Austurland


Austurland - 06.08.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 06.08.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) 8 4771383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson S 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Munur á kaffi og goöu kaffi Breytum samfélaginu Oftast er sumarið ekki mjög líflegur tími í stjórnmálaumræðunni en nú bregður svo við að sjaldan hefur umræða um stjórnmál verið líflegri en einmitt nú þessa sumarmánuði. Fyrst og fremst hefur þessu ráðið annarsvegar ýmsar upplýsingar um óhóflegt bruðl með almannafé í bankakefinu og hinsvegar sú tilraun sem unnið er að til að samfylkja félagshyggjufólki. I raun tengast þessar ástæður því vænlegasta leiðin til að stofnanir samfélagsins taki mið af almannahag er að koma frá valdastólunum þeim sérhyggjuöflum sem ráða nú um stundir. Til að svo megi verða þarf tilraun um samfylkingu félagshyggjufóks fyrir næstu alþingiskosningar að takast. Á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn var í byrjun júlí sl. var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða tillaga frá formanni og varaformanni flokksins um að Alþýðubandalagið stefndi að sameiginlegu framboði með öðrum félagshyggjuöflum ef ásættanleg niðurstað fæst um stefnumið hins sameiginlega framboðs. Á fundinum fór fram mikil umræða um hver ættu að vera næstu skref á leið samfylkingar. Fyrir fundinum lágu tvær tillögur sem báðar gerðu ráð fyrir áframhaldandi tilraunum til samfylkingar. Báðar gengu tillögurnar í sömu átt og þess vegna kom mjög á óvart að einstaka stuðningsmenn þeirrar tillögu sem minna fylgi fékk á fundinum ákváðu að yfirgefa Alþýðubandalagið. Sannarlega var munur tillagnanna ekki slíkur að hann réttlætti á nokkurn hátt að stuðningsmenn þeirra ættu ekki heima í sama stjórnmála- flokknum. Næstu vikur munu ráða úrslitum um hvort þessi langþráða samfylkingartilraun tekst. Tilraun sem ef tekst mun marka varanleg spor í stjórnmálasögu þjóðarinnar og leggja grunn að breyttum viðmiðunum þar sem sérhagsmunir hinna fáu verða látnir víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þegar slíkar tilraunir eru gerðar verða allir aðilar að nálgast verkefnið með opnum hug og festast ekki í hinum smærri málum á kostnað hinna stærri. Ljóst má vera að verði ekkert að gert mun Sjálfstæðisflokkurinn stjórna áfram ríkisstjórnum í anda sérhyggju. Þeir sem slíka framtíðarsýn hafa munu að sjálfsögðu ekki taka þátt í samfylkingartilrauninni en það munu þeir ekki heldur gera sem telja einstök mál mikilvægari en það að móta samfélagið í anda félagshyggju. Alþýðubandalagið var stofnað sem tilraun til að breyta valdahlutföllum samfélagsins alþýðufólki í vil og oft hafa landsfundir flokksins samþykkt tillögur um samfylkingu með öðrum flokkum í þeim tilgangi. Aldrei áður hafa undirtektir verið jafnvíðtækar við samfylkingarhugmyndir Alþýðubandalagsins og þess vegna er ábyrgð Alþýðubandalagsins mikil. Sérstaka athygli vekur hve áhugasamir ýmsir talsmenn launafólks eru um samfylkinguna og áherslur þeirra á mikilvægi tengsla hreyfingar launafólks við sterkt afl á stjórnmálasviðinu. Sú tilraun sem nú er unnið að stefnir að því sama og Alþýðubandalagið hefu ætíð gert og þess vegna eru allir stuðningmenn Alþýðubandalagsins hvattir til að taka virkan þátt í tilrauninni svo hún megi heppnast sem best. ems í Neskaupstað er nú hægt að kaupa eðalkaffi og te í verslun- inni Nesbæ. Sigríður Vilhjálms- dóttir tók við rekstri verslunar- innar í maí síðastliðnum og hef- ur hún aukið úrval kaffitegunda mikið. Nú er hægt að fá 10 tegundir af kaffi, auk ýmissa kaffiblandna og einnig er hægt að fá margar tegundir af tei og m.a. te sem lækkar blóðþrýsting, er vatnslosandi og læknar höfuð- verk. Kaffið og teið fær Sigríður sent frá Te- og kaffibúðinni í Reykjavík sem margir þekkja úr verslunarferðum sínum til höfuðborgarinnar. Sigríður segir viðbrögð Austfirðinga hafa verið góð og greinilegt að fólk er farið að átta sig á muninum á kaffi og góðu kaffi. Sigríður Vilhjálmsdóttir í versluninni Nesbœ. Ljósm. S.Ó. Andapollur í Neskaupstað Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó g Vöruflutníngar 0)477 1190 Margir hafa rekið augun í litla tjörn sem búið er að gera í gilinu við heimavist Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Síð- ustu tvær vikurnar hafa menn svo tekið eftir því að endur eru komnar á tjörnina. Það er Sævar Guðjónsson sem hefur staðið í því að útbúa tjörnina og á hann heiður skilinn fyrir framtakið. Tjörnin getur orðið mjög falleg þegar grær vel í kringum hana og Norðfirðingar geta þá skemmt sér við að gefa öndun- um. Reyndar fækkaði öndunum eitthvað þegar óprúttnir menn tóku sig til og skutu tvær endur með loftbyssu, en vonandi er að slíkir óþokkar láti íbúa tjarnar- innar í friði í framtíðinni. Austfirðingur vikunnar Er Marías Benedikt Kristjánsson, annar umsjónarmaður Neistaflugs Fullt nafn? Marías Benedikt Kristjánsson Fæðingardagur? 22. nóvember 1972 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Óljóst, er að flytja Núverandi starf? Kennari Önnur störf? Tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Neistaflugs '98 Fjölskylduhagir? Trúlofaður og á eina dóttur Bifreið? Subaru árg. 1988 Uppáhaldsmatur? Kjúklingur eldaður á Urðarteigi 14 Versti matur? Rækjur Helsti kostur? Oftast í góðu skapi Helsti ókostur? Vakna of snemma (að mati Bjarna Agústssonar) Uppáhalds útivistarstaður? Tröppurnar heima Hvert langar þig mest að fara? Á fótboltaleik með Arsenal Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestfirðir Áhugamál? Tónlist Uppáhalds tónlistarmaður? Sverrir Hermannsson Uppáhalds íþróttafélag? K.A. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið verslunarmannahelgi? Endalausar símhringingar Mottó? Að koma jafnt fram við alla, sama hver á í hlut Skemmtilegasta sem þú gerir? Að leika við dóttur mína Leiðinlegasta sem þú gerir? Að vaska upp Minnisstæðasta úr kosningabaráttu? Ritdeilur konunnar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.