Austurland


Austurland - 08.01.1998, Page 6

Austurland - 08.01.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 8 JANÚAR 1998 Hjörleifur Guttormsson: Hugleiðingar við áramót 1997-98 Minnisverðir atburðir Fjölmargs er að minnast nær og fjær frá því ári sem nú er liðið. Arið var gjöfult til lands og sjávar, uppgangur í fiskveiðum, bæði þorsks og loðnu svo að um munaði. Árferði var með besta móti nema vorið rysjótt. Sumarið var milt og einstök veðurblíða ríkjandi nema þar sem þoka grúfði yfir vikum saman eins og varð raunin á suðaustanverðu landinu. Sameining sveitarfélaga var fyrirferðarmikil í austfirskri umræðu á seinni hluta ársins og stærri tíðindi urðu í þeim efnum en áður. Af erlendum fréttum nefni ég tvær sem tímanna tákn. Einrækt- un sauðkindarinnar Dollý í skoskri rannsóknastöð kunngjörð í febrúar er dæmi um hraðafara en afar tvíbenta þróun í líftækni. Samkomulag í Kyoto fyrir fáum vikum um samdrátt í losun gróð- urhúsalofttegunda getur orðið þýðingarmesta skref sem stigið hefur verið til þessa í umhverfis- málum jarðar, en mörg skref og stærri þurfa að fylgja í kjölfarið. Austurland og sjávarútvegur Miklar og örar breytingar hafa orðið í sjávarútvegi og fiskiðnaði hér eystra síðustu ár. Mest fer fyrir fjárfestingum tengdum vinnslu uppsjávarfiska, loðnu og síldar, en hefðbundin frysting á bolfiskafurðum skipar lægri sess en áður. Þetta tengist bæði aukn- um afla uppsjávarfiska sem og afkomu og verðlagi. Hefðbundin landfrysting hefur ekki skilað viðunandi afkomu hjá fyrirtækj- um hér frekar en annars staðar á landinu og því hafa þau eðlilega leitað annarra leiða. Þar hafa síld og loðna eins og oft áður komið að góðu gagni fyrir Austfirðinga. Á stærstu stöðunum hefur verið fjárfest í ríkum mæli í fiskimjöls- verksmiðjum og tækjum sem tengjast frystingu afurða. Sum fyrirtæki eins og Borgey á Horna- firði hafa nær einvörðungu snúið sér að vinnslu uppsjávarfiska og önnur aukið hlut slíkrar vinnslu. Nýjar eða endurbyggðar loðnu- verksmiðjur eru nú starfandi á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Eski- firði og Norðfirði og að nokkru leyti á Vopnafirði og Djúpavogi. Knýjandi þörf er endurbyggingar fiskimjölsverksmiðja á Reyðar- firði og Höfn, m.a. vegna meng- unar, sem þó er enn alls staðar nokkurt vandamál. Fyrirferðarmest hefur upp- byggingin verið hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað sem tók í notkun nýtt og glæsilegt frystihús á árinu og hélt nýlega upp á 40 ára afmæli sitt svo eftir var tekið. Finnbogi Jónsson forstjóri Sfldar- vinnslunnar frá 1986 er vel að því kominn að vera sæmdur titlinum „maður ársins í viðskiptalífi", svo farsæl þróun hefur átt sér stað í fyrirtækinu undir hans forystu. Kemur það raunar ekki á óvart þeim sem kynntist hæfileikum hans og atorku sem deildarstjóra í iðnaðarráðuneytinu fyrstu árin eftir að hann kom frá námi erlendis en einnig þar glímdi hann við flókin og stór verkefni. I sjávarútvegsfyrirtækjum hér sem víðar er fjöldi dugandi fólks að störfum og þeim fer fjölgandi sem hafa aflað sér góðrar mennt- unar sem nýtist fyrirtækjunum. Þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa á yfirstandandi þingi flutt frumvarp um breytingar á núver- andi lögum um fiskveiðistjórnun til að freista þess að sníða af um- deildustu agnúa kerfisins. Burt- séð frá ágreiningi um fiskveiði- stjórnunina verður ekki annað sagt en að þorra austfirskra sjáv- arútvegsfyrirtækja hafi á undan- fömum árum tekist að laga sig að ríkjandi kerfi og náð árangri inn- an þess. Atvinnuþróun og ráðgjöf I atvinnuþróun er þekking meira en nokkru sinni forsenda þess að vel takist til, bæði í uppbyggingu og þróun fyrirtækja og í rekstri þeirra. Þetta á jafnt við um fyrirtæki sem byggja á nátt- úruauðlindum eins og landbúnað- ur og sjávarútvegur sem og þau sem sinna þjónustu af marg- breytilegu tagi. I ferðaþjónustu nýta menn hvoru tveggja, náttúr- una sem skapar aðal aðdráttar- aflið og síðan fylgir vinna við þjónustu og sköpun afþreyingar fyrir ferðamanninn. Góð undir- stöðumenntun og sérhæfing á ýmsum sviðum er orðin sjálfsögð forsenda í atvinnulífi og því eru skólar allt frá leikskóla til háskóla gildari hlekkur í samfélagsþróun- inni en nokkru sinni fyrr. I fjórðungnum hafa smám saman verið að styrkjast þær stoðir sem þarf til að hlúa að ný- sköpun. Drjúgur hluti þróunar- starfs gerist í fyrirtækjunum sjálf- um, því meira því betra og í því efni er sígandi lukka oft best. En þess utan þarf ráðgjöf og aðgang að fjármagni, ekki síst til að stuðla að nýmyndun fyrirtækja og aðstoð við einstaklinga sem hefja vilja atvinnurekstur. Það var í því skyni að komið var af stað iðn- ráðgjöf í landsfjórðungunum með lögum árið 1980 en af henni og atvinnuþróunarsjóðum heima fyrir hefur nú sprottið víðtækt þróunarstarf. Við hafa bæst skrif- stofur á vegum Byggðastofnunar sem og sjálfstæðar stofur verk- fræðinga, skipulagsfræðinga og arkitekta. Nýjasti meiðurinn á þessum stofni eru náttúrustofur í kjördæmunum, þar á meðal ein hér austanlands. Allt eru þetta ánægjulegir vaxtarsprotar, og mikil breyting hefur orðið í þessum efnum síðustu áratugi. Mér er minnisstætt að þegar ég kom frá námi og settist að austan- lands á sjöunda áratugnum voru engir háskólamenntaðir menn fyrir í fjórðungnum utan þeir sem sátu í opinberum embættum. Kyoto-samkomulagið vegna loftslagsbreytinga Áhyggjur af loftslagsbreyting- um eru ekki nýjar af nálinni. I ritinu Vistkreppa eða náttúru- vemd, sem út kom árið 1974, segir í umfjöllun undirritaðs um mengun af brennslu lífrænna efna: „Talið er að koldíoxíðmagn andrúmsloftsins hafi aukist um 10% frá síðustu aldamótum, fyrst og fremst vegna orkunotkunar. Áframhaldandi þróun í þessa átt gæti haft stórfelld áhrif á veðurfar og vistskilyrði jarðar, þótt enn vanti okkur þekkingu til að kveða með vissu upp úr um afleiðing- amar.“ Fyrir um áratug hóf sérfræð- inganefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna störf við að meta afleið- ingar vaxandi mengunar loft- hjúpsins. Álit nefndarinnar leiddi til þess að gerður var alþjóða- samningur vegna loftslagsbreyt- inga 1992 og var ísland 5. ríkið til að undirrita hann á Ríó-ráðstefn- unni það ár. Sá samningur hafði ekki að geyma lagalegar skuld- bindingar en iðnríkin lofuðu að stefna að því að losa ekki meira af gróðurhúsalofttegundum árið 2000 en var árið 1990. Aðeins fá ríki munu standa fyllilega við það stefnumið, ísland til dæmis fara 16% yfir þessi mörk um aldamót. Eftir gerð samningsins hafa hrannast upp frekari vísbendingar sem knúðu iðnrfldn nauðug viljug til þess í Kyoto að fallast á skuld- bindandi aðgerðir um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Víðtækt sammæli er um nauðsyn slíkra aðgerða, en samt er skrefið sem nú er í sjónmáli afar stutt og langtum róttækari aðgerða þörf. Til að jafnvægi náist um miðja næstu öld er talin þörf á að losun gróðurhúslofttegunda hafi þá dregist saman um 60% á heildina litið, en samkomulagið í Kyoto felur aðeins í sér að meðaltali um 5% samdrátt hjá iðnríkjum á næstu 15 árum og á sama tíma bætist í mengun frá þróunarríkjum. Hörmulegur málatilbúnað- ur íslenskra stjórnvalda Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir því og við íslendingar að sammæli verði um róttækar að- gerðir gegn loftslagsbreytingum, því að í húfi getur verið hvort á Islandi verði byggilegt í framtíð- inni. I ljósi þessa hefðu Islending- ar átt að vera fremstir í flokki þeirra sem áherslu lögðu á bind- andi samning um niðurskurð í að- draganda Kyoto-fundarins, þó svo að okkar sjónarmiðum væri að öðru leyti haldið til haga. Þessi var ekki raunin. Islenska sendi- nefndin fór til Kyoto með bundn- ar hendur af hálfu rfldsstjómar- innar að öðm leyti en því að henni var gjört að krefjast þar undan- þága fyrir Islands hönd. Reynt skyldi að fá allsherjar undanþágu fyrir mengun frá stóriðju hérlend- is en að öðrum kosti heimild til stórfelldrar aukningar á losun á meðan öðmm er ætlað að draga saman! Forsætisráðherra nefndi allt að 60% aukningu í því sam- bandi á meðan á Kyoto-fundinum stóð. Niðurstaðan varð 10% aukn- ing mengunar Islandi til handa, meira svigrúm að tiltölu en nokk- urt annað þróað ríki fékk í sinn hlut. Samt má skilja á ráðherrum rfldsstjórnarinnar að ekki sé nóg að gert og óvíst sé að Islendingar standi að Kyoto-samkomulaginu nema mun meira mengunarsvig- rúm komi í hlut Islands. Ljóst hefur verið frá því að ís- land staðfesti Ríó-samninginn um loftslagsbreytingar að hér væru ekki efni til mikillar hvað þá stórfelldrar aukningar orkufreks iðnaðar. Við þessu skellti ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar skolla- eymm og hugðist samkvæmt fram- kvæmdaáætlun sinni vegna Ríó- samningsin haustið 1995 taka sér einhliða rétt til aukinnar stóriðju. Þannig söfnuðust upp stóriðju- áform á borði iðnaðarráðherrans sem ef til framkvæmda kæmu þýddu nær tvöföldun í losun gróðurhúsalofttegunda á kvarða viðmiðunarársins 1990. Það em þessi fáránlegu áform og vænt- ingar sem ríkisstjómin hafði vak- ið hjá ýmsum í þjóðfélaginu, sem ollu því að umhverfisráðherrann var settur út í hom og aðrir ráð- herrar gáfu forskrift um kröfu- gerðina fyrir Kyoto. Málflutningur íslenskra stjórn- valda til að réttlæta kröfugerð sína er í meira lagi skothentur. Því er meðal annars haldið fram að ísl- endingar losi langtum minna af gróðurhúsalofttegundum en gerist og gengur hjá vel stæðum rflcjum. Sannleikurinn er sá að losunin hérlendis var samkvæmt nýlegri skýrslu umhverfisráðherra talin nema 8,6 tonnum á mann árið 1995 sem er nálægt meðaltali á íbúa í ríkjum Evrópusambands- ins. Sú þjóð ESB sem minnst los- ar, Portúgalar, eru með 4,3 tonn á fbúa og 40% viðbót til þeirra inn- an heildarramma Evrópusambands- ins gefur þeim aðeins 6,0 tonn á íbúa. Danmörk sem hefur hvorki vatnsafl eða jarðvarma losar litlu meira en Island eða 10,1 tonn á íbúa. Noregur losar ámóta og ís- land eða 8,5 tonn á íbúa og fékk í Kyoto 1 % í meðgjöf, væntanlega sem olíuframleiðslurfld. Banda- ríkin með um 20 tonna losun á íbúa leggja langmest til heildar- mengunar eða ámóta mikið og öll ríki þriðja heimsins til samans. Bandaríkin og fleiri ríki eins og Kanada og Ástralía toga upp meðaltalið. Það er alrangt og fjarri öllu lagi sem forsætisráðherra þrástag- ast á að væri mengunin í heimin- Afgreiðslustaóir Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalur Djúpivogur Hornafjörður 477- 1 190 476-1203 474- 1255 471- 1241 472- 1600 475- 1494 475-8882 475-6671 478- 8175 478-1577 Viggó ” Vöruflutningar Q) 477-1190

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.