSsskuldabréfum rík- isins, ekki aðeins fyrir ein- hverja afgangsskildinga, heldur fyrir allt, sem þú getur við þig losað, og ekki þarf til óum- flýjanlegra nauðsynja. SparaSu allt. HjálpaSu Bandaríkjunum. NiSur, með dýrtí&ina! mundssonar liins mætasta manns. Er hún engu lítilsverð- ari en skógræktin, og mikill ár- angur þegar sjáanlegur. Skóg- ræktarfélagið hófst nú handa í sambandi við þjóðaratkvæðið um lýðveldisstofnunina, um fjársöfnun í sérstakan sjóð, er það nefnir Landgræðslusjóð og gerir það ráð fyrir, að í hann liafi þegar safnast um 100 þús- und krónur. Mörgum þeim, er áhuga liafa á skógrækt og sand- græðslu mun virðast sem bæði hafi fyrr mátt hefjast lianda og ekki heldur vaxa í augum þessi f járhæð, sé tekið tillit til hversu lítinn kaupmátt íslenzk króna hefur nú. Norræna félagið lief- ur safnað fast að miljón til styrktar nauðstöddum Norð- mönnum samtímis því, sem það hefur safnað allmiklu til nor- ræns húss á Þingvöllum og Sam band berklaveikra liefur einn- ig safnað nær milljón til vinnu- hælis síns, — mest á síðastliðn- um tólf mánuðum. Er þó veí að skógræktar fjársöfnun er liafin. II. Svo sem fyrr er sagt liefur mönnum aukist áliugi á skóg- ræktinni undanfarin ár. Vantar þó all mjög á það, að öllum almenningi sé ljós, sá hagur, er þjóðinni gæti hlotnast af öflugri skógræktarstarfsemi. Ó- rækasta sönnun þessa er hið stór-höfðingslega framlag smá- bónda eins í Þingvallasveit, Jóns Guðmundssonar á Brúsa- stöðum og veitingamanns í Val- liöll, ef liún er borin saman við söfnun Skógræktarfélagsins, Hans tillag er þrefalt að upp- liæð á móts við tillög allra liinna ótal gefanda, sem margir hverjir eru þó vonandi jafn af- lögufærir. Gjöf lians verður þó enn fyrirmannlegri, séð í ljósi þeirra staðreynda, að fram að yfirstandandi styrjöld lagði* hann alla sína starfsorku og lánsfé í endurbætur og viðauka á gislihúsi sínu og að annari fegrun staðarins svo sem föng voru á. Hér er augljóslega á ferðinni landnámsandi liinna fyrstu Ungmennafélaga, er æ síðan hefur verið leiðarljós Jóns Guðmundssonar. Hver ó- spilltur maður liefur yndi af vél liirtum trjágarði sem nú má víða sjá í sveitum og sjávar- þorpum. En lengra né dýpra nær ekki skilningur manna al- mennt á gildi trjágróðursins. Mun það þó mála sannast, að enginn íslenzkur atvinnuvegur getur jafnt orðið til gagns og gamans svo mjög sem skógrækt iií. Það er fyrsta skilyrðið fyrir árangri, að Skógræktarfélaginu og öðrum áhugamönnum um skógrækt takist að sannfæra menn um það, að af skógun- um megi ekki -einungis liafa augnayndi, lieldur einnig óinet- anlegt gagn. Þetta er fyrst og fremst vegna þess, að gerliug- ull raunsæismaður fylgir engu máli af alefli, nema nytsemi þess sé ótvíræð. Raunsæismað- urinn sér svo margt bráð-að- kallandi verk óunnið í þessu lítt numda landi. Hann sér sém er, að frumskilyrði allra fram- fara í landinu er mikil fram- leiðsla útflutningsvara. Og til þess að sá útflutningur eigi sér stað, verður þjóðin að eignast og verkafólkið, sem vinnur að Frh. á 7. síðu.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.