Ingólfur - 01.12.1941, Blaðsíða 6

Ingólfur - 01.12.1941, Blaðsíða 6
6 EVGÓLFUR ur og hafa œflngu í fundarstörfum. Hann þarf að vera mannþekkjari, úr- ræðagóður og fljótur að átta sig. En um fram allt verður fundarstjóri að vera réttsýnn og óhlutdreegur. Hann má aldrei gera einum hærra undir höfði en öðrum, eða veita annarri skoð- un forréttindi framar hinni. Æskilegt er að fundarstjórinn sé þekktur og njóti virðingar fundarmanna. Bezt fer á því, að fundarstjóri taki ekki þátt í umræðum. Gerl hann það, á hann á meðan að víkja úr fundar- stjórasæti. Pundarritari er koslnn af fundin- um, venjulega eftir tillögu fundar- stjóra. Stundum er hann þó sjálfkjör- inn, t. d. fastir nefndarskrifarar á nefndarfundum og stjórnarritarar á stjómarfundum. Starf fundarritara er að rita stutt- orða en greinllega skýrslu um það, sem gerlst á fundinum. Auk þess á hann að vera fundarstjóra til aðstoðar á ýmsan hátt, t. d. með því að taka eftir hverjir kveðja sér hljóðs, merkja tillögur o. s. frv. Fundarskrifari verður að vera sæmilega ritfær og hafa skýra hugsun. Hann verður að vera óhlutdrægur. Æskilegt er, að hann sé nokkuð kunn- ugur fundarreglum. Á stærri fundum eru oft kosnir vara- fundarstjórar og vara-fundarrltarar. Taka þeir við störfum aðalmanna í forföllum þeirra. Auk þessa eru stund- um kosnir fleiri starfsmenn funda, t. d. menn til að telja atkvæði. Þessu næst skal minnzt á skyldur og framkomu fimdarmanna. Fyrsta skylda fundarmanns er að mæta stundvíslega.. Hann má aldrei skáka í því skjóli, að fundurinn byrji ekki á tilsettiun tíma. Fundarmenn elga að vera hljóðir og kyrrlátir í fundarsal. Þeir mega ekki vera með hvíslingar eða samtöl í hálf- um hljóðum. Þeir eiga að sitja kyrrir í sætum sínum, en ekki vera með ráp fram og aftur. Geri fundarmaður ó- þarfa hávaða eða ærsl, er rétt að víkja honum af fundi. Óski fundarmaður að taka til máls, biður hann fundar- stjóra um orðið, og á ekki að byrja að tala fyrr en fundarstjóri hefir veitt honum orðið. Fundarmaður á að vera prúðmannlegur og varast að nota per- sónuleg eða meiðandi ummæli. Fund- armaður er skyldur til að hlýða boði og banni fundarstjóra. Fundarmaður á ekki að skorast undan að taka þátt í venjulegum fundarstörfum, t. d. vera í nefnd, nema gildar ástæður séu til. Allir fundarmenn eiga að gera sér far um að kryfja til mergjar það verk- efni, sem liggur fyrir fundinum. Þeir eiga ekki að greiða atkvæði hugsunar- laust. Ef þeim finnst eitthvað óljóst, eða þeir skilja ekki eítthvað, eiga þeir að koma fram með fyrirspurnir á með- an á umræðunum stendur. Hins vegar eiga þeir ekki að bíða með það, þangað til atkvæðagreiðslan fer byrjuð. í næsta kafla verður drepið á fund- arstörfin, framsögu og umræður. í þriðja kafla verður svo rætt um at- kvæðagreiðslur og kosningar. Ól. Jóhannesson. Húsmæður! — Ef þér viljið fá fljótvirk og endingargóð hreingerningar- meðöl — þá munið eftir að biðja kaupmenn yðar um: Reflex-SJálfglJáa, Reflex-Gólfbón, Reflex-Blettavain, Reflex-Mfirrolin, Reflex-Bónolín. Lakk-og málningar U ADDA verksmlðjan n/\IV.Jr Málvöndun í síðasta tölublaði minntist ég á nokkur sérnöfn, sem oft eru rangt beygð. Skulu nú athuguð nokkur fleiri nafnorð, sem oft er misþyrmt í beyg- ingu, bæði í ræðu og riti. Fyrst er að nefna orðið læknir og önnur orð, sem beygjast eins, svo sem samnöfnin vísir, einir, víðir og sérnöfnin Sverrir, Grett- ir, Geysir o. fl. Orðið