Ingólfur - 01.12.1941, Blaðsíða 2
2
INGÓLFUR
Stjórnarmynduuin
Aukaþinginu lauk þannig, að
samkomulag varð um að fráfar-
andi stjórn skyldi sitja áfram til
næsta þings og athuga á þeim
tírna, hvört mögulegt yrði að
finna sameiginlega lausn í á-
gréiningsmálunum.
Þeir rnunu vafalaust margir,
sem kunna illa þessum endalok-
um aukaþingsins.
Þykir því rétt að gera nokkra
grein fyrir afstöðu Framsóknar.
flokksins:
Framsóknarflokkurinn hefir
haft forustu um aðgerðir í dýr-
tíðarmálinu. Fyrir hans atbeina
var málið lagt fyrir Alþingi s. 1.
vetur. Hlnir flokkarnir felldu
niður verulegan þátt úr tillögum
hans, en þó máttu dýrtíðarlögin,
sem þingið endanlega sam-
þykkti, teljast til mikilla bóta, ef
þau fengjust vel og fljótlega
framkvæmd. En er til kom, neit-
uðu ráðherrar Sjálfstæðisfl. að
framkvæma þau, en helztu ráð-
stafanirnar heyrðu undir ráðu-
neyti þeirra. Forsætisráðherra
var þá skyldugur til að kveðja
saman þingið, þar sem ríkis-
stjórnin hafði ekki getað fram-
kvæmt þýðingarmestu lögin, er
það hafði falið henni að fram-
kvæma. Jafnframt voru ráð-
herrar tveggja stærstu þing-
flokkanna þá sammála um nýja,
öruggari lausn dýrtíðarmálsins,
og mátti því telja víst, að auka-
þingið yrði til mikillar nyt-
semdar.
En þessi von brást, eins og
kunnugt er, nokkru eftir að þing
var komið saman. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins runnu frá
fyrri yfirlýsingum sínum. Ríkis-
stjórnin baðst því lausnar, þar
sem hún gat ekki orðið sammála
í málinu, enda höfðu öll stuðn-
ingsblöð hennar lýst yfir því, að
grundvellinum væri kippt undan
henni, ef hún gæti ekki oröið
sammála í þessu stóra máli.
Framsóknarflokkux-inn bar
fram þrjú frumvörp og tvær
þingsályktunartillögur til lausn-
ar málinu. Frv. voru um sérstak-
ar dýrtíðarráðstafanir, breyt-
ingu á skattalögum og stofnun
framkvæmasjóðs. Efni þeirra
hefir verið rakið hér í blaðinu.
Þingsályktunartillögurnar voru
um takmörkun í Bretavinnunni
og greiðslu ísl. ríkislána í Bret-
landi. Tvö seinni frv. voru þess
efnis, að nægilegt er að afgreiða
þau á reglulegu þingi í vetur, og
voru þau aðallega flutt nú til að
marka stefnu flokksins. Hins
végar voru ráðstafanir fyrsta
frv. mjög aðkallandi.
Úrslitin urðu þau, að fyrsta
frv. Framsóknarfl. var fellt.
Hefði þá verið eðlilegast, að
flokkarnir sem felldu það, hefðu
myndað stjórn. Til þess bar þeim
siðferðisleg og þingræðisleg
skylda. En þeir skoruðúst undan
þeirri skyldu. Lá þá ekki nema
tvennt fyrir: Kosningar í vetur
eða bráðabirgðasamstjórn til
næsta þings, til að afstýra vetr-
arkosningum.
Að vej athuguðu máli valdi
Framsóknarfl. síðari kostinn.
Flokkurinn hefir alltaf talið
vetrarkosningar háskasamlegar,
og áttí það sérstaklega við nú,
þegar sveitirnar eru venju frem-
ur íáliðaðar og kjörsókn þar því
erfiðari en áður. Vetrarkosning-
ar myndu tæpast valda þeim
breytingum á þinginu, að lausn
dýrtíðarmálsins yrði frekar
tryggð. Frv. um skattamálin og
framkvæmdasjóðinn var nóg að
afgreiða á næsta þingi, en um
efni þingsályktunartillagnanna
virtist geta náðst samkomulag.
Framsóknarflokkurinn tók því
þátt í hinni nýju stjórn. En við
myndun hennar var skýrt tekið
fram af hans hálfu, að hann
væri andvígur þeirri stefnu, sem
fylgt væri í dýrtíðarmálinu, og
myndi halda áfram baráttunni
fyrir þeirn tillögum, sem hann
hefði flutt. Þessi mál munu því
aftur verða flutt af honum á
næsta þingi og verður þá full-
reyxxt, hvort þingfylgi fæst fyrir
skattabreytingunni og fram-
kvæmdasjóðnum. Til þess að á-
rétta það sem bezt, að þátttaka
flokksins í bráðabirgðastjói’n-
inni táknaði ekki neina stefnu-
breytingu, lét hann þá menn
vera áfram fulltrúa sína þar,
er harðast höfðu barizt fyrir dýr-
tíðarfrumvarpinu.
