Húsfreyjan - 01.03.1951, Page 20

Húsfreyjan - 01.03.1951, Page 20
Hefir reynslan sannað, að þetta gefur góðan árangur. Börnin og unglingarnir fá í slíkuin skólum önnur viðhorf til lífsins og það veganesti er verður þeim til gæfu. — Hvað gjörir íslenzka þjóðfélagið fvrir þessa ungu afvegaleiddu þegna sína! Hér eru að vísu til lög um barnavernd frá því árið 1932 og skulu barnaverndar- nefndir vera til í öllum kaupstöðum lands- ins, en skólanefndir vinna störf þeirra utan kaupstaðanna. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. Eftirlit nokkurt er haft með vandræðabörnum, en livar eru hælin eða skólalieimilin fyrir þau? öllum er það ljóst, að á meðan engin slík lieim- ili eru til í landinu, stofnanir, er taka við þessum ólánssömu börnum og veita þeim liollt uppeldi, er lítil von til þess, að störf barnaverndarnefnda beri fullan árangur. Það hefir á öllum tímum verið þannig, að konan liefir fremur iarlmanninum opin augun fyrir öllum mannúðarmálum. Sjálfsagt stafar það af því hlutverki, sem henni er ætlað, að annast um ósjálfbjarga veru, litla bamið sitt. Konur þessa lands hafa hrundið mörgu líknarstarfi af stað, svo sem sjúkrahússbyggingum, hjálp til bágstaddra mæðra og annarra o. fl. Enn í vetur voru það konur, sem báru fram á Alþingi tillögu um byggingu upp- eldisstofnana fyrir vangæf börn. Frú Soffía Ingvarsdóttir er tók sæti á Alþingi, sem varaþingmaður í hálfan mánuð, bar fram þessa þingsályktunartillögu og fékk hina tvo kvenfulltrúa vora á Alþingi, þær Kristínu Sigurðardóttir og Rannveigu Þor- steinsdóttir með sér, sem fhilningsmenn tillögu sinnar. Er þetta athyglisvert, en þó ekki ann- að en konur mega vita, að því fleiri konur, sem á Alþingi sitja, því meiri líkur eru til þess að mannúðar- og rnann- réttindamá! nái þar frain að ganga! Lög hafa oft verið samin viðvíkjandi ýmsum mannúðarmálum, rétt er það, en inn á fjárlög hafa þau sjaldan komizt. Til dæmis má nefna lög um fávitahæli frá 1936, 1. febr.: „Ríkisstjórnin sér um jafnóðum og fé er veitt til þess í fjár- lögum, að stofnuð séu: Skólalieimili eitt eða fleiri, hjúkrunarhæli og vinnuhæli fyrir fávita“. Þetta varð að lögum 1936, en nú er 1951 og hve mörg fávitaheimili eru starf- rækt í dag, hér á landi? Það er þó vitað, að fávitar eru hér svo tugum skiptir, og orð fá ekki lýst, hvílíkur kross þeir eru á heimilum sín- um, eða þær áhyggjur, sem foreldrarnir hafa þeirra vegna. Það orkar varla tví- mælis, að oft hefir stórum fjárupphæð- um verið eytt í meiri óþarfa og af meiri óhagsýni en því, að létt væri undir með þeim heimilum, er verða að sjá um vesa- lings fávita-barnið sitt. Þessum misjafn- lega vangæfu börnum og unglingum má kenna eitt og annað, eftir því hve fávita- háttur þeirra er á háu stigi. Þetta átti upphaflega ekki að verða langt mál, en ætlunin var að minna konur og aðra á þetta vandræða — en jafnframt velferðarmál þjóðarinnar. Nú er um að gjöra, að þegar þing kemur saman í haust, verði gengið svo frá, að þessu mannréttindamáli verði lirundið í framkvæmd. Orðið vangæf börn er mjög yfirgrips- mikið, nær yfir öll afbrigðileg börn og er það gott, því þá er von til að ekkert af þessum ólánssömu börnum þjóðarinnar verði út undna. Kvenfélög út um land eiga að ræða þessi mál, gjöra samþykktir, senda áskor- anir til Alþingis og brýna fyrir þing- mönnum sínum nauðsyn þessa máls er snertir ekki eingöngu Reykjavík lieldur og allt landið. 20 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.