Austurland


Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 25.06.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. JUNI 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgcfandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson S 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhom.is Austuriand er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Samfylkingar er þörf Á næstu vikum ræðst hvort félagshyggjuöflunum tekst að stilla saman strengi sína fyrir komandi alþingiskosningar. Margt bendir til að næstu alþingiskosningar geti ráðið miklu hvað varðar möguleika félagshyggjufólks til að hafa áhrif á mótun hins íslenska samfélags á næstu öld. Unnið er að samstillingu málefna í starfshópum sem myndaðir eru af fulltrúum þeirra stjórnmálaafla sem nú mynda stjórnarandstöðu á Alþingi. Þessi málefnavinna mun ráða úrslitum um hvaða leið verður valin inn í framtíðina. Enginn efast um að milli þessara flokka og innan þeirra eru skiptar skoðanir um mörg mál. Hins vegar skiptir mestu að þeir geti stillt saman strengi í hinum stærri málum sem móta innviði samfélagsins, þ.e. hvernig breyta megi samfélaginu þannig að það mótist af jöfnuði og samhjálp í stað óréttlætis og græðgi þeirra sem mest hafa fyrir. Til að árangur náist þurfa allir sem taka vilja þátt í því háleita markmiði að breyta samfélaginu í anda félagshyggju að nálgast verkefnið opnum huga, án for- dóma og með umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra að leiðarljósi. Ef slík viðhorf ráða för eins og víða var í sveitarstjórnar- kosningunum í síðasta mánuði þarf ekki að spyrja að leiks- lokum. Sameinuð félagshyggjuöfl munu án efa verða mótandi afl á nýrri öld og snúa allt of langri vamarbaráttu félagshyggju hér á landi í sigurvissa sókn jafnaðarstefnunnar. Hinn gamli draumur um sameiningu vinstri manna getur verið skammt undan ef rétt er á málum haldið og þannig gætu upphafleg mark- mið Alþýðubandalagsins náð fram. Undanfarnir mánuðir hljóta að vera ákveðið leiðarljós inn í framtíðina. Um allt land hefur grasrótin í þeim stjórnmálaflokk- um sem kenna sig við félagshyggju unnið saman í sveitar- stjórnarkosningum og náð víða mjög góðum árangri en alls- staðar átt ánægjulegt og gott samstarf. Sá landshluti sem sker sig úr fyrir bestan árangur er Austurland þar sem félagshyggjufram- boð í þremur stærstu sveitarfélögunum með um 2/3 hluta íbú- anna náði um 40% af atkvæðamagninu. Mikil og sterk rök þarf til að taka ekki mið af slíkum vís- bendingum og gera ekki raunhæfa tilraun til samfylkingar í anda þess sem grasrótin framkvæmdi í sveitarstjórnarkosningunum. Það er verkefni forystu félagshyggjuflokkanna á næstu vikum að stilla saman strengi á þann hátt að tryggt verði að samfylking félagshyggjuflokka verði að raunveruleika í næstu alþingis- kosningum. Þannig er hægt að tryggja áframhaldandi samstarf þeirra sem tóku höndum saman í anda félagshyggju í vor til að skapa eitthvað til framtíðar. Dagaita 18. - 20. júní síðastliðin var stœrstur hluti stjórnar BSRB á ferð um Austurland. Tilefni heimsóknarinnar var að heimsækja fyrirtœki og stofnanir á Austurlandi, kynna sér starfsemi þeirra og skoða sig um. Alls var AT|_____í | það 15 manna hópur sem tók þátt íferðinni, 14 stjórnarmenn í BSRB og einn starfsmaður. Ljósm. as Ekki gleyma að fara með fötin í hreinsun. Við höfum opið virka daga frá k[. 12.45 - ió.oo Lækurinn Egilsbraut 'Uní Kjarni trúarinnar er fœð orða og gnœgð dáða; sá sem segirfleira en hann framkvœmir, veit með sanni að dauði hans er betri en lif hans. ð? ■ Opið hús aó Þiljuvöllum 29 öll mánudagskvöld Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Þórarinn Sigurbergsson Fæðingardagur? 14.11 ,’82 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Gilsbakki 2, Neskaupstað Núverandi starf? Vinn í frystihúsi SVN en er í skóla á veturna Fjölskylduhagir? Ólofaður Uppáhaldsmatur? Svínakjöt Versti matur? Grænmeti Helsti kostur? Læt aðra dæma Helsti ókostur? Læt aðra dæma Uppáhalds útivistarstaður? Oddsskarð Hvert langar þig mest að fara? Aspen í Colorado Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi Áhugamál? Skíði, fótbolti og kajakróður Uppáhalds stjónmálamaður? Pétur Óskarsson Uppáhalds íþróttaféiag? Þróttur Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika Skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera á skíðum Leiðinlegasta sem þú gerir? Að læra líffræði Minnisstæðasta frá liðnum vetri? Landsmótið ems

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.