læknir beygist þannig: Nf. læknir, þf. lækni, þgf. lækni, ef. læknis. í fleirtölu: Nf. læknar, þf. lækna, þgf. læknum, ef. lækna. Segja má, að flest- ir geri sér að skyldu að beygja þetta vitlaust. Menn segja næstum ævin- lega: „Hann fór að sækja lœknirinn," í staðinn fyrir — „hann fór að sækja lækninn". Einnig heyríst oft notað ef. lœknírs í staðinn fyrlr læknis. Þá fer fleirtalan heldur ekki varhluta af náðinni. FJölmargir beygja hana þannig: Nf. lœknirar, þf. lœknira, þgf. lœknirum, ef. lœknira, og ber þó enn meir á þessu í beygingu orðsins vísir. Ég býst við, að þeir séu í minnihluta, sem beygja fleirtölu þess orðs rétt, en hún beygist alveg eins og fleirtala orðsins læknir, þ. e. nf. vísar, þf. vísa, þgf. vísum, ef. vísa, og gildir einu, hvort um er að ræða vísi á klukku, berjavísi, leiðarvísi, eða hvaða samsetnlngu, sem er, þar sem nafnorðið vísir er síðari hlutinn. Þá má einnig minnast á orðin fótur og fingur, elnkum beygingu þeirra I nf. og þf. fleirtölu með vlðskeyttum greini. Hættir mörgum til að beygja- þessi orð í þessum föllum eins og þau væru kvenkynsorð, þ. e. tala um fœt- umar og fingumar í staðinn fyrir fæt- urna og flngurna. Jafnvel orðið bróðlr hefir stundum þf fleirtölu brœOurnar alveg eins og stúlkurnar, en ég vona, að menn finni, hve þetta er vitlaust og fáránlegt, og þeir, sem beygja þessi orð þannig, gera sig að athlægi í aug- um þeirra, sem betur vita. Ekki væri víst heldur úr vegi að geta lítillega orðanna faðir, nróðir, systir, bróðir og dóttir. Ég býst við, að flestir hafi einhverntíma heyrt tekið til orða eitthvað á þessa leið: „Ég bið að heilsa móSir þinni,“ eða — „ég hltti ekki systir þina heirna", eða — „ég kom til dóttir þinnar", o. fl. Þetta er al- rangt. Öll þessi orð beygjast eins í ein- tölu, og tek ég orðið móðir sem dæmi: Nf. móðir, þf. móður, þgf. móður, ef. móður. Nefnifallið endar á -ir, hin föllin á -ur. Þetta virðist ekki vera margbrotin beyging, en þó eru fá orð jafnoft rangt beygð og þessi. Ég býst við, að ekkí líði á löngu, unz menn fara að tala um „móðirmálið“ sitt og „móðirástina", ef þessu heldur áfram, að minnsta kosti væri það ekki nema rökrétt og eðlileg afleiðing þessarar bögumælgi. Að endingu vil ég svo minnast á orðið vetur. Beyging þess er þannig: Nf. vetur, þf. vetur, þgf. vetri, ef. vetrar. í fleirtölu: Nf. vetur, þf. vetur, þgf. vetrum, ef. vetra. Einkum munu það vera ef. eintölu, og nf. og þf. fleirtölu af þessu orði, sem menn eru í vandræðum með. Beygja menn orðið þá veturs í ef. eint. og í fleirt. nf. vetrar og þf. vetra. Þetta ber að varast. Orðið er eins í nf. og þf. báðum tölum, þ. e. vetur. Slikt er að vísu sjaldgæft í íslenzku, en ekki finnst mér nein ástæða til að afsaka ranga beygingu á jafnalgengu orði með þvi. Á. K. Gerist áskrilendur AÐ INGÓLFI Ostar Mjólkurostur er holl og góð fæða og ætti því daglega að vera á hvers manns borði. Ostar vorir eru viðurkenndir fyrir gæði, jafnt hér á landi sem erlendis. Vér höfum ávallt nægar birgðir af 20%, 30% og 45% mjólkurostum, af ýmsum gerðum, svo og af mysuosti. Mjólkurbú Flóamanna Selfossi “v Kaupfélög! BAULU-mjólkin er viðurkennd að vera jafn góð og bezta erlend niður- suðumjólk. Engin sú matvöruverzlun getur talizt vel birg af vörum, sem ekki hefir BAULU-mjólk til sölu að staðaldri. Heildsölubirgðir: Mjólkursamsalan Reykjavík

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.