Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 7
af áhuga og innri þörf, fyrir þá, sem vildu hlusta. Þessir hljómleikar voru oft mjög skemmtilegir, þá gafst stundum kostur á að heyra gamla og nýja tónlist, sem annars sjaldan var á boðstólum. Um jólaannir hjá okkur tveimur var tæpast að ræða. Við kærðum okkur ekki um fyrirhafnarmikinn mat. En okkur datt þó í hug að baka jólaköku. Það var mik- ill viðburður. Við fengum 1 pela af mjólk í tilefni jólahátíðarinnar. Annars höfðum við aldrei bragðað mjólk um veturinn. Hún var af mjög skornum skammti og aðeins ætluð börnum og sjúklingum. Aðfangadagskvöldið sátum við heima og nutum hvíldar og friðar. Káte var þreytt eftir volk og vinnu daganna. Það fór mjög vel um okkur. Við hlustuðum á óm jólasálmanna, sem verið var að syngja hjá fjölskyldum, annars staðar í húsinu og rauluðum sjálfar með. Við lásum, töl- uðum saman og spiluðum fjórhent eina af sinfóníum Beethovens. Jólamaturinn okk- ar var grænmeti, ávextir og hunangskök- ur, sem Þjóðverjar baka mikið um jólin og voru eitt sinn sendar út um heim og þykja mikið sælgæti. Til drykkjar höfð- um við ávaxtasafa og lindiblómate. Jólamorgun fékk ég að sjá jól í skógi. Við gengum um skógargöng, þar sem fururnar beggja megin við okkur mynd- uðu súlnagöng, beinir stofnar til beggja handa, en yfir höfðum okkar svignuðu greinarnar undan þunga mjallarinnar. Grenitrén voru ekki eins hávaxin og öðru vísi að vaxtarlagi. Þau voru með ýmsu lagi, eftir því hvernig vindinum hafði þóknast að vefja um þau mjallarmöttli. Furðulegt var hvernig skógurinn skipti litum. Brúnir stofnar, dökkgrænar grein- ar, og mjöllin, hvítust af öllu hvítu, heið- blár himinn og allt glitrandi í sól. Það var næstum ótrúlegt, að nokkra mín- útna ferð frá þessu hreina og unaðslega lífi, í fegurð og friði, væri iðandi óholl- usta stórborgarinnar, líf í kvöl og þrot- lausri baráttu. Við fórum í heimsókn til ungfrú Keller, sem var dóttir herlæknis, sem bjó þar í grennd. Heimili hennar var látlaust og virðulegt. Jólatré eru að sögn upprunn- in í Þýzkalandi. Þjóðverjar kunna líka öðrum þjóðum fremur að skreyta þau fallega. Á þessu heimili var eingöngu full- orðið fólk. 1 samræmi við það var ekkert glingur á trénu, aðeins hvít kerti og silf- urhvítt, látlaust skraut, svo fallega fyrir komið að mér varð starsýnt á það. Eitt kvöld í jólafríinu kom ungfrú Keller í heimsókn til okkar. Hún hafði meðferðis kvöldmatinn sinn, nokkrar brauðsneiðar, og ég átti fullt í fangi með að fá hana til að snæða með okkur og koma henni í skilning um, að henni væri óhætt að borða nægju sína af því sem á borð væri borið. Þannig voru kjör almennings á þessum árum, menn máttu þakka fyrir að hafa nægilegt í svanginn fyrir sig og sína, en sjaldan var nokkuð aflögu handa gestum, þess vegna tíðkaðist að taka nesti með sér í kunningjaheimsókn. Betlarar, sem börðu að dyrum, báðu ekki um pen- inga, — þeir báðu um brauð. Mér hlýn- ar enn, að hugsa um þá blessun og þakk- argjörð, sem ég varð eitt sinn fyrir frá gamalli konu, sem stóð upp við vegg, þar sem leið mín lá um. Hún var ekki að betla, ég veit ekki hvað kom að mér, en ég lét í lófa hennar eitthvað smávegis, rétt fyrir brauði eða einni máltíð. Þetta og önnur svipuð atvik komu mér í skiln- ing um, að þegar neyðarástand ríkir, eftir styrjöld og á svokölluðum friðar- tímum, á milli styrjalda, eru alltaf ein- hverjir, sem veslast upp úr hungri og eymd, og deyja drottni sínum í auðmýkt og undirgefni, en meiri hlutinn rís upp og reynir að berjast fyrir rétti sínum, og þjáningin fyllir þá heift og hatri og ár- angurinn verður ekki annar en sá, að HÚSFREYJAN 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.