Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 27

Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 27
Sælgæti til jólanna „Það á að gefa börnum brauð, að bíta í á jólunum“, o. s. frv. Blessuð börnin nú á tímum láta sér ekki nægja góðgætið, sem getur um í þessari gömlu vísu, þau vilja sætindi og þau fá sætindi. Hvað sem sagt er og viðurkennt um óhollustu sætinda fyrir munn og maga, þá reyna allir, sem með nokkru móti geta gefið börnum jólaglaðning, að gefa þeim eitthvað gott í munninn. Það er dálítil bót í máli, bæði gagn og gaman að geta búið til jólasælgæti heima og látið eldri börnin hjálpa til. VANILLUKARAMELLUR. 1 bolli sykur % — púðursykur 1 — síróp Vi — rjómi 1 — mjólk 75 gr. smjör eða smjörlíki, 1 tesk. vanilludropar Öllu nema vanilludr. er blandað saman í pott, hitað við hægan eld og hrært í, þangað til sykur- inn er bráðinn. Soðið áfram og hrært í, þangað til dropi af upplausninni látinn í kalt vatn, verður harður eins og karamella. Látið dropana í og losið strax í smurt grunnt tertu- mót. Þegar það er orðið kalt er það skorið í karamellur með beittum hníf, sem stinga má ofan í heitt vatn öðru hverju. SYKRAÐUR APPELSÍNUBÖRKUR. Börkur af 2—3 fallegum appelsínum er klippt- ur í fallegar Vn cm. breiðar lengjur, látinn út í foreldrar ekki að láta hjá líða að brýna fyrir börnum sínum. Reikningshald. Reglusemi ætti jafnframt að lýsa sér i þekkingu og skilningi á fjárhag heimil- isins. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og varast að lifa um efni fram. Þar sem því verður við komið þyrfti hús- móðirin að hafa með höndum ákveðna fjárupphæð til heimilisútgjalda, mánað- arlega eða vikulega. Með því móti er hægt að gera hagkvæmari kaup og áætlun um notkun fjárins. Dagleg útgjöld ætti að 1 1 af vatni + V± tesk. af salti þegar sýður, og soðið þangað til það er meyrt, en heilt, um klst. Vatninu hellt af. Sykurinn, 1 bolli eða 250 gr„ er leystur upp í dl. af vatni yfir hægum hita, börkurinn látinn út í og soðið við mikinn hita í um 20 mín„ en síðan við hægan hita, þangað til aðeins eru eftir nokkrar matskeiðar af þykkum sykurlegi. Ræmurnar eru þá teknar upp úr með gaffli, látið síga vel af þeim og kæld- ar á smjörpappír. Velt upp úr grófum strásykri eða muldum molasykri, þegar þær eru kaldar. Geymist í luktum kassa (glerkrukku). UÖÐLULENGJA. IV2 bolli sykur V2 — rjómabland eða mjólk 125 gr. steinalausar döðlur Saxaðar hnetur eða möndlur Látið sykur og rjómabland í pott, hitið við hægan eld og hrærið stöðugt í þangað til sykur- inn er bráðnaður. Aukið hitann og sjóðið, þang- að til hægt er að móta með fingrunum dropa af upplausninni, sem látinn er út í kalt vatn (ca. 15—20 mínútur). Á meðan eru döðlurn- ar klipptar í tvennt eða fernt með blautum skærum og möndlur eða hnetur saxaðar, en þeim má sleppa. Þá er döðlunum blandað í og soðið áfram í 2—3 mín. og hrært stöðugt í. Tekið af eldinum og hálfkælt. Möndlur eða hnetur lát- ið út í og hrært þangað til það er eins og þykkt jólakökudeig. Látið á deiga grisju eða smjör- pappír og mótuð þumlingsþykk, sivöl lengja. Kælt — lengjan skorin í hæfilega bita. Gott er að velta henni upp úr söxuðum möndlum eða kókosmjöli, áður en hún er skorin. skrifa á blað eða spjald, sem er á sínum stað í eldhúsinu, ásamt veski eða öskju með upphæð fyrir nauðsynjavörudagsins, og sá sem annast kaupin ritar svo jafn- óðum útgjöldin á blaðið. Um kvöldið eða snemma næsta morgun færir húsmóðirin útgjöldin inn í bók, og svo eru reikning- arnir gerðir upp í vikulokin. Það er sjálfsagt að hafa gát á fjár- munum sínum, en þegar um er að ræða fé, sem okkur hefur verið trúað fyrir, verður að gæta ítrustu varúðar og ná- kvæmni, þar má í engu skeika. Frh. HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.