Húsfreyjan - 01.03.1951, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.03.1951, Blaðsíða 5
hafið að stofnun félagsins. Hún var dóttir Péturs Péturssonar biskups og giftist seinna Þorvaldi Thoroddsen prófessor. Vafalítið hefur lmn verið fjölmenntuð- ust íslenzk kona um sína daga. Á ung- ling8árunum hafði hún lilotið kennslu móður sinnar, Sigríðar, dóttur Boga Bene- diktssonar ættfræðings á Staðarfelli, í hannyrðum, tóskap og saumum og þar að auki í tungumálum og að leika á hljóðfæri. Síðan hafði hún siglt til Dan- merkur og m. a. stundað nám í málara- list hjá frægum málara og meðal mál- verka, sem liún gerði, var Þingvallamynd, sem vakti athygli á sýningu í Kaupmanna- höfn árið 1895. Sömuleiðis hafði liún dvalið í Englandi og Skotlandi. Henni er lýst þannig, að hún gengi ótrauð að öllu, er henni var kappsmál að koma í verk og með „þráanum og lipurðinni“ kæmi hún sínu fram. Yngst þeirra þriggja í forstöðunefnd- inni, var: Jarþrúður Jónsdóttir. Hún var dóttir Jóns Péturssonar liáyfirdómara og fyrri konu hans Jóhönnu Sofíu Bogadóttur. Voru þær Þóra biskupsdóttir og hún bæði bræðra- og systradætur, enda margt áþékkt um gáfur þeirra og menntun. Um hana segir: Ung hafði hún drukkið í sig margvíslegan þjóðlegan fróðleik, var Eddufróð og orðliög á íslenzka tungu og lék sér að ljóðagerð. En síðan fékk hún tækifæri til að framast erlendis, bæði í Danmörku og Skotlandi, og varð hún þá með afbrigðum vel að sér í erlend- um tungum, dönsku, ensku og frönsku, og víðlesin í bókmenntum stórþjóðanna. Svo haldgóð var þekking hennar í ýms- um bóklegum greinum, að lienni var falin kennsla í þeim í Kvennaskólanum í Reykjavík, en slíkar greinir liöfðu að- eins karlmenn kennt hér til þessa. Einnig þótti það nýlunda, er liún fyrst kvenna réðst til starfs í skrifstofu alþingis. Jar- þrúður fékkst mjög við ritstörf um dag- ana. Árið 1889 giftist liún Hannesi Þor- steinssyni, síðar þjóðskjalaverði. Um langt skeið var hann ritstjóri Þjóðólfs. Léði kona lians lionum þá oft drjúgan stuðn- ing við ritstjórnina, ekki aðeins við próf- arkalestur lieldur einnig með því að rita í blaðið. En um fjögurra ára skeið, kringum aldamótin, hafði hún á liendi ritstjórn kvennablaðsins „Framsókn“, ásamt Ólafíu Jóhannsdóttur, og ritaði margt í það blað. Einnig aðstoðaði hún Torfliildi Hólm við útgáfu sögunnar „Jón biskup Vídalín“ og tímaritsins „Dvöl“. Þetta eru konur þær, sem fremst standa sem brautryðjendur íslenzkrar kvenfélaga- starfsemi. En margar fleiri eru í hópn- um frá upphafi og allt fram að okkar dögum, sem vert væri að geta vegna hæfileika, dugnaðar og ósérplægni, því eins og stefnu og starfsmáta félag6Íns er háttað, er fórnarlund og dugur uppistað- an í starfsemi þess. Þessar fyrstu kven- félagskonur voru allar ungar, ungar stúlk- ur og ungar konur. Frístundir sínar, þekk- ingu, yndisþokka og æskuþrótt lögðu þær fram til þess að vinna að bættum kjör- um, þar sem þörfin var mest og þær fundu, að þær gátu einhverju áorkað, og með „þráanum og lipurðinni“ fengu þær framgengt svo mörgu til bóta, sem annars er látið ,,dankast“, eða kostar þref og þras og skriffinnskutafir af liálfu liins opinbera. Því miður er ekki liægt að telja upp nöfn allra þeirra kvenna, sem koma við sögu, til þess þarf heila bók og hún er til. En nú skulum við sjá, hverju þær hafa komið til leiðar. Alls staðar, á öllum tímum eru nóg verkefni fyrir hendi, fyrir þá, sem hafa einbeittan vilja og starfsþrek. Hinar ungu konur hófust handa með því að hittast öðru hverju allt fram að jólum, til þess að sauma fatnað handa fátækum. Auk félagsgjaldanna höfðu þeim áskotnast húsfreyjan 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.