Austurland


Austurland - 14.05.1998, Page 3

Austurland - 14.05.1998, Page 3
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 3 Golfklúbburinn byggir golfskála Golfklúbbur Norðfjarðar sam- þykkti á félagsfundi s.l. föstu- dagskvöld að hefjast handa um byggingu nýs golfskála. Ákvörð- un þessi var tekin í kjölfarið á rækilegri úttekt og samanburði á flutningi gamla skálans og við- byggingu og nýs húss. Ingþór Sveinsson, húsasmíðameistari, mun korna húsinu upp en klúbb- félagar munu eftir fremsta megin vinna innivinnuna. Hið nýja klúbbhús verður tæplega 110 m2 að stærð, byggt úr límtré og klætt að utan með stáli. Núverandi klúbbhús er eins og flestir vita, gamla flugskýlið. Það hefur þjónað golfklúbbnum vel en nú þegar golfvellinum hefur verið breytt er nauðsynlegt að færa klúbbhúsið. Ekki liggja fyrir endanlegar kostnaðartölur vegna þessara framkvæmda en ljóst er að klúbburinn þarf að taka lán til framkvæmdanna. Gamla húsið verður síðan notað sem tækjageymsla. Ókeypis smáar Tjaldvagn til sölu Combi Camp árg. 1983. Tjald og fortjald nýlegt, hjóla- búnaður fyrir íslenskar aðstæð- ur. Verð kr. 160.000. Uppl. í síma 477-1468 Bæjarkeppni í knattspyrnu Eskifjörður - Neskaupstaður Seinni hluti bæjarkeppninnar í knattspyrnu milli kvennaflokkur 1 2 Eskifjarðar og Neskaupstaðar fór fram síðastliðin 4. fl. B lið 2 3 sunnudag í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Staðan 4. fl. A lið 0 7 eftir fyrri umferðina sem fór fram á Eskifirði fyrir 3. fl. B lið 1 5 áramót var sú að Eskifjörður hafði 20 stig en 3. fl. A lið 3 2 Neskaupstaður 23 urðu eftirfarandi. stig. Úrslitin á sunnudaginn Eskifjörður - Neskaupstaður Lokastaðan í bæjarkeppninni var sú að Neskaupstaður hlaut 41 stig og Eskifjörður 29 stig. Þetta var þriðja árið í röð sem Neskaupstaður 7. fl. B lið 1 4 sigrar í þessari keppni. Þar áður hafði Eskifjörður 7. fl. A lið 3 6 unnið tvisvar og Neskaupstaður einu sinni. 6. fl. C lið 0 4 Keppnin fór vel fram og var gaman að fylgjast 6. fl. B lið 6 16 með yngstu þátttakendunum sem sumir hverjir 6. fl A lið 4 0 höfðu meiri áhuga á því sem gerist utan vallar 5. fl B lið 1 3 heldur en leiknum sjálfum. Þátttakendur voru um 5. fl. A lið 4 5 180 á aldrinum 6-16 ára. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Djúpivogur-Papey-Álftafjörður helgina 13. - 14. júní 1998 Ferðin er öllurn opin. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Laugardagur 13. júní: Lagt verður upp frá Shell-skálanum á Reyðarfirði kl 08:30, tengirúta frá Neskaupstað (Söluskála OIís) kl 07:30 og frá Egilsstöðum (Söluskáli KHB) kl 08. Frá Reyðarfirði verður ekið suður með fjörðum og komið til Djúpavogs um hádegi, þar slegið tjöldum eða gist á Hótel Framtíð eftir eigin vali. Sigling út í Papey með ferju fyrir þá sem vilja kl. 14 og litast þar um undir leiðsögn. Önnur ferð á sunnudagsmorgni ef með þarf. Verð kr. 1800 á mann, hálft gjald fyrir börn 7-12 ára. Gönguferð um þorpið og nágrenni. Kvöldvaka í Löngubúð kl. 21 þar sem verða fjölbreytt skemmtiatriði. Sunnudagur 14. júní: Kl. 10 ekið um Hamarsfjörð og Alftafjörð og iitið inn í Hofsdal og Geit- hellnadal. Brottför til baka frá Djúpavogi kl. 15 og ferðalok um kl. 20. Fólk þarf að vera vel búið til útivistar og stuttra gönguferða. Nesti eftir eigin vali. Kostnaður: Rútu- og þátttökugjaid er kr. 3.000 fyrir fullorðna, hálft gjald fyrir börn 12 ára og yngri. Svefnpokapláss Hótel Framtíð kr. 1.000. Uppbúið herbergi fyrir tvo kr. 4.000. Eins manns herbergi kr. 2.500. Morgunverður kr. 550. Tjaldstæði við hótelið kr. 500. Þeir sem ætla í ferðina eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og ekki síðar en 5. júní hjá Ferðamiðstöð Austurlands Egilsstöðum, sími 471-2000. Alþýðubandalagið á Austurlandi AÐALFUNDUR félags fatlaöra á Norðfirði vcrðnr halditm fnnntu- daginn 21. maí 1998 kl. 14.00 í húsi Sjálfsbjargar Egilsbratit 5 Neskaupstað. 1. Venjtdeg aðalfundarstöif 2. Önur tnál þ.á.nt. hústnál ogframtíðfélagsins Sérstaklega viljnm við bjóða velköinna Eskfrðinga, Reyðfrðinga og alla þá setn hafa álmga á starj't Sjálfsbjargat: Stjómin Vinnuskóli Unglingar fæddir '82, '84 og '85, sem ætla að starfa í Vinnu- skólanum í sumar eru beðnir að skrá sig á bæjarskrifstofunni 19. og 20. maí. Bæjarverkstjóri Handavinnusýning Sýning á handavinnu úr tómstundastarfi eldri borgara í Neskaupstað veröur í Breióabliki laugardaginn 16. maí kl. 14.00 -17.00 sunnudaginn 17. maí kl. 14.00-16.00 Kaffisala veróur á laugardag Félagsmálastjórinn í Neskaupstaö Jarðarför Pálína Ásgeirsdóttir Blómsturvöllum 16 INeskaupstað verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 14.00. Aðstandendur

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.