Austurland


Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 París er dásamleg borg Viðtal við Hildi Þórðardóttur, flautuleikara Hildur Þórðardóttir útskrifaðist úr tónlistarskólan- I*. um í Reykjavík með einleikarapróf í þverflautuleik j£L. árið 1992. Þaðan lá leið hennar til Parísar ífram- /fiþs^ haldsnám. Hún nam fyrst við tónlistarskóla í ^- Versölum, en líkaði ekki nógu vel og flutti sig til tónlistarskóla í Muton, sem er skammt frá París. Þar líkaði Hildi afar vel og þaðan útskrifaðist hún fyrir tveimur árum með glœsilegum árangri og síðan þá hefur hún verið að reyna að koma sér áframfœri. Blaðamenn Austurlands hittu Hildi að máli og báðu hana að segjafrá lífinu í Parísarborg. Hvað ertu að gera í París? „Ég er að berjast við að lifa á tónlistinni. Nú eru tvö ár síðan ég útskrifaðist og ég hef alltaf verið í vandræðum með dvalar- leyfi síðan. Ég hef bara fengið dvalarleyfi til eins árs í senn og hef þurft að vinna ýmis störf til að fá að vera í landinu. Svo fékk ég skyndilega fimm ára dvalar- leyfi núna um daginn og það gladdi mig stórlega því nú get ég hætt að svelta sem barnapía og farið að svelta sem alvöru lista- maður." Hvernig hefur þér gengið að koma þér á framfæri? „Það hefur í raun og veru gengið ágætlega. Ég hef þó alltaf verið dálítið að skemma fyrir sjálfri mér að koma til íslands á hverju ári og velta mér upp úr grasinu eins og eitthvert náttúru- barn. Kennarinn minn varð mjög reiður þegar ég fór heim eftir að hafa útskrifast úr skólanum með gott próf án þess að fylgja því eftir. Maður verður eiginlega að vinna stanslaust í þessu til að ná langt og því hefur það háð mér að hafa þurft að vinna að öðru en tónlistinni og einnig þessar ferð- ir mínar heim á Norðfjörð á hverju sumri. Mér finnst samt mjög gott að koma heim og hlaða mig orku. Annars hefur mér svo sem gengið ágætlega. Ég kynntist gítarleikara í vetur þeim stöðum sem við lékum á. Svo var ég að frumfiytja verk eftir franskt tónskáld í vor og kynntist þá ítölskum píanóleik- ara sem er búinn að skapa sér nafn á ítalíu og er á góðri leið með að verða frægur í Frakk- landi og ég ætla að spila eitthvað með honum í vetur. Ég stefni svo á að komast í hljómsveit sem fyrst, en til þess að það gerist þarf maður að vinna tónlistar- keppnir. Það er mjög gott að vera í hljómsveit því þá hefur maður fasta atvinnu við tónlistina. I vetur mun ég einnig vinna við kennslu og það færir manni líka tekjur." Hildur Þórðardóttir með flutuna, en hún stundum íþessari stellingu síðustu árin. hefur eytt ófáum Ljósm. as og við héldum nokkra tónleika saman sem tókust mjög vel og við erum búin að fá boð um að halda aftur tónleika á öllum Bestur og efnilegastur Knattspyrnudeild Þróttar hélt lokahófsitt á dögunum ogþar voru tilnefndir besti og efnilegasti leikmaður félagsins. Bestur var kosinn Elmar Viðarsson (t.v.) og efnilegastur Valþór Halldórs- son, markmaður (t.h.). Ljósm. as Er ekki mikil samkeppni í þessum „bransa"? „Jú, það er ótrúleg sam- keppni. Ég fann þó ekki fyrir mikilli samkeppni í skólanum. Það var samt þannig að útlend- ingarnir héldu sig mikið saman og það var mjög gott á milli okk- ar, en Frakkarnir skiptu sér ekk- ert af okkur og virtust skynja okkur sem samkeppnisaðila. En svo er gífurleg samkeppni þegar skólanum er lokið og menn þurfa að fara að lifa af tónlistinni." Þarft þú ekki að œfa þig mikið? „Jú, ég æfi mig u.þ.b. sex tíma á dag. Annars er afar erfitt fyrir blásara að æfi sig mjög mikið vegna þess hvað blástur- inn er erfiður og erfitt að standa í sömu stöðunni tímunum sam- an. Svo finnst mér að maður eigi ekki að týna sér algjörlega í æf- ingum. Maður verður hafa tíma til að vera manneskja og slaka á lfka. Ég held að það geti hrein- lega komið niður á tónlistinni ef maður gerir ekkert annað en að æfa sig. Mér finnst svo margt fallegt í heiminum, bæði lifandi og dautt að ég vill ekki einblína á tónlistina. Mér finnst gott að æfa mig í nokkra tíma og fara svo í göngutúr, setjast niður á kaffihúsi og horfa á mannlífið. Svo fæ ég mér stundum frí frá æfingum á sunnudögum og tek lest eitthvað út í bláinn. En ég verð lfka að vera í góðu líkam- legu formi og líkamsæfingar eru nánast hluti af æfingaprógamm- inu mínu." Hvernig stóð á því að þú ákvaðst að fara til Frakklands í nám? „Ég var með franskan kennara í Reykjavík og hann hvatti mig til að fara til Frakk- lands. Svo er Frakkland og sér- staklega París eins og Mekka flautuleikaranna, en þar hafa