Austurland


Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 6

Austurland - 17.08.1995, Blaðsíða 6
■ 1 J & Fjórmálaþjónusta |\ í sparisjóðanna fyrir \ ungt fólk á aldrinum |nhy ^ ”” 12-15 ára. (\ 1 Mjög góð leið fyrir ungt ' ) L* fóik til að hefja mark- | vissan sparnað og stuðla * þannig að eigin sjálf- ■fíflTífflJTTTETíTIII/ill® stæði í aeninaamálum. SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR -jyrir þijj ogþína 97 Loðnubræðsla Síldarvinnslunnar hf. Meiriháttar framkvæmdir standa fyrir dyrum NESKAUPSTAÐUR ______________Stjórn Síldar- vinnslunnar hf. ákvað fyrir nokkru að ráðast í gagngerar endurbætur á loðnubræðslunni. í spalli við Freystein Bjarnason verksmiðjustjóra kom fram að umræddar endurbætur felast einkum í því að þurrkarar bræðslunnar verða endurnýjað- ir. Samið hefur verið við norska fyrirtækið Kværner-Hetland um kaup á tveimur þurrkurum af svipaðri gerð og notaðir eru í loðnubræðslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar og hjá SR-mjöli á Seyðisfirði. Að auki hefur verið ákveðið að kaupa eitt viðbótar- þrep í soðeimingartæki verk- smiðjunnar. Nýjar mjölkvarnir og mjölkælir verða einnig sett í Gassprenging SEYÐISFJORÐUR Helga Sigmars NS hefur verið á dragnótarveiðum í sumar. Tveir menn eru í áhöfn, bræð- umir Alfreð og Haraldur Sig- marssynir, sem eru eigendur og útgerðarmenn. Þeir voru nýlega lagðir af stað í róður um lágnættið sl. sunnudagsnótt þegar Harald- ur hugðist kveikja á gaselda- vélinni og hita kaffisopa. Þá varð feiknamikil sprenging og hefur leiðslan frá gaskútnum væntanlega verið óþétt. Geysimikil hitamyndurt varð og brenndust mennirnir báðir verulega, Haraldur þó miklu meira. Peim tókst að sigla bátnum að bryggju en þar höfðu þeir bílinn sinn og komust á sjúkrahúsið til að fá læknishjálp. Haraldur var strax sendur á Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað. Paðan var hann síðan fljót- lega sendur á Landsspítalann, þar sem aðgerð var framkvæmd. Hann hlaut 2. stigs brunasár og hefur einnig átt í nokkrum erfiðleikum með öndun. Haraldur komst af gjörgæslu síðdegis á mánu- daginn. Alfreð slapp betur og er hann á sjúkrahúsinu hér á Seyðisfirði og lfður þokkalega vel eftir atvikum. Báturinn er iítið skaddað- ur, en allt lauslegt neðan þilja var á tjá og tundri eins og ein- hver hefði gengið berserks- gang. JJ Slippfélagiö Málningarverksmidja SIMI: 588 8000 verksmiðjuna. Pessufylgir mik- ill búnaður sem viðkemur sjálf- virkni og eftirliti en nýju tækj- unum er stjórnað með skjá- myndakerfi. Endurnýjun á raf- magnstöflum í verksmiðjunni fylgir því með í pakkanum. Til þess að koma nýja búnað- inum fyrir verður farin sú leið að byggja nýtt hús austan við núverandi verksmiðjuhús. Þurrkurunum verður komið fyr- ir í nýbyggingunni sem verður um 800 fermetrar að flatarmáli. Til samanburðar’ má nefna að gamla verksmiðjuhúsið er um 1700 fermetrar og nýbyggingin því tæplega helmingur af gólf- fleti eldri byggingarinnar. Ný- byggingin verður hinsvegar tals- vert hærri en núverandi verk- smiðjuhús. Skipulag þessara fram- kvæmda miðar að því að ekki þurfi að liggja niðri vinnsla í verksmiðjunni nema í mjög skamman tíma. Stefnt er að því að nýi búnaðurinn verði tekin í notkun næsta vor. Tíminn sem fer í að tengja á milli verk- smiðjuhúsanna tveggja ætti því að vera eftir loðnuvertíð og fyrir sumarsíldveiðar verði þær stundaðar næsta sumar. Eins og áður sagði mun starfsemi í verk- smiðjunni ekki þurfa að liggja „Bœjarbúar munu varla vita hvort verið sé að brœða eður ei eftir breytingarnar á brœðsl- unni“ segir Freysteinn Bjarna- son verksmiðjustjóri. Ljósm. SÞ niðri nema um nokkurra daga skeið. Eftir endurbæturnar er gert ráð fyrir að verksmiðjan afkasti um 1000 tonnum á sólarhring en núverandi afköst eru um 750 tonn. Þá mun verksmiðjan verða í stakk búin til að fram- leiða svokallað hágæðamjöl sem er mun verðmætari vara en mjölið sem framleitt er þar í dag. Freysteinn reiknar ekki með að breytingarnar hafi mikil áhrif á starfsmannahald í verksmiðj- unni. Pó nýji búnaðurinn sé sjálfvirkari en sá eldri þá fylgir gæðamjölsframleiðslunni meiri vinna við afurðina bæði varð- andi eftirlit og geymslu. Eftir breytingarnar telur Freysteinn að bræðslan verði orðin góð miðað við nútíma kröfur. Næsta skref í þróun verksmiðjunnar myndi vera við- bótar sjóðaralína en slíkt skref verður væntanlega ekki stigið næstu árin. Pað sem bæjarbúum kann e.t.v. að þykja mest um vert við brevtingarnar í loðnubræðsl- unni er að af þeim loknum verð- ur reykur frá henni nánast enginn. Freysteinn telur að bæjarbúar muni varla vita hvort verið sé að bræða eða ekki. Nú liggja fyrir fyrstu fyrir- komulagsteikningar af nýja verksmiðjuhlutanum og Hönn- un og Ráðgjöf á Reyðarfirði vinnur nú að hanna húsið og undirbúa byggingu þess. í haust verða hafnar byggingarfram- kvæmdir og stefnt er að því að grunnurinn verði tilbúinn fyrir veturinn. Þurrkararnir eru væntanlegir frá Noregi í mars eða snemma í apríl og verklok eru áætluð síðla vors eða snemmsumars á næsta ári. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er áætlaður á bilinu 350 - 400 milljónir króna. Aukning í viðskiptum með hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar ESKIFJORÐUR Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að viðskipti með hlutabréf í Hrað- frystihúsi Eskifjarðar hafi tekið kipp nýlega og verð þeirra hafi hækkað mikið. Þann 28. júlí seldust t. d. hlutabréf f félaginu fyrir rúmar 10 milljónir króna á genginu 2,25 og hækkaði gengi bréfanna um 0,15 frá síðustu skráningu. Viðskiptin þann 28. júlí hljóða því upp á 4,5 milljón- ir af nafnverði sem er um 2,6% af heildarhlutafé félagsins en það er um 174 milljónir króna. Smærri viðskipti með hlutabréf félagsins fylgdu í kjölfarið og hækkaði gengi bréfanna í 2,55. í frétt Viðskiptablaðsins er einnig greint frá því að rekstur Hraðfrystihússins hafi gengið mjög vel á árinu og að eftir fyrstu fjóra mánuði ársins hafi rekstrarhagnaður numið um 130 milljónum króna. Stærstu hluthafar í Hrað- frystihúsi Eskifjarðar eru Aðal- steinn Jónsson með 26% hluta- fjár, Skeljungur á 14% og Guð- laug Stefánsdóttir 14% einnig. Lífeyrissjóður Austurlands á 9% hlutafjár félagsins og Eski- fjarðarkaupstaður 7%. FAGÞJÓNUSTA í FJÓRA ÁRATUGI Sumarhjólbarðar í flestum stærðum Bifreiðaverkstæði Eyrargötu 5 Neskaupstaö S 71602

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.