Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 9
Páll Hermannsson: BLÖNDALSHJÓNIN Á HALLORMSSTAÐ I ágústmánuði s.l. hélt Samband aust- firzkra kvenna aðalfund sinn að Hall- ormsstað og minntist þar jafnframt 25 ára afmælis síns. Var einn þátturinn helgaður minningu hjónanna Sigrúnar og Benedikts Blöndal, en Sigrún var aðal- hvatamaður að stofnun Sambandsins og formaður þess á meðan ævin entist. Sunnudag 17. ágúst komu allmargar kon- ur á fundinn. Að hallandi hádegi var flutt erindi um hjónin, í trjágarði sunn- an við skólahúsið. Að erindinu loknu var gengið fylktu liði að hinum forna kirkjugarði, sem er heima við bæinn á Hallormsstað. Formaður sambands- stjórnarinnar, frú Friðrikka Sæmunds- dóttir, flutti bæn við leiði hjónanna, og lagði á það sveig úr íslenzkum blóm- jurtum. Sálmar voru sungnir á undan og eftir. Var sú athöfn öll látlaus en fög- ur og hátíðleg. Veður var unaðslegt. I slíku veðri er mikil náttúrufegurð á Hallormsstað. Gjörði hún sitt til þess, að augnablikið yrði minnisstætt og sam- boðið minningu hjónanna. Hér vinnst ekki rúm til að greina ná- kvæmlega frá ævi og störfum þessara hjóna. Verður að nægja að drepa litil- lega á fátt eitt. Sigrún fæddist að Hallormsstað 4. apr. 1883, dóttir hjónanna Páls Vigfússonar stúdents og Elísabetar Sigurðardóttur, er þá bjuggu á Hallormsstað. Páll andaðist 1885 aðeins 34. ára að aldri. Ættir þeirra hjóna eru kunnar. Páll var albróðir séra Guttorms í Stöð en hálfbróðir Björgvins sýslumanns Rangæinga. Elísabet var Frú Sigrún Blöndal. dóttir Sigurðar Gunnarssonar, eldra, pró- fasts og alþingismanns á Hallormsstað. Albróðir séra Sigurðar var Gunnar bóndi á Brekku í Fljótsdal, afi Gunnars Gunn- arssonar skálds. Elísabet bjó um áratugi á Hallormsstað, að manni sínum látn- um. Þar ólust upp börn þeirra Páls, Sigrún og Guttormur skógarvörður á Hallormsstað. Það heimili var talið í fremstu röð og þjóðleg fræði, bókleg og verkleg, höfð í hávegum. Hlaut Sig- rún þar hið bezta uppeldi, enda þótti hún sérstaklega skýr og námgefin í upp- vexti. Síðar aflaði hún sér skólamennt- unar innanlands og erlendis. Það nám stefndi einkum að sérmenntun kvenna en var jafnframt almenns eðlis, s. s. tungumál og bókmenntir. Benedikt Gísli Magnússon Blöndal var fæddur að Leirárgörðum í Borgarfjarð- arsýslu 10. ágúst 1883, sonur hjónanna Magnúsar Benediktssonar Blöndal, frá Hvammi í Vatnsdal og konu hans, Ragn- heiðar Sigurðardóttur. Benedikt missti móður sína þá er hann var 5 ára að aldri. Fór hann þá í fóstur til afabróð- ur síns, Páls Blöndal, læknis í Stafholts- HÚSFREYJAN 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.