í gegnum tíðina verið bestu kenn- ararnir og bestu skólarnir. Mér fannst líka franski stfllinn vera ákaflega fallegur. Maður heyrir mikinn mun á stíl eftir löndum og mér fannst sá franski vera fallegastur og mýkstur og ég var komin með grunn í honum eftir námið í Reykjavík. Þess vegna kom eiginlega aldrei neitt annað til greina en Frakkland." Hvernig gekk þér að lœra frönsku? „Ég er nú ekki búin að læra hana sérlega vel ennþá. Ég kunni ekki orð í frönsku þegar ég fór út. Ég kunni bara að telja upp í tíu og segja herra og frú þegar ég fór og því hafði ég ekki mikið til að byggja á. Franskan er stremb- ið tungumál og ég hef aldrei far- ið og lært hana skipulega í skóla. Þess vegna er frönskukunnáttan takmörkuð. Ég get bjargað mér mjög vel og haldið uppi samræð- um og sinnt kennslunni, en ég gæti varla flutt ræðu um utan- ríkisstefnu íslendinga eða eitt- hvað slíkt og ég skrifa hana ekki. Eftir því sem ég er lengur þarna finnst mér málið vera fallegra. Þeir eiga svo mörg orð til að tjá sig og sérstaklega til að tjá til- finningar. Islendingar eiga þús- und orð til að lýsa veðrinu en Frakkar eiga mörg þúsund orð til að lýsa tilfinningum sínum." Hvernig er að búa íParís? „Það er frábært. París er dá- samleg borg. Ég lifi samt engu stjörnulífi, ég borða ekki sífellt einhverja sælkerarétti og drekk rauðvín eins og sumir halda. Svo er líka hrikalega dýrt að leigja húsnæði í París. Eg bý í pínulít- illi stúdíóíbúð og ég borga fyrir það um 35 þúsund á mánuði. Ég bý skammt frá Sigurboganum í 17. hverfi sem er mjög dýrt og ég er að hugsa um að fara og finna mér íbúð í öðru hverfi, þar sem leigan er lægri og fólkið ekki eins fínt og ríkt. Það er dálítið erfitt að eignast sanna vini í París. Maður er allt- af að kynnast nýju og nýju fólki vegna þess að það er svo mikið gegnumstreymi af fólki. Menn koma og fara í nám eða vinna í nokkra mánuði eða ár og eru svo farnir. Þess vegna stend ég nú orðið dálítið fyrir utan íslendingahópinn í París. íslend- ingar hittast alltaf fyrsta föstu- daginn í hverjum mánuði ein- hversstaðar á bar og ég hef verið að minnka þátttökuna í slfkum uppákomum. Reyndar er búið að velja einhvern dálítið subbuleg- an og skemmtilegan bar til að hittast á í ár, þar sem bjórínn er ódýr og þess vegna hef ég hugs- að mér að taka einhvern þátt í félagslífinu í vetur. " Fer þessi endalausi ferða- mannastraumur í París ekkert í taugarnar á þeim sem búa þar að staðaldri? „Jú, hann gerir það vissulega. Ég gleymi t.d. ekki að ég labbaði einu sinni á eftir amerísku pari sem vaggaði eftir gangstéttinni og voru orðin rosalega pirruð, þau voru örugglega að leita sér að veitingastað. Svo sagði karl- inn allt í einu: „For Christs sake Caroline! Let's just go to McDonalds! (I guðanna bænum Caroline! Förum bara á McDon- alds!)". Þeir fara bara og borða það sem þeir eru vanir að borða og þetta er dálítið lýsandi fyrir ferðamennina, sérstaklega þá amerísku." Gœtirðu hugsað þér að búa í París til frambúðar? , Ja, kannski ef ég fengi góða vinnu. Annars er París ekkert sérlega fjölskylduvænn staður, þannig að ef ég ætlaði að stofna fjölskyldu þá er ég nú ekki viss um að ég vildi búa þar að staðaldri. En það er frábært að búa í París sem listamaður. Þetta verður mjög gott þegar ég er farin að hafa nógu góðar tekjur til að geta skroppið í burtu annað slagið, því maður getur orðið þreyttur á borginni. Eg er samt farin að sakna Parísar eftir hafa verið í burtu í tvo daga. Ég er farin að sakna hennar gífurlega eftir að hafa verið hér í tvo mánuði." Gœtirðu hugsað þér að búa hérna eftir að þú ert orðin vön lífinu í stórborginni? „Já, ég gæti kannski hugsað mér það ef ég kæmist burt í tvo, þrjá mánuði á ári út til Parísar til að halda tónleika." Hvernig koma Frakkar þér fyrir sjónir? „Þeir eru mjög lokaðir og erfitt að kynnast þeim. Ég á mjög fáa franska vini. En kannski er þetta eins og maður hefur heyrt um íslendinga, að við séum mjög lokuð, en þegar komið er inn fyrir skelina þá séum við ofsalega gott fólk. Annars eru Frakkar mjög hrifnir af íslandi. Þeir vita mjög mikið um landið og allir þekkja Vigdísi Finnboga- dóttur og mjög margir muna eftir Albert Guðmundssyni. Svo finnst mér Frakkar frekar dónalegir. Það er ekki til í þeim nein þjónustulund. Þeir sýna manni enga þolinmæði ef maður er eitthvað að vandræðast. Þetta skánar samt mikið þegar maður er farinn að geta tjáð sig á frönsku."

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.