Húsfreyjan - 01.03.1951, Qupperneq 28

Húsfreyjan - 01.03.1951, Qupperneq 28
en hún komst yfir að sinna. Flestum konum í fjölskyldunni á þessu tímabili virtust vera í blóðiS borið bæfileikar til að mála, en að líkindum hefir það verið sökum þess, að það var eitt af því fáa, sem þótti við hæfi hefðarmeyja í þá daga. 4 af 5 systrum móður minnar, mál- uðu. Sjálf málaði hún líka stundum smá- myndir, svo góðar, að þær voru á aýn- ingum. En nú er varla nokkur af minni kynslóð, sem fæst við að mála. Einu sinni, þegar við vorum í Peti Ithon, hafði Janetta frænka meðferðis bók um ætisveppi. Þá tók hún bókina og allan krakkahópinn með sér út um grundir og móa og græna skóga, til að tína sveppi. Svo voru þeir nákvæmlega athugaðir samkvæmt bókinni. Hún hélt því fram að sveppir væm ákaflega liollir og góðir, það þyrfti bara svolítið hug- rekki til þess að reyna þá. Hún sagði fyrir um, hvernig ætti að matreiða þá. En þegar þeir komu á kvöldborðið, á stóru fati, alla vega litir og alla vega í laginu, hrópuðu börnin af fögnuði, en mæðurnar sátu með öndina í hálsinum, en þorðu þó ekki neitt að segja, því Janetta frænka var elzt, og allir litu upp til liennar. Börnin hámuðu í sig sveppina, og það sýndi sig, að Janetta liafði rétt fyrir sér, því enginn veiktist hvorki af eitrun né öðru. Janetta hafði tröllatrú á Jaeger prjóna- fötum. Dætur hennar voru frá hvirfli til ilja og yst til innst klæddar í Jaeger prjónaföt og notuðu prjónavasaklúta. Hún þvoði sjálf öll fötin sín (þó hafði hún þvottakonu, fyrir annan þvott), en hún gat ekki liugsað sér að láta blanda föt- um sínum innan um annarra föt, jafn- vel þó að það væri þvottur fjölskyld- unnnar. Framli. HtSFREYJAN kemur út 4 sinnum á ári. Rit8tjóri: Guðrún Sveinsdóttir, Fjólugötu 5, Reykjavík. Brcfaviðskifti varðandi afgreiðslu og inn- heimtu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur annast skrifstofa Kvenfélaga- sambands íslands, Laugavegi 18. Simi 80205. Verð árg. fyrir áskrifendur cr 15 krónur. 1 lausasölu kostar hvert hefti 5 krónur. • Gjalddagi er fyrir 1. desember. Prcntsmiðja Jóns Helgasonar. Vefnaðar- og útsaumsgerðir. milli 30—40 uppdrættir. Verð kr. 15,00. Hentugt að panta 5 eintök j eða fleiri saman. Þá fæst j 25% afsláttur. Skrifið til ' I Heimilis- iðnarfélagg íslands Skólavörðustíg 4 B Reykjavík j S I 28 húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.