Framsóknarflokkurinn hefir
gert það, sem í hans valdi stóð,
til þess að tekin yrði upp farsælli
stefna í dýrtíðarmálinu. Þeiri'i
baráttu heldur hann áfram. —
Flokksmennirnir rnega ekki ör-
vænta, þótt sigurinn náist ekki
í fyrsta áhlaupinu, meðan flokk-
urinn er enn í minna hluta á
þinginu. En því betur sem
flokksmennirixir standa með
honum og- fá fleiri menn til að
bætast í hópinn, því fyrr mun
takmarkinu náð.
Þ. Þ.
--------------------
Næturljóð
Sorgir burtu svifa,
syng ég glaöan óð.
Alltaf lief ég elskað
æfintýri og Ijóð.
Nóttin er að nálgast,
nóttin er svo góð.
Gullna gígjustrengi
geymir nóttin hljóð,
minninganna munað,
mjúk og þýðleg Ijóð.
Svœfir mínar sorgir
og seiðir hlýjan óð.
Fagur, djúpur friður
fœrist yfir hljótt.
Allt er núna orðið
undarlega rótt.
Dvelur yfir dölum
draumafögur nótt.
Liða burtu Ijóðin
Ijósan nœturstig.
Vœrðin hefur vafið
vœngi sína um mig.
Senn fer ég að sofa,
sofa og dreyma um þig.
lngólfur Jónsson
frá Prestbakka.
Hreinar
léreftstnskur
kaup.tr
Prentsmiðjan Eddn
Oídrykkja
Ofdrykkja hefir fylgt þjóð
okkar frá upphafi hennar eins
og óheillaskuggi. Fornrit okkar
gefa ríkulegar heimildir fyrir
ofdrykkju forfeðranna. í mann-
fagnaði þreyttu þeir oft með
sér drykkju, og þótti þá sá frami
mestur, að standa síðastur upp
frá borðum. Undir drykkjunni
voru ekki ósjaldan unnin mann-
víg og önnur óhappaverk.
Svo er að sjá, sem íslendingar
hinir fornu hafi tekið ofdrykkj-
una að erfðum frá forfeðrum
sínum, Germönum. Ceasar mikli
ritaði bók sína um Gallastríð-
in á 1. öld fyrir Krists burð. Um
Germani segir þar meðal ann-
ars, að þeir hafi kunnað sér lítið
lióf við drykkju. Sama dóm fá
þeir í riti Tacitusar hins róm-
verska, „Germania“, er rituð
var á seinni hluta 1. aldar e.
Kr.
Vissa er fyrir því, að of-
drykkjan hefir haldizt óslitið
með íslendingum frá upphafi
og fram á þennan dag. Naumast
hefir nokkur erfðavenja verið
rækt með þjóð okkar af jafn
óbilandi hjai’tans alúð.
Um ofdrykkju samtíðarinnar
þörfnust við ekki heimilda ann-
arra. Við höfum séð ölóðan
mann reka hnýttan hnefa í and-
lit náungans, misþyrma konu
sinni og börnum. og liggja ó-
sjálfbjarga og umkomulausari
en nokkra skepnu í eigin spýju.
Afleiðingar ofdrykkjunnar eru
okkur mætavel kunnar. Of-
drykkjumenn vanrækja störf
sín að jafnaði og eru því sjald-
an til nokkurs nýtir. Þeir eyði-
leggja heilsu sína fyrr eða síð-
ar og gerast sjálfum sér og öðr-
um byrði. Heimilislíf sitt leggja
þeir í rústir, ef nokkui't er fyr-
ir. Og loks leiðir ofdrykkjan
þessa vesalinga oft til óknytta
og jafnvel stórra glæpa, eins og
áratuga athuganir í ýmsum
löndum hafa leitt í ljós.
Ýmsum verður því spurt: „Til
hvei’s lifir eiginlega þetta van-
metafé þjóðfélagsins?" En
skyggnari menn líta á of-
drykkj umennina sem sjúklinga,
sem þjást af illlæknandi eða ó-
læknandi sjúkdómi. Menn
reyna að lækna sjúka og út-
rýma sjúkdómum. Sjúkrahús
eru reist og þeim bjargað, sem
bjargað verður, en reynt að
draga úr þjáningum dauðvona
manna, og útbreiðsla veikinda
er hindruð, svo sem unnt er. Á
sama hátt verða ofdrykkju-
mennirnir að eignast sín
sjúkrahús og hæli, þar sem sér-
fróðir læknar stunda þessa
giítusnauðu menn.
Frá upphafi hefir óhóflegri
áfengisneyzlu verið andæft með
þjóð okkar. Þessu til sönnunar
má benda á eftiríarandi erindi
úr Hávamálum:
„Esa svá gott,
sem gott kveða,
öl alda sonum;
því at færa veit,
sás fleira drekkr,
síns til geðs gumi.“
Hér talar alvöruþrungin en
hógvær rödd gegn því litil-
siglda almenningsáliti, sem tel-
ur enga mannfórn of dýra vin-
guðnum til handa. Það er rödd
þess manns, sem er óháður
hleyp.idómum fjöldans, en
geldur þess eins að hafa verið
uppi á tímum, er þekktu ekki
(Framh. á 5. síðu)
Iþróttamál
(Framli. af 1. síöu)
máli urn sundið og aðrar íþróttir,
að fyrsta skilyrðið er að vera
strangur reglumaður á tóbak og
áfengi, og ennfremur að lilýða
kennaraixum í smáu sem stóru.
Enginn árangur næst í íþróttum
nema með starfi. Allt, sem kenn-
arinn segir manni að gera, út-
heimtir vinnu. Sá, sem lætur þaö
eftir sér að slá undan þeim fyrir-
mælum, nær aldrei góðum ár-
angri. Hann svíkur ekki kenn-
arann, hann svíkur sjálfan sig,
og stendur þess vegna í stað.
— Hvað hefir þú sett mörg
met? _
— Ég hefi alls sett 52 met,
öll á skriðsundi og baksundi. Á
skriðsundi á öllum vegalengdum
frá 50—1500 m. og á baksundi
frá 50—400 m. En auk þess hefi
ég tekið þátt í boðsundi og
vatnsknattleik fyrir Sungfélag-
ið Ægi.
— Hefir þú ekki keppt ei’lend-
is í sundi?
— Jú, tvisvar. í fyrra skiptið
á Ólympíuleikunum í Berlín árið
1936, og svo nokkru seinna í Eng-
landi, í báðum þessum ferðum
naut ég aðstoðar vinar míns,
Jóns Pálssonar. Þrátt fyrir það,
að sigrarnir voru ekki stórir í
þessum kappsundum, þá tel ég,
að við sem fórum út í þessi skipti
höfum haft mikinn ávinning af
því að fara og keppa. Því að við
lærðum svo mikið sjálfir, af því
að sjá beztu sundmenn heims-
ins leika þrekraunir sínar.
— Kappsundin?
— Fyrir sundiþróttina hafa
kappsundin mikla þýðingu.
Þau hleypa kappi í kinn ung-
linganna. Þeir hugsa með sér á
þá leið, að gaman væri að vera
eins og þessi eða hinn sundgarp-
urinn. Ég reyndi þetta sjálfur,
þegar ég var strákur.
— Hvaða gildi álítur þú, að
sundíþróttin hafi fyrir ungt
fólk?
— Sundið gerir unglingana
sterkari og betri manneskjur.
Það getur í mörgum tilfellum
forðað þeim frá því að slæpast
á götunum eða á ennþá verri
stöðum. Því að það tvennt getur
aldrei farið saman, að vera góð-
ur sundmaður og slarkari. í
stuttu máli,þá álít ég, að sundið
auki manndóminn hjá hverjum
þeim, sem gefur sig því á vald.
— Hvað er að segja um hið
daglega líf í Sundhöllinni?
— Síðan setuliðið kom, hefir
Sundhöllin verið full að kalla
rná frá morgni til kvölds. Áður
var aðsóknin ekki eins jöfn.
— Þarf ekki stundum að
bjarga fólki úr lauginni?
■ r Jú, vissulega þarf þess oft.
Sérstaklega hættir byrjendum
til þess að fara of langt út á
dýpið og vita þá ekki fyrr en þeir
ná ekki lengur niðri og sökkva.
Þá verða þeir, sem eru á verði,
að koma á vettvang og bjarga.
— Telur þú, að íþróttafélögin
hafi nægilegan æfingatíma í
Sundhöllinni?
— Eins og er, hafa unglinga-
deildir félaganna sameiginlegan
tíma með bæjuarbúum. Þessu
þarf að breyta. Jafnfi’amt væri
æskilegt að æfingatími félag-
anna væri lengdur, dögunum
fjölgað. Það myndi verða til þess
að fleiri lærðu að synda.
Jónas Halldórsson er ennþá á
unga aldri. Vonandi á hann eftir
að setja sin glæsilegustu met,
því að „ef til vill held ég áfram
á meðan ég næ batnaixdi ár-
angri.“ A.