Austurland


Austurland - 14.05.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 14.05.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 14. MAI 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á AusturJandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) 8 4771383 og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður 8 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Skólastefna í febrúar í vetur lagði menntamálaráðherra Björn Bjarnason fram nýja skólastefnu „Enn betri skóli". í hinni nýju skólastefnu er tekið á ýmsum þáttum og eru menn ekki á eitt sáttir um vægi hinna ýmsu greina s.s. listgreina, val á fyrsta tungumáli o.s.frv. í skólastefnunni er talað um að mæta sérþörfum nemenda með öflugri greiningu í upphafi skólagöngu og foreldrum verði boðið að Mta þau taka próf sem greini lestrarörðugleika. Þessari stefnu fagna jafnt foreldrar sem kennarar. Ymsar rannsóknir erlendis sýna að með því að gera nákvæma greiningu í upphafi skólagöngu og kennsla byggð á niðurstöðum þeirrar greiningar, geti komið í veg fyrir stuðningskennslu síðar meir á skólagöngunni. Ýmsar athuganir í íslenskum skólum benda til þess að 20-30 % nemenda þurfi á stuðningskennlu að halda í dag. Með markvissrí kennslu í Iitlum hópum er talið að hægt sé að koma þessari prósentu niður í 3-6%nemenda. Markvissar fyrirbyggjandi aðgerðir komu öllu samfélaginu til góða. Engin slík stöðluð greining, miðuð við íslenskan veruleika, er til í dag. Það tekur 2-3 ár að staðla slíkt greiningartæki. í framhaldi af því vantar svo góð kennslugögn og kennslu- áætlanir. Menntamálaráðuneytisins er að sjá um greiningartækin og kennslugögnin en sveitarfélaganna er svo að framkvæma og leggja til kennslutímamagnið. Fleiri tímar til sérkennslu á fyrstu árum skólagöngunnar munu skila sér þegar fram líða stundir. En ekki er nóg að hafa gögnin og áætlanirnar. Það verða líka að vera til staðar vel menntaðir kennarar. Mikil ólga er meðal kennara eftir síðustu kjarasamninga. Kennarar með mikla starfsreynslu telja sig hafa borið allt of lítið úr býtum. Árið 2002 á grunnskólinn að vera orðinn einsetinn. Mörg sveitarfélög þurfa að fara út í miklar og dýrar framkvæmdir til þess að það geti orðið. Nýir og vel útbúnir skólar eru til lítils ef sú stétt sem þar á að starfa telur að starf þeirra og menntun séu lítils metin. Á síðasta ári gekk ekki vel að manna skólana, Fjöldi leiðbeinenda eykst stöðugt jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Útlitið á þessu ári er ekki bjartara en var í fyrra. Margir reyndir kennarar hverfa nú úr skólunum og leita sér að annarri vinnu. Kennaramenntaður einstaklingur er þónokkurs metinn á almennum vinnumarkaði, þó að blaðið „Bærinn okkar", sem sjálfstæðismenn gefa út núna fyrir kosningar, telji kennara alls ekki hæfa sem bæjarstjóraefni. Það er ljóst að það bíður mikill vandi nýrra sveitarstjórna og nýrra skólanefnda að manna skólana næsta skólaár. SLA Getraunaleikur Þróttar og Pizza 67 Nú eru tvær vikur eftir af þessum síðasta hópleik vetrarins og eru Tippverksmenn með örugga forustu með 83 stig og 3 Fuglar koma næstir með 81 stig. Eitthvað hafa úrslit leikjanna orðið öðruvísi en flestir bjuggust við því að aðeins 5 raðir komu fram hjá Þrótti með 10 réttum og þar af átti Tippverkur 4 af þeim, hinn hópurinn var Hb ráðgátur. Flestir vor með 8-10 rétta. Við skorum á tippara að klára þessa keppni með sóma og halda uppi heiðri hópsins á lokasprettinum. Eitt er víst að Fuglarnir ætla að sauma að Tippverki og freista þess að stela sigrinum á síðustu mínútunum. Staðan eftir 8 vikur er þessi. 1 Tippverkur 83 2 3Fuglar 81 3 Gufurnar 79 4LeaO 5 Hb ráðgátur 6-8 Liverunited 6-8 Trölladeig 77 76 75 75 6-8 Mamma og ég 75 9 Hundsvit 74 10-11 Pele 73 10-11 WestEnd 73 Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl. 19-21 og laugardaga kl. 10-12.30. Alltaf heitt á könnunni. Daglegar ferðir Neskaupstaðurs. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó í? Vöruflutningar 0)477 1190 Fjarðalistinn 'SVC Kynningarkvöld vvS^v fyrir ungt fólk í ** Egilsbúó föstudaginn 15. maíkl. 21.00 * Starfsemi Fjarðalistans kynnt * Ungir frambjóðendur flytja ávörp * Tónlistaratriöi * Kertaljós og huggulegheií Ath! Ókeypis sætaferðir frá Reyðarfirði kl. 20.00 frá Eskifirði kl. 20.30 Ungir frambjóðendur GLining- "-:¦ Valdið ekki sorg, hversu miklu -:-: siður ósamlyndi eða deilum... Þér eruð öll laufeins trés og dropar u eins hafs. ¦II (SSa/iá 'u lííii • "uSs <3&aháfar &Ceskaiipstad Austfirðingur vikunnar er að þessu sinni Steinþór Pétursson, sveitarstjóri Búðahrepps, í tilefni af fyrsta landsleiknum í handknattleik á Fáskrúðsfirði Fullt nafn? Steinþór Pétursson Fæðingardagur? 30. júlí 1962 Fæðingarstaður? Eskifjörður Heimili? Álfabrekka 2 Fáskrúðsfirði Núverandi starf? Sveitarstjóri Búðahrepps Önnur störf? Engin Fjölskylduhagir? Giftur og á einn dreng Bifreið? Toyota Hi-Lux árg. 1992 Uppáhaldsmatur? Rjúpur Versti matur? Gúrkur Helsti kostur? Læt aðra um að dæma það Helsti ókostur? Stress, og binda mig of mikið við vinnuna Uppáhalds útivistarstaður? Náttúra íslands Hvert langar þig mest að fara? Á marga staði en mest þangað sem ég ákveð hverju sinni Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Stórt spurt, fátt um svör. Fjölmargir staðir á íslandi Ahugamál? Fjölskyldan, útivist og íþróttir Uppáhalds handknattleiksmaður? Sigurður Valur Sveinsson Uppáhalds íþróttafélag? Þessi var erfið, Leiknir/Austri Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið handbolti? Hasar og fjör Mottó? Að hafa gaman af lífinu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.