Austurland


Austurland - 06.08.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 06.08.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 6. AGÚST 1998 Ingi Þúr á leið til Bosníu ^^ £#JJ 4/0//É MÉS -¦ - r ^ ^ 1 ¦ ¦ ¦ WR } Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfrœðingur er á leiðinni til Bosníu þar sem hann mun starfa fyrir Nató. Ljósm. S.Ó. Hjúkrunarfræðingurinn Ingi Þór Ágústsson sem unnið hefur á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað síðasta árið er nú á leið til Bosníu, en þar mun hann starfa í friðargæslusveitum sam- einuðu þjóðanna. Blaðamaður Austurlands ræddi við Inga um ferðina. Hvernig datt þér í hug að sœkja um þessa stöðu? „Ég sá þetta auglýst í Morgunblaðinu og ákvað að kanna málið. Þar sem þetta er spennandi verkefni og afar góð reynsla sem á eftir að nýtast í framtíðinni ákvað ég að sækja um. Reyndar spiluðu launin líka inn í þetta en starfið er fremur vel borgað. Ég sótti um þetta fyrir síðustu jól og var alveg búinn að afskrifa að það yrði nokkuð úr þessu, en svo var hringt í mig í sumar og mér boðin staðan." Hver rœðurþig í starfið? „Það er utanríkisráðuneytið sem ræður mig en framlag Isl- ands til friðargæslusveitanna er að greiða laun tveggja hjúkrun- arfræðinga, tveggja lækna og tveggja lögreglumanna allt árið. Það er stofnun sem heitir SFOR sem stjórnar friðargæslunni og er stofnunin undir stjórn breska hersins, en hún er hluti af NATO." / hverju mun þitt hlutverk í friðargœslusveitunum felast? „Ég er í rauninni að fara að vinna sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu- og slysamóttöku, en ég mun einnig sinna fræðslu- starfi. Ég mun í rauninni vera liðsforingi í breska hernum á meðan á dvölinni stendur." Ferð þú í einhverja þjálfun áður en þúferð utan? Já, ég fer út til Bretlands 26. ágúst og verð í herbúðum í 3-4 vikur. Þar mun ég fá ýmsar upplýsingar um staðhætti, læra wiŒfemt SS@»B SKRÁNINGIÍSLENSK FYRIRTÆK11999 ER HAFIN Sífellt flciri aðilar gera sér grein fyrir niikilvægi ftarlegra upplýsinga utn starfsemi sína og hafa aldrei flciri fyrirtæki verið með skráningu í ^ bókinni lslensk fyrirtæki og á síðasta ári. Mcð öflugari þjónustu íslenskra fyrirtækja en nukkru sinni má ætla aö ljoldi tyrirtækja eigi eftir að aukast cnn mcira á þessu ári. viðamikia þjónustu á Alnctinu scm byrjar 14. ágúst. m verður jafnframl til staðar tölvutæk útgáfa af bókinni sem notendiir gcta vistað inn á tölvur sínar. LENSK TÆKI BBtai& Vertu meðog láitn skrá þig Þjónustufulltrúar okkar eru til retðu núna tíl aðsinna þöifum þtnum. Slnun 515-5631 og 515-5632 Fac 515-5599 Setfang:islenskf@frodi. is að aftengja jarðsprengjur og læra meðferð vopna, en ég mun þurfa að ganga vopnaður á meðan ég er að störfum." En hvernig brást fjölskyldan við fréttunum? „Fjölskyldan stendur vel við bakið á mér en tilfinningar þeirra eru að sjálfsögðu blendnar, ekki síst með tilliti til síðustu frétta um átök í Kosovo-héraði. Reynd- ar verð ég að vinna í öðrum hluta landsins svo að ég þarf nú ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim. Annars var móður minni einna verst við fréttirnar. Það er hins vegar engin spurning að aðskilnaðurinn við fjölskylduna verður það erfiðasta við dvölina úti. Ég vona að ég fái að fara heim um jólin en hópurinn sem var úti á sama tíma í fyrra fékk að fara heim í þrjár vikur um jólin." dauði sakleysingjans Ég fór í partý, mamma, ég mundi hvað þú sagðir mér. Þú baðst mig að drekka ekki, mamma, svo ég drakk bara sótavatn. Ég var stolt af sjálfri mér, mamma, eins og þú sagðir að ég yrði. Ég ók ekki full, mamma, jafnvel þó að hinir segðu mér að gera það. Ég veit að ég gerði það eina rétta mamma, ég veit að þú hefur alltaf rétt fyrir þér. Nú er partýið loksins búið, mamma, og allir eru að aka sína leið. Þegar ég fór inn í bílinn minn mamma, hélt ég að ég kæmist heil á húfi heim. Vegna þess hvernig þú ólst mig upp, svo ábyrga og ljúfa. Ég ók af stað, mamma, en þegar ég ók inn á veginn, sá ökumaður hins bflsins mig ekki og lenti á mér eins og bjarg. Þegar ég lá þarna á gangstéttinni, mamma, heyrði ég lögreglumanninn segja að hinn ökumaðurinn væri drukkinn mamma, en ég þarf að gjalda þess. Ég er að deyja, mamma, ég vildi að þú kæmir fljótt. Hvernig gat þetta hent mig ? Mamma, líf mitt sprakk eins og blaðra. Það er blóð út um allt, mamma, og mest af því er úr mér. Ég heyrði sjúkraflutningamanninn segja, mamma, að ég deyi bráðlega. Ég vildi aðeins segja þér, mamma, ég sver að ég drakk ekki neitt. Það var hinn ökumaðurinn, mamma, hinn ökumaðurinn gleymdi að hugsa. Hann var lfklega í sama partýi og ég. Eini munurinn var að hann drakk, en ég mun deyja. Af hverju drekkur fólk mamma? Það getur eyðilagt allt lífið. Ég finn mikið til núna mamma, eins og ég sé stungin með hnífi. Sá sem ók á mig er gangandi um, mamma, mér finnst þetta ekki réttlátt. Ég ligg hér deyjandi og eina sem hann getur gert er að stara á mig. Biddu bróðir minn að gráta ekki, mamma, segðu pabba að vera hugrakkur. Þegar ég er komin til himna, mamma, settu "pabbastelpa" á legsteininn. Einhver hefði átt að segja honum, mamma, að aka ekki drukkinn. Bara að einhver hefði sagt honum, mamma, þá væri ég ekki að deyja. Ég get varla andað, mamma, ég er hrædd. Ekki gráta mín vegna mamma, þegar ég þurfti á þér að halda, varstu alltaf til staðar. Ég verð að spyrja að lokum, mamma, áður en ég kveð. Ég ók ekki drukkin, svo af hverju er ég að deyja ?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.