Austurland


Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 5 Ekki yrði ég undrandi þótt ég frétti að Þorsteinn Pálsson ráð- herra hafi komið ýmsum á óvart í rabbi sínu við þá Ingólf og Áma síðkvöld eitt snemma á gó- unni. Eg skal fúslega játa að mað- urinn reyndist miklu skemmti- legri en mig hafði órað fyrir að hann ætti til að vera. Þjóðin þekkir Þorstein Páls- son sem grandvaran og íhugulan mann, sem gerir sér far um að hugsa áður en hann talar og eng- inn hygg ég dragi í efa sam- viskusemi og vandvirkni í hví- vetna. Spurningum fréttamanna svarar hann einatt af óblandinni alvöru og reynir aldrei að kreista upp úr sér einhvers konar grín um viðfangsefni þau sem á góma ber í þjóðmálaumræðunni. Sennilega hefur skoðun mín um húmorsleysi Þorsteins Pálssonar orðið til á yngri ámm hans þegar hann sat í stólnum, sem Þórarinn nokkur Vaff hefur verið að þvergumpast í nú um alllanga hríð. Þá fannst mér hann stund- um hlæja á skökkum stað, en auðvitað geta þau viðbrögð hafa stafað af feimni þeirri er hann játar opinskátt að hafa átt við að stríða. Feimnin er nefnilega enginn meðalandskoti við að fást. Það vita allir sem henni hafa kynnst. Á hinn bóginn er ég engan veginn viss um að ég sé sá eini meðal áhorfenda sjónvarps eða útvarpshlustenda, sem þær hug- myndir hafi komist inn í kollinn á að maður þessi væri ögn þurr á manninn og jafnvel dálítið leið- inlegur. Ekki síst þess vegna kom opinská og hlýleg gamansemi hans flatt upp á mig. Þegar á reyndi var hann bráðfyndinn án þess að vera að rembast við að segja brandara í tíma og ótíma, enda fékk hann ekki skopskólun í Útvarpi Matthildar á sínum tíma og hafði það af að verða fimmtugur s.l. haust án þess að láta blása fyrir sér í lúðra eða hafa uppi gauragang af nokkru tagi framan í þjóðinni. Fái Þorsteinn mörg færi á að sýna þessa hlið á sér í fjölmiðlum, sem allt eins er víst að hann noti sér ekki þótt bjóðist, en geri hann það gæti ég trúað að sjálfur félagi Davíð megi fara að biðja fyrir sér ekki síður en séra Sigvaldi í frægri sögu frá 19. öld. Innkoma þingskörungsins, stórsöngvarans og þjóðskáldsins Áma Johnsens í þátt þennan var aftur á móti listviðburður er seint mun gleymast þeim er að honum urðu vitni. Eg skal fúslega játa að ég átti í dálitlu basli með að átta mig á því hvort niðurstigning þessi minnti mig fremur á baggalút (dordingul) sem sígur ofan úr fjárhúsmæni að skoða sig um í veröldinni ellegar atriði úr bandarískri gamanmynd þar sem gleymst hefði að bregða lykkju á kaðal- inn sem glæponinn átti að hengj- ast í, en auðvitað skiptir það ekki máli þegar að er gáð. meginatrið- ið er auðvitað það að ofankoma meistarans var á sinn hátt áhrifa- mikil og þó einkum og sér í lagi táknræn þar sem „þráðurinn að ofan“ minnti sterklega á þá stað- reynd að eftir hverjar kosning- amar af öðrum um árabil hefur það orðið hlutverk Þorsteins Pálssonar að teyma þennan þing- skörung á eftir sér í einhverskon- ar auðbandi inn á löggjafarsam- komu þjóðar vorrar. Því miður er ég svo illa að mér í fagurbókmenntum og sönglist að ég get hvorki lagt dóm á skáldskapargildi kveð- skapar þess er hinn niðurstigni menningarpostuli flutti oss í þáttarlok né túlkun hans á efninu og er að sjálfsögðu illt við slíkt þekkingarleysi að búa, en við því er ekkert að gera. S.Ó.P. Qelmumn ? Úr austfirskum fréttum: Hver sér um fegurðarsamkeppni Austurlands þetta árið? Saga: Hvenær var fiskveiðilögsagan færð út í 200 mílur? Dægradvöld Nefnið tvö leikrit e. Ólaf Hauk Símonarson? Vísindi: Hvað heita reikistjörnurnar (í réttri röð frá sólu)? Almennt: Hvenær kom fyrsti bíllinn til íslands? Fyrir börnin: Hvað heita ræningjarnir þrír í Kardimommubænum? Svör sendist til Vikublaðsins Austurlands, Hafnarbraut 4, pósthólf 75, 740 Neskaupstað og verða þau að hafa borist fyrir miðvikudaginn 11. mars. Samskonar getraun verður síðan áfram í næstu blöðum. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum á fjögurra vikna fresti. verðlaun er geisladiskur að eigin vali frá versluninni Tónsþil í Neskauþstað „Ég er hættur! Farinn!" frumsýnt á Egilsstöðum Getur Keiko lifað við íslandsstrendur? Á heimasíðu Morgunblaðsins 10. mars sl. birtist klausa þar sem fram koma efasemdir um að Keiko, háhyrningurinn frægi, geti lifað við Islandsstrendur. Þar kemur m.a. fram að í bæklingi sem bandaríska sjávar- útvegsstofnunin gefi út komi fram að árangur tilrauna til að sleppa sjávarspendýrum í upp- runalegt umhverfi sé ekki góður. Margir höfrungar hafi fundist dauðir eða illa haldnir eftir að þeim hafi verið sleppt í uppruna- legt umhverfi. Diane Hammond, talsmaður Frelsið Willy Keiko stofnunar- innar, sagði að svo stöddu ein- ungis vitað að Keiko gæti lifað í sjávarkví eða lokuðum fírði þar sem séð væri um hann. Ástæðan væri meðal annars sú að ekki væri vitað hvort hann yrði fær um að eiga samskipti við önnur dýr af sinni tegund og því væri erfitt að meta hvort hann gæti bjargað sér í vistkerfi hafsins. Ekki er ætlunin að sleppa Keiko fyrr en vísindalegar rannsóknir sýna að hann er fær um að bjarga sér sjálfur. Fyrsta stigið er að koma honum í sjávarkví í Norður-Atlandshafi og síðan getum við kannað hvort hann geti aflað sér fæðu og lifað án aðstoðar. Fyrr verði honum ekki sleppt. Sea World í San Diego í Kalifornfu ætlar að sleppa ungum hvali 18. mars næstkom- andi og spennandi verður að fylgj- ast með hvemig það gengur. v/(V 1 r • >■": ■ ■).+ , Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi síðastliðið laugar- dagskvöld leikritið „Ég er hœttur! Farinn! Ég er ekki með i svona asnalegu leikriti“ eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdótt- ur í leikstjórn Guðjóns Sig- valdasonar. Um 20 manns leika í sýningunni. Fullt hús var á frumsýningunni og virtust gestir skemmta sér hið besta. A.m.k. sex sýningar eru eftir þannig að enginn œtti að þurfa að láta þennan merka menningarviðburð fram hjá sér fara. Ljósm. sbb

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.