Austurland


Austurland - 08.01.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 08.01.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 8 JANUAR 1998 Austurlaiid Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1532 og 894 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Aukum áherslu á baráttu gegn vímuefnum Áramótaávarp forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur vakið verðskuldaða afhygli. í ávarpi sínu fjallaði forsetinn m.a. um vímuefnavandann og sagði m.a.: "Við höfum verið stolt af friðsæld og öryggi í samfélagi okkar. Börn og unglingar gátu óttalaust farið allra sinna ferða. Ofbeldi og eiturlyf voru svo fjarri íslenskum veruleika að varla virtist hér þörf á viðnámi sem aðrar þjóðir töldu nauðsynlegt. Hin friðsæla fjölskylda var í raun myndlýsing á þjóðfélaginu öllu. Því miður verðum við nú að horfast í augu við þá staðreynd að friðsemd og öryggi samfélags og einstaklinga er ógnað úr mörgum áttum. Framandi vágestir reyna á þolrif okkar með nýj- um hætti og kunna að breyta gerð íslensks samfélags verði varn- araðgerðir ekki efldar í tæka tíð. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsókna sem sýna hve ört eiturlyfjaneysla unglinga hefur vax- ið á síðari árum. Um þriðjungur 17 ára ungmenna í höfuð- borginni hefur prófað hass og helmingur þeirra sem það gerðu 14 ára að aldri hafði þremur árum síðar neytt amfetamíns... Rannsóknir hafa sýnt að efling fræðslu og forvarna skilar ótvíræðum árangri. Aukin þátttaka í íþróttum og heilbrigðu tómstundastarfi forðar mörgum frá glapstigum. Því fleiri ár sem líða án þess að unglingur eða æskumaður neyti tóbaks eða áfengis, þeim mun líklegra er að hann eða hún komist í gegnum lífið án þess að verða fórnarlamb eiturlyfja. Við verðum að efla framlag foreldra og skóla, styrkja íþróttafélög til að auka þátttöku ungmenna í almennings- íþróttum. Rétta hjálparhönd samtökum sem leitast við að leiða fíkla og áfengissjúka um á brautir heilbrigðs lífs.... Við verðum að breyta forgangsröð stjórnvalda, Alþingis, sveitarstjórna og annarra áhrifaafla á þann veg að baráttan gegn eiturlyfjum, gegn aukinni áfengisneyslu og reykingum æsku- fólks, og óheilbrigðum lífsháttum þeirra sem eldri eru, verði fremst í forgangsröð Islendinga". Austurland tekur heilshugar undir orð forseta íslands um leið og það árnar Austfirðingum alls hins besta á nýbyrjuðu ári. G.B. Einn fullkomnasti innhringibúnaður sem völ er á Aðeins það besta ij^ fyrir Austfirðinga! ELDSMIÐURINN Traust samband Halnarbraut 36 - 760 Hófn - sími 478 1600 - webmast@eldhorn.is Stórskemmtilegt blakmót, „Fitubrennslumótið", fór fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað milli jóla og nýárs. Þar var keppt í 4 manna liðum í tveimur flokkum og tóku alls um 60 manns þátt í mótinu. Dregið var saman í lið og í betri spilara flokknum var leitast við að hafa tvo karlmenn og tvo kvenmenn saman í liði. I opnum flokki spiluðu öldungar og leikmenn í 3. aldursflokki. Sigurvegarar í þeim flokki urðu Benedikt Sigurjónsson. Laufey Oddsdóttir, Sigurður Sveinsson og Sólveig Einarsdóttir. í flokki 1. deildar spilara og 2. flokks karla sigruðu Apostol Apost- alov, Jóna Harpa Viggósdóttir, Matthías Haraldsson og Migl- ena Apostalova. Tækifærið hér skal notað og bent á að öldungablak í karla- flokki er loksins hafið. Æfingar eru á mánudögum og fimmtu- dögum og eru allir velkomnir og notuð skulu orð karlanna sjálfra: Bara við að iðka blak breytist fita í svita. Strekkist magi, styrkist bak. Strákar! Þetta eigið þið að vita. Grímur heiðraður og Þróttur Iíka I 25 ára afmælishófi Blak- sambands íslands sem haldið var 14. desember s.l. var Grímur Magnússon sæmdur gullmerki sambandsins og er það æðsta heiðursmerki sem sambandið veitir fyrir ómetanlegt framlag í þágu blakíþróttarinnar eins og segir í fréttatilkynningu frá BLÍ. I fyrsta skipti var veitt sérstök íþróttamaður Austurlands árið 1997 Vikublaðið Austurland gefur lesendum sínum annað árið í röð kost á að velja íþróttamann Austurlands og nú fyrir árið 1997. Allir austfirskir íþróttamenn eru gjaldgengir og hvetjum við hér með lesendur blaðsins til að taka þátt í kjörinu. íþróttamaður Austurlands 1997: Iþróttafélag: íþróttagrein: Atkvæðaseðlar sendist til: Vikublaðið Austurland Hafnarbraut 4 740 Neskaupstaður félagsmálaviðurkenning og féll hún í hlut Þróttar Neskaupstað fyrir framúrskarandi stefnu og framkvæmd í málefnum yngri flokka og um leið viðurkenning á miklu starfi þeirra Ólafs Sig- urðssonar og Gríms Magnús- sonar. Dagga blakari ársins Norðfirðingurinn Dagbjört Víglundsdóttir var af hálfu Blaksambands íslands valin blakmaður ársins 1997. Öll sérsamböndin innan ÍSÍ tilnefna sinn íþrótta- og afreksmann og var Dagga sem fyrr segir fyrir valinu hjá Blaksambandinu. Dagbjört Víglundsdóttir stund- ar nú nám í Reykjavík og hefur verið leikmaður með Iþrótta- félagi stúdenta síðusti tvö keppnistímabil en áður lék hún með sínu heimafélagi, Þrótti. Austurland óskar Döggu til haminju með titilinn. Næstu leikir Þróttur leikur við Sindra í fyrstu umferð Bikarkeppninnar og fara leikirnir fram á Horna- firði á laugardaginn. Þróttur R. leikur svo hér 16. og 17. janúar og hefst þá síðari hluti keppnis- tímabilsins. Austfírðingur vikunnar ,|1 %^ -------------J^______ Fullt nafn? Finnbogi Jónsson Fæðingardagur? 18. janúar 1950 Fæðingarstaður? Akureyri Heimili? Þiljuvellir Núverandi starf? Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar Önnur störf? Engin Fjölskylduhagir? Kvæntur Sveinborgu Helgu Sveins-dóttur og eigum tvær dætur, Ester og Rögnu. Einnig dóttursonurinn Finnbogi Bifreið? Ford Explorer árg. 1993 Uppáhaldsmatur? Rjúpa Helsti kostur? Vinnusemi og jafnlyndi Helsti ókostur? Vinnusemi og er stundum utan við mig Uppáhalds útivistarstaður? Við góða veiðiá Hvert langar þig mest að fara? Ganga Laugaveginn í Þórsmörk og sigla á skútu milli grísku eyjanna. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Norðurdalur í Breiðdal Ahugamál? Vinna og veiði Uppáhalds tónlistarmaður? Enginn Uppáhalds íþróttafélag? Kvennadeild Þróttar í blaki Hvað ætlarðu að gera um helgina? Fara í prufusiglingu með Berki í Póllandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.