Austurland


Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 7 Það er gaman að vinna með fðlki sem er ekki faglært Margir hafa gífurlega hæfileika sem bíða þess bara að vera uppgvötaðir Ingibjörg Björnsdóttir hefur verið ráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi Norðfjarðar. Til stendur að setja upp verkið „Rjúkandi ráð “ eftir þá brœður Jón Múla og Jónas Arnasyni og Stefán Jónsson. Ingi- björg hefur þó nokkra reynslu afleikstjórn og sérstaklega hefur hún verið dugleg að fara út á land og leikstýra hjá áhugaleikfélögum. Blaðamaður Austurlands settist að spjalli með Ingibjörgu Hvaða menntun átt þú að baki í leiklistinni? „Ég útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands árið 1978, en hafði áður stundað nám í Þjóðleikhús- skólanum, en ég hef verið á kafi í leiklist síðan ég var unglingur og ég hef unnið öll hugsanleg störf innan leikhússins. Svo lá leið mín til Hollands þar sem ég var gesta- nemandi í leiklistarskóla ríkisins og lærði leikstjóm og drama- kennslu og var ég í því námi í tvö ár. Ég dvaldi svo í tvö ár í Hollandi að námi loknu, en fannst það frekar dauflegt og ástríðuli'tið.“ Hefur þú unnið mikið við leikstjórn? „Já, ég hef unnið mikið við leikstjón. Reyndar hef ég fyrst og fremst starfað sem aðstoðar- leikstjóri í Reykjavík, en ég hef einnig farið víða um land og leikstýrt fyrir áhugaleikfélög og þeim sýningum hef ég stjómað frá a til ö. Einnig hef ég auðvitað unnið sem leikari og í rauninni er ekki til það starf innan leik- hússins sem ég hef ekki fengist við og fundist þau öll jafn skemmtileg. Ég kann afar vel við mig í þessari „farandleikstjórn". Maður fær tækifæri til að kynn- ast nýju fólki og ólíkum bæjar- félögum og virkilega reyna á sig. Það er lfka afskaplega gaman að vinna með fólki sem er ekki fag- lært og að mörgu leyti ómótað og hjálpa því að uppgvöta eigin hæfileika. Margir hafa gífúrlega hæfileika sem bíða þess bara að vera uppgvötaðir. Hjá áhuga- leikfélögunum vinnur maður líka með fólki sem hefur virki- lega ástríðu til leiklistarinnar og er að sinna henni ofan á allt annað sem það er að gera. Þetta er því ákaflega þakklát vinna sem ég hef mikla ánægju af og ég fer yfirleitt á hverju ári eitthvað út á land dl að vinna með áhugaleikfélögum. Það er afaskaplega góð tilfinning að finna hversu rnikið er stólað á mann og maður fær tækifæri til að vera allt í öllu, gefa af sér og uppskera ríkulega í staðinn“ Hvernig leggst þetta verkefni hér í Neskaupstað í þig? „Það leggst mjög vel í mig. Þetta bar reyndar mjög brátt að, en ég held ég hafi verið alveg rétt innstillt á að koma hingað. Ég ætlaði reyndar ekki að fara út á land fyrir áramót, en ég ákvað að grípa þetta verkefni þegar það bauðst. Það var ekki mikill tími til að ákveða hvaða verk ætti að setja upp en ég er mjög ánægð með stykkið sem varð fyrir valinu" Um hvað fjallar „Rjúkandi ráð “ í stuttu máli? „Það má segja að það fjalli um óreglu á öllum sviðum, vín- hneigð, fjármálaóreiðu og spill- ingu. Leikritið fjallar um ungan mann sem strýkur úr fangelsi og fremur myrkraverk fyrir háttsett- an mann í Reykjavík. Einnig Glatt á hjalla hjá liluta þeirra sem munu taka þátt í starfi leikfélagsins í vetur. Ljósm. as Nei, ekki diskótek heldur námskeiði um síðustu helgi. kemur fegurðarsamkeppni við sögu, en á þeim árum sem sagan gerist, þ.e.a.s. rétt fyrir 1960, voru fegurðarsamkeppnir sam- eiginlegt áhugamál allrar þjóðar- innar. Það er sennilega best að segja ekkert meira um söguþráðinn. Það er mikil tónlist í verkinu, en um ágæti þeirra bræðra í því fagi þarf ekki að fjölyrða, þeir eru löngu lands- þekktir fyrir lög sín og söngtexta og fólk ætti að kannast við mörg af lögunum, t.d. lagið „Fröken Reykjavík“.“ Hversu umfangsmikið er verkið? „Það eru um 14 persónur í leikritinu og þar af er einn hund- ur. Það er hins vegar rúm fyrir talsvert fleiri leikara og svo verður hljómsveit líka.“ Nú varst þú með leiklistarnámskeið um síðustu helgi. Hvernig tókst það? „Það væri nú kannski nær að spyrja þá sem voru á námskeið- inu, en mér fannst afskaplega gaman og námskeiðið ganga vel. Þetta var mjög góður og sam- stilltur hópur, allt fólk í yngri kantinum, en mér finnst gaman að vinna með fólki á öllum aldri. Þau voru ótrúlega dugleg. Ég lét þau gera erfiða hluti og þau stóð- ust álagið afar vel og lögðu sig öll fram. Það eru mjög efnilegir einstaklingar í þessum hópi.“ leiklistarnámskeið. LN stóð fyrir Ljósm. J.A.Þ. Nú er Leikfélag Norðfjarðar að vakna af löngum dvala og nýtt fólk að vinna í þessu. Hvernig finnst þér að taka þátt í svona endurreisn ? „Mér finnst alveg frábært að fólk skuli vera að endurreisa leikfélagið og ég vona bara að ég standi undir þeim væntingum sem til mín eru gerðar í þeirri endurlífgun. Ef vel tekst til þá hefur það vonandi sýnt sig og sannað að leikhússtarf er eitt- hvað sem á að vera til staðar í bæjarlífinu. En það verður að vera góð verkaskipting í þessu. Það gengur eiginlega ekki að það sé sama fólkið að leika, vinna leikmynd og stjóma öllu batteríinu því þá fá menn nóg. Það má ekki gleyma því að fólk er að bæta þessu ofan á allt annað sem það er að fást við. Þess vegna verður að dreifa störfunum við svona sýningu á marga einstaklinga svo að þetta verði ekki leiðinleg kvöð, heldur að menn geti notið þess að vera saman og skapa eitthvað. Það eru öll störfin í leikhúsinu jafn mikilvæg og það skipti öllu máli að allir sem taka þátt í starfinu séu að vinna af ástríðu." Hvaða máli heldur þú að leiklistarstaif skiptifyrir smábœi eins og þennan ? „Mér finnst það vera algjör- lega lífsnauðsynlegt. Við lifum ekki á fiskinum einum saman. Ég held að það sé algjör vítamín- sprauta fyrir svona bæi að hafa öflugt menningarstarf, sama af hvaða tagi það er. Skapandi starfsemi hleypir orku út í bæjar- félagið. Menn sofna ekki í kaffi- tímunum af því að allt í einu hafa menn eitthvað annað að tala um en nágrannann og allt í einu hafa menn eitthvað annað að gera en að horfa á sjónvarpið á kvöldin. Ég veit að hér í bæ hefur verið mjög öflugt tónlistar- líf og gróska í myndlisdnni og því ætti að vera grundvöllur fyrir öflugt leiklistarlíf því þessir þættir fara mjög vel saman og vonandi geta leikfélagið, tón- listarmennirnir og myndlistar- fólkið í bænum sett upp verk í sameiningu í framtíðinni. Mér finnst að það mætti gera miklu meira af því að blanda saman ólíkum listformum. Mönnum hættir svo mikið til að lokast inni að kynna sér aðrar listgreinar en sínar eigin og listamenn úr ólík- um greinum ættu að gera meira af því að vinna saman. Ég held að stofnun nýs listaháskóla ætti að verða spor í rétta átt.“ Hvaða gildi heldur þú að þátttaka í menningarstatfsemi haft fyrir einstaklingana? „Ég held að það sé afskaplega hollt og þroskandi fyrir fólk að taka þátt í menningarstarfsemi. Það eru svo margir sem eru að vinna einhæfa og óskapandi vinnu og því er eiginlega nauð- synlegt að fara ekki heim á kvöldin og halda áfram að gera eitthvað einhæft og óskapandi eins og að horfa á sjónvarpið. Sjónvarpið veitir okkur engan möguleika á þátttöku í því sem fram fer á skjánum, við erum óvirkir móttakendur og ég held að það sé ekki hollt í of miklu magni. Það er reyndar svo að margir vinna svo mikið að þeir Leikstjórinn Ingibjörg Björnsdóttir mun stjórna uppfœrslu LN á „Rjúkandi ráði“ í vetur. í þeirri listgrein sem þeir eru að starfa í. Leikarar gera t.d. ekki endilega mikið af því að fara á tónleika eða myndlistarsýningar, en við megum ekki vanmeta það sem aðrar listgreinar gera fyrir okkur. Maður getur komið end- umærður úr af góðum tónleik- um, fullur af sköpunar- og tján- ingarþörf. Því finnst mér að menn ættu að gera meira af því Ljósm. as hafa ekki orku til að gera neitt annað á kvöldin en að hlamma sér niður á stól og horfa á sjón- varpið. Hins vegar megum við ekki gleyma því að skapandi áhugamál fyllir mann af orku og gerir vinnuna auðveldari og lífið skemmtilegra og yfirleitt hefur hver einstaklingur miklu meiri hæfileika en hann grunar sjálfan. Það þarf bara að kafa eftir þeim.“

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.