Austurland


Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 Bræðslan nútímalegur iðnaður Þegar talað er um mjölverk- smiðjur, eða „bræðslur", dettur flestum í hug illa þefjandi karlar, skítugir upp fyrir haus, vaðandi grút daglega. Það kemur fólki því á óvart þegar það kemur inn í mjölverksmiðju Sfldarvinnsl- unnar h/f að sjá tandurhrein gólf og risavaxin tæki sem gætu verið úr einhverri af geimmyndunum sem framleiddar eru í Holly- wood í Bandaríkjunum. Það kemur einnig á óvart að starfs- mennirnir vinna alls ekki við ó- þrifalegar aðstæður dags daglega heldur sitja þeir fyrir framan 21“ tölvuskjái þar sem þeir stjórna framleiðsluferli verksmiðjunnar. Það eru fáir sem gera sér grein fyrir því hvers konar breytingar hafa orðið á starfsemi verk- smiðja af þessu tagi en þær eru að verða eins og hverjar aðrar iðnaðarverksmiðjur. Blaðamað- ur Austurlands fór á stúfana og forvitnaðist um starfsemina í mjölverksmiðjunni og mennina sem vinna þar. Nánast sjálfvirk framleiðsla Til þess að lesandinn átti sig á þvf hvað fer fram í verksmiðjum af þessu tagi skulum við byrja á Framtíðarsýn Hugmyndir eru lífsseigar og þrátt fyrir hrun kommúnista- ríkjanna og þann dóm sem þau eru nú að hljóta hjá sagn- fræðingum og öðrum fræði- mönnum, er enn til fólk sem trúir á hina fallegu hugsjón kommúnismans um jafnrétli, jöfnuð og bræðralag. Vísa sem okkur barst á dögunum og er eftir Arnór Þorkelsson frá Arnórsstöðum á Jökuldal minnir okkur á tilvist hinna sönnu kommúnista. Njótið heil. Framtíðarsýn A hendur ferð þú hverjum sem heiminn bætir vís Við stattu æ í erjum þann á þér ganga kýs Þótt samfélagsins syndir þig sífellt herji á Þú traustum böndum bindir við bolsaöflin þá Því Lénin hélt á lampa sem lýsir fram á veg og við þann gæfuglampa nú göngum þú og ég Og gatan hún ntun greiðast sem gengin er við þor og lampinn hann mun lýsa á lífs og friðarvor Arnór Þorkelsson því að lýsa framleiðsluferlinu í stuttu máli. Hráefninu er landað úr skip- unum og þaðan fer það í hrá- efnistanka. Úr tönkunum er hrá- efnið matað inn í verksmiðjuna þar sem það fer í sjóðara og er soðið og maukað við 82 til 90°C. Því næst fer efnið í gegnum forsíu og pressu. Pressukakan fer inn í loftþurrkara en vökvinn frá forsíum og pressum fer inn á mjölskilvindur. Hratið úr mjöl- skilvindunum fer inn á loftþurrk- arana, en vökvinn inn á soðlýsis- skilvindur. Þaðan kemur lýsi sem fer inn á hreinlýisskilvindur en afgangurinn af vökvanum er eimaður. Frá eimingu kemur vökvi sem inniheldur 20 - 30% þurrefni og er þeim vökva bland- að saman við pessuköku og hrat frá mjölskilvindum. Þetta er að sjálfsögðu mjög einfölduð mynd af framleiðsluferlinu. Þetta ferli er ansi flókið í framkvæmd eins og sést um leið og maður gengur inn í verk- smiðjuna. Hún er full af rörum og torkennilegum vélbúnaði og fyrir ókunnuga er vonlaust mál að átta sig á því hvemig kerfið virkar. Enda er það svo að það tekur fjöldamörg ár að verða góður og fjölhæfur starfsmaður í mjölverksmiðju. Það nám fer allt fram á vinnustaðnum og læra menn jafnt af yfirmönnum og vinnufélögum. Þetta nám veitir mönnum þó engin formleg rétt- indi eða próf þótt þeir séu í raun sérfræðingar með margra ára nám að baki. Nýir mjölturnar Norðfirðingar hafa eflaust veitt athygli þeim gríðarlegu mann- virkjum sem eru að rísa við mjölverksmiðju Síldarvinnsl- unnar h/f. Þarna er um að ræða mjöltuma sem eiga að geta geymt allt að 6000 tonn af mjöli. Þetta eykur geymslupláss verksmiðj- unnar gífurlega því áður var ekki hægt að geyma nema rúm 2000 tonn og því er ekki eins mikil pressa að losna við mjöl. Með tilkomu nýju turnanna verður einnig hægt að uppfylla þarfir kaupenda mun betur en áður og verður td. hægt að blanda saman mjöli með ólíkt prótein- og salt- innihald og fá út úr því vöru sem er nákvæmlega eins og kaupand- inn vill hafa hana. Þó er ekki blandað saman mjöli úr ólíkum gæðaflokkum, heldur er blandað saman ólíku mjöli sem er í sama gæðaflokki og það gert einsleitt. Aður fyrr var ekki hægt að blanda saman mjöli nema með mikilli fyrirhöfn og þurftu menn því að gefa afslátt á vörunni ef hún var ekki nákvæmlega eftir óskum kaupanda. T.d. geta menn þurft að gefa afslátt sem nemur 1% af verðinu fyrir 1% sem vantar upp á próteininnihald mjölsins. Annar þátmr sem breyt- ist með tilkomu turnanna er út- skipun á mjöli. Útskipun hefur hingað til verið mikið fyrirtæki sem kallað hefur á 10-12 menn ásamt lyfturum og vörubílum. Hinn nýi turn verður hins vegar búinn afar fullkomnum búnaði til útskipunar og mun aðeins þurfa tvo menn til að skipa út mjölinu og verður hægt að skipa út um 100 tonnum á klukkutíma. Ný tegund af mjölkrana verður notuð við útskipanir og getur hann dreift mjöli jafnt um skipin sem verið er að skipa út í hverju sinni. Það er ljóst að hinir nýju tumar munu spara fyrirtækinu stórar upphæðir sem er eins gott því turnarnir kosta um 250 milljónir króna. Breytt vinnuskipulag Síðustu árin hafa orðið miklar breytingar á mjölverksmiðjunni og hefur tækniþróun verið ör. Samhliða tækniþróun og fram- förum í framleiðslu hafa svo orðið miklar framfarir hvað varðar vinnuskipulag og vinnu- umhverfi starfsmanna. Stýring framleiðsluferlisins er nú orðin sjálfvirkari en áður og hún fer að stærstum hluta fram á tölvuskjá. Þetta hefur þýtt miklar breyting- ar fyrir starfsmenn. I stað þess að vera dreifðir um alla verksmiðju, starfa þeir nú allir í sama her- berginu og hafa þeir því mun meiri möguleika á því að hafa samskipti í vinnutímanum. Þrír menn stjórna verksmiðjunni í einu og hafa þeir allir á tölvu- skjánum aðgang að vinnuum- hverfi hvers annars og því hefur yfirsýn starfsmanna yfir starf- semina aukist stórlega. Þar sem öll stjómun fer fram á tölvuskjá þurfa starfsmenn heldur ekki að vera hlaupandi um alla verk- smiðju heldur geta stjórnað nán- ast öllu innan út stjórnherberg- inu og verða því minna varir við ólykt, hita og hávaða en áður. Vaktaskipulag hefur einnig breyst mikið. Nú vinna menn að jafnaði 4 vaktir, eiga 2,5 - 1,5 sólarhringa í frí á milli og vinna þar með um 56 tíma a.m.t. á viku. Aður fyrr unnu menn 6 vaktir í viku og áttu svo eina frí og unnu þar með 72 tíma á viku. Þetta þýðir að menn hafa miklu meiri frítíma en áður án þess að laun hafi lækkað að ráði. Á móti kem- ur að síðustu ár hefur vinnsla staðið yfir nánast allt árið en áður komu oft stopp í marga mánuði þar sem ekkert var brætt og oftast var engin vinnsla allt sumarið, utan beinavinnsla hálfsmánaðarlega. Leonardoverkefnið Mjölverksmiðjan hefