Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 13
Svafn Þórleifsdóttir: Rannveig Kristjánsdóttir Hallberg Minningarorð 1 septembermánuði síðastl., barst hingað til lands frá Svíþjóð andláts- fregn Rannveigar Kristjánsdóttur. Hafði hún andast að heimili sínu í Gautaborg. Engum, sem fylgzt hafði með heilsufari hennar hin síðustu misseri, kom þetta á óvart og þó mun marga hafa sett hljóða, er fregn- in barst. Skömmu, en dáðríku lífs- starfi var lokið, engin von framar um, að Rannveigar nyti lengur við hérna megin landamæra lífs og dauða, nema að því leyti sem störf hennar og saga lifa, þótt nú sé brotið við blað. Rannveig var fædd að Dagverðar- cyi-i við Eyjafjörð, 17. dag maímán- aðar árið 1927. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sesselía Eggertsdóttir og Kristján Sigurðsson, kennari við barnaskóla Akureyrar og bóndi að Dagverðareyri. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og kynntist því þegar á bernskuárum sveitalífinu, enda varð þess oft vart á þroska- árum hennar, hve nátengd hún var sveitabúskapnum og hversu vel hún skildi lífsviðhorf og lífskjör þess fólks, sem þar elur aldur sinn. Að loknu barnaskóla- námi hóf Rannveig nám við Mennta- skóla Akureyrar og lauk glæsilegu stúd- entsprófi úr stærðfræðideild skólans vor- ið 1938. Sama ár hóf hún nám við há- skólann í Kaupmannahöfn, en hvarf það- an eftir ársdvöl. Hafði hún þá tekið þá ákvörðun að helga starfskrafta sína mál- éfnum heimilanna, einkum þó starfssviði húsfreyjunnar. Fór hún til Sviþjóðar og iA; , > -• '! Rannveig Kristjánsdóttir. lagði þar stund á húsmæðrakennaranám og lauk þar kennaraprófi í þeim fræðum. Árið .1942 kom hún heim til Islands aftur og varð þá þegar kennari við Hús- mæðrakennaraskóla Reykjavíkur. Árið 1944 hefst nýr þáttur í sam- tökum kvenna hér á landi. Á því herr- ans ári hlýtur Kvenfélagasamband Is- lands í fyrsta sinni svo ríflegt fjárfram- lag úr rikissjóði, að sambandið sér ástæðu til að breyta að verulegu leyti starfsháttum sínum. Á auka-landsþingi það ár var ákveðið að opna skrifstofu HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.