Ingólfur - 26.02.1945, Blaðsíða 3
I NGÓLFUR
3
Frá lesenflum
JÓN BERHÖFÐAÐI.
Jón úr Flóanum er löngu
orðið landfleygt hugtak, sem
allir vita livað þýðir. Jón Ber-
höfðaði er hugtak, sem að vísxi
er ennþá ekki orðið landfleygt,
en alþekkt liér norðanlands og
mun upphaf þess að leita í því,
er ungir menn fóru hér fyrir
allmörgum árum að tíðka þá
venju að ganga berliöfðaðir
hvemig sem viðraði, ekki ein-
ungis á sumrum, heldur einnig
á vetrum, jafnvel í stórfrostum
og aftaka hríðum.
Jón Berliöfðaði er norðlenzk-
ur manngervingur. Hann hefur
liöfuð sem allt þolir, segja
menn. Og slíkt er ekki ónauð-
synlegt norður við Isliaf. Jón
Boli er brezkur þegn, Jón Ber-
höfðaði á líkan liátt fyrst og
fremst akureyrskur. Þegar
verkamenn koma saman í skýl-
inu við höfnina og rœða um
daginn og veginn, þá er það
Jón Berhöfðaði, sem er að segja
álit sitt. Þegar skólapiltar
leggja liart að sér í prófum, er
það Jón Berhöfðaði, sem er að
sigra þrautirnar.
Eitt af þeim norðlenzku af-
reksverkum, sem einna lielzl
iná þakka þreki því og seiglu,
sem táknað er með orðunum:
— Jón Berhöfðaði, er bvgging
vegar, sem nefndur er Setbergs-
vegur og liggur ofan Akureyr-
arbæjar. Hann er jafnframt
flóðgarður, sem varnar hláku-
flóðum að flæða yfir hæinn.
Vegur þessi er geysiliár, mcð
djúpum skurði fjallsmegin.
Bygging h ans hefur tekið lang-
an tíma og mikla vinnu við
fremur erfið skilyrði, enda' nuk
ið kostað, en harðneskja og þol
inmæði Jóns Berliöfðaða hef-
ur verið þar að verki og sigr-
að alla örðúgleika, svo að nú
er þessum nýtízku flóðgarði
lokið, að öðru leyti en því, að
eftir er að malbera nokkurn
hluta vegarins og mun það
verða gert sem atvinnubóta-
vinna í vetur.
Jón Berhöföaði er okluir Ak-
ureyringum þarfur Jjár í þúfu.
Enda er til þess liugsað að nota
eiginlcika hans til þess ílrasta í
þágu bæjarins. Við munum
ekki verða á flæðiskeri staddir
er við sendum liann Skipulags-
nefndinni í höfuðstaðnum lil
þess að útkljá nafnadeilurnair,
er orðið Jiafa um skírnir gatna,
brauta, stíga, stræta, torga og
vega á Akureyri. Því að Jón
Berliöfðaði er Jiörkutól og auk
þess vel gefinn og þolinmóður.
Verk lians sækjast vel, með
föstum og skýrum rökum að
baklijarli, enda er Jiann dáð-
ur sem persónugervingur alls
Iiins traustasla í norðlenzkri
skapgerð, sem unnendur lians
geta liugsað sér.
ÖIl þjóðin er í vanda stödd.
Uinhverfis land vort er heim-
ur á heljarþröm. öldur um-
rótsins skella liér á sandfjcir-
unum ogþrotna á strandabjörg-
um. Sumum virðist nú sem
bregði til tvíáttar í stjórnmál-
um landsins. Hvort sem sú
skoðun er á rökum byggð, eða
ekki, væntum við Jiess, Norð-
lendingar, að Jón okkar Ber-
liöfðaði verði kallaður til ráða
áðúr en lýkur.
Bœjarbúi þar.
ATHS. BLAÐSINS.
Ingólfi er sérstök ánægja að
vakin sé athygli á Jóni Berhöíð
aða. Raunverulega er hann til
um allt land, þótt sá norðlenzki
beri eflaust ýms séreinkenni.
Jón er ímynd þeirra uppvax-
andi íslenzku æskumanna, sem
vilja leggja stund á líkamlega
hreysti og heilbrigði. Og þess
þurfum vér sannarlega með. —
En Jón er ennþá skammt á veg
kominn að ýmsu leyti. Þó að
í úfna kollinum á honum leyn-
ist oft merkilegir liæfileikar, er
hann ennþá ofþröngsýnn, ó-
sjálfstæður og ofnæmur fvnr
byltingaáróðri erlendra yfir-
ráðastefna. — Því miður hef-
ur Jón ekki ennþá lært að
skilja innsta kjarna demókrat-
ísku liugsjónarinnar, aem er sá:
—- aS lija og lofa öðrum að
imiimmmmmmiiimimiimiimmmiiiiiiiiiimiimmiiiiimiiuimiiiiiiiii
BÓKIIM UM MANNINN
lifa. Hann er ekki kominn IIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIHIIIBII.
lengra með frelsishugsjón sína
en það, að liann vill sjálfur
vera frjáls en setja öðrum kost-
ina. Hann er enn sem komið
er einræðissinni og hans gömlu
minnimáttarkennd dreymir um
að vera í valdaflokki — og
hugsar þá minna um hvaðan
þeim flokki kernur stuðningur.
— Af þessu stafar þjóðfrelsi
voru meiri hætta en Jón Ber-
höfði gerir sér nokkra hug-
mynd um. — Á 13. öldinni var
líka veifað fögrum loforðum!
Nú er hins vegar vitað, að
Jón er afarnæmur fyrir þjóð-
legum hreyfingum. Hann sýn-
ist að vísu ekki ennþá hafa
uppgötvað þjóðræðisstefnuna.
En þess getur varla orðið langl
að bíða.
Rit þetta kom fyrst út í Berlín 1939 og hefur síðan í ársbyrjun
1943 komið út í tveimur geysistórum upplijguin í Amerílcu, en þar
dvelst dr. Kahn nú.
Fyrir milligöngu íslenzku sendisveitarinnar í New York hefur hann
gefið leyfi til að bókin væri gefin út liér á landi og léð útg. allar
frummyndir sínar yfir 500 talsins, til þess að gera eftir þeim
myndamót.
Ritið er í 10 aðalköflum, sem skiptast í fjölda smærri kafla.
Bókin verður um 1000 hlaðsíður í stóru hroti og öll prentuð á
myndapappír. Ritstjóri verksins er dr. Gunnlaugur Claessen, vii
samstarfsmenn lians við þýðinguna eru læknarnir Guðmundur
Hannesson próf., frú Kristín Ólafsdóltir, Theodór Skúlason, Ól.
Geirsson, Jóhann Sæmundsson og dr. Júl. Sigurjónsson. Hér er
ekki um að ræða lækningabók í venjulegri merkingu, heldur fyrst
og fremst
bók um manninn, sjúkan og heilbrigSan, byggingu
hans ag verklag á öllum aldri frá vöggu til grafar.
Þetta mikla vísindarit er einstakt í sinni röð. Fyrst og fremst fyr-
ir það, hve auðskilið það er hverju inannsbarni. — Bókin um
manninn kostar i ensku útgáfunni, sem er um 200 síðum styttri en
sú íslenzka, kr. 100.00, en íslenzka útgáfan aðeins kr. 150.00 í
eins bandi.
Hér er uin að ræða alveg einstakt verð á íslenzkri bók.
f
Vísindi nútímans liafa sannfært menn um gildi þekk-
ingarinnar fyrir vellíSan og lireysti.
Hamingja yðar og fjölskyldu yðar getur oltið á því að þér kunnið
jafnvel skil á sjúkdómiun yðar og heilbrigði.
Bókin um manninn er nauðsynleg á hverju heimili.
(
Áskriftarkort í öllum hókabúðum.
BókasafnHELGAFELLS
Garðastrœti 17 Box 263
imiiiiiiimiiimiiiiiiiiimiimiimiiimiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiií
TILKYIMNIIMG
Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð
á benzíni og olíum:
Benzín ...... kr. 0.70 pr. líter
Hráolía ..... — 500.00 pr. tonn
Ljósaolía ... — 740.00 pr. tonn
Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við af-
hendingu frá tank í Reykjavík, en Ijósaolíuverðið við af-
ltendingu í tunnum í Reykjavík. Sé hráolía afhent í tunn-
um, má verðið vera kr. 25.00 hærra pr. tonn en að ofan
greinir.
Á Akureyri og Eskifirði má verðið á benzíni vera 7
aurum liærra en að ofan segir, en á öðrum stöðum utan
Reykjavíkur, sem benzín er flutt til á sjó, má verðið vera
9 aunim liærra. Sé benzín flutt landleiðis frá Reykjavík,
Akureyri eða Eskifirði, má bæta einum eyri pr. líter við
grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 25 krn. Verð-
lagsstjórinn ákveður verðið á hverjum sölustað sam-
kvæmt framansögðu.
í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og
í Reykjavík. 1 verstöðvum við Faxaflóa og Suðurnesj-
um má veröið vera 40.00 krónum ltærra pr. tonn, en
annars staðar á landinu 50.00 krónum hærra pr. tonn.
I Hafnarfiröi skal verðið á hráolíu vera hið sama og
í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera
70.00 krónum liærra pr. tonn.
Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 3. fehr. 1945.
Reykjavík, 2. febrúar 1945.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
iriniwiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiwiiiliiiiiiiiwiiiiiiiiiiiraiini
niiiwiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiaiiiin
ÍTILKYNNING I
= Viðskiptaráð liefur ákveðið eftirfarandi há- =
E marksverð á akstri 5—6 manna fólksbif- =
= reiða: =
= I innanbæjarakstri í Reykjavík má gjaldið E
= vera 35 aurar fyrir hverja mínútu frá því =
biíreiðin kemur á þann stað, sem um hefur E
verið beðið, og þar til leigjandi ltennar fer =
úr henni, auk fastagjalifs, að upphæð ki. =
3,00, sem bifreiðarstjórinn Iiefur fyrir að E
aka frá stöð sinni og til hennar aftur. 1 næt- E
urakstri (frá kl. 19 til kl. 7) og helgidaga- E
akstri má mínútugjaldið vera 45 aurar, en E
fastagjaldið þó ekki hærra en kr. 3,()0.
Innanbæjarakstur telst það, þegar ekið er E
innan eftirgreindra takmarka: Á Laugarnes- E
vegi við Fúlalæk, á Suðurlandsbraut og E
Reykjanesbraut við Kringlumýrarveg og á E
Seltjarnarnesi við Kolbeinsstaði.
Þegar 5—6 manna bifreið er leigð til lengti E
ferða má leigan ekki vera hærri en 90 aur- E
ar fyrir hvern ekinn kílómeter frá ofan- =
greindum bæjarmörkum. I nætúr- og helgi- E
dgaaakstri má gjaldið þó vera kr. 1,10 fyr- =
ir livern kílómeter. E
Sé sérstaklega beðið um 7 manna bifreið =
má taka 25% liærra gjald en að ofan segir.. = •
Ákvæði tilkynningar þessarar ganga í gikli E
frá og með 8. febrúar 1945.
Reykjavík, 6. febrúar 1945. E
V ERÐL AGSST J ÓRINN. 1