Húsfreyjan - 01.03.1951, Page 25

Húsfreyjan - 01.03.1951, Page 25
Margaret Ilnig Thomas (greifafrú Rhondda 20 ára. Llanwern. til kvölds, klifruðum í trjánum, busluð- um í ánni, sem rann ofan dalinn fyrir neðan húsið, riðum yfir móana á litlum, þægum, íslenzkum hestum. Afi minn hafði einu sinni flutt inn 200 íslenzka hesta. Welsku hestarnir voru töluvert öðruvísi skapi farnir. Litlu krakkarnir og þeim, sem ekki var treyst til stórræða, lilutu íslenzku hestana. Það var alltaf nóg til af hestum, en stundum vantaði reið- tygi. Reglan „eftir aldri“ var látin gilda, svo ég, sem var ein þeirra yngstu, varð oft útundan. Mér var alltaf fenginn ein- liver latur „lslendingur“, og annaðhvort fékk ég svo linakk eða þá varð að ríða berbakt. Ég varð oft til athlægis, því ég var hrædd við hesta og fann mig ekki örugga nema ég gæti haldið mér duglega í sveif á gamaldags söðli. Það voru óskrifuð lög í fjölskyldunni að enginn mátti vera hræddur vlð neitt. Móðir mín reyndi að láta ekkert á því bera, en mér fannst þó alltaf að henni mundi þykja minnkunn að því, að hún væri sú eina í fjölskyldunni, sem ætti dóttur, sem væri bæði vatnshrædd og hrædd við hesta. Það reyndi að vísu ekki mikið á vatnshræðsluna í Pen Ithon, því stærsti hylurinn í ánni var ekki stærri en það, að hægt var að taka þrjú sund- tök, en svo mátti reiuia sér niður lít- inn foss beint ofan í liylinn. Það vakti mikinn fögnuð lijá okkur, en þótti ekki fara vel með sundbolina okkar. Okkur þótti öllum ákaflega vænt um Pen lthon, en þó líklega engum eins og mér, því ég var einbirni og þarna fékk ég tækifæri til að leika mér, ekki aðeins við eitt barn, vandlega valið, við mitt liæfi, heldur við 8—10 frænd- svstkini. Þetta var óumræðilegt gleðiefni. Enginn skyldi þó ætla, að mér liafi ekki þótt vænt um heimili mitt í Mon- moutshire, því Llanwern var líka yndis- legur staður. Þegar kosningar áttu fram að fara, vorum við vön að fara til Ysgyborwen, þangað, sem faðir minn liafði átt lieima. Það lá mitt í kjördæmi lians. Allan lið- langan daginn, og á hverju kvöldi, voru fundir, og að fundunum loknum var stundum blysför, og þá leysti múgurinn liesta föður míns frá vagninum og dró lnmn svo um bæinn. Þetta var óskaplega gaman, en stundum gekk of mikið á, t. d. eitt sinn, þegar einn af andstæðing- HÚSFREYJAN 25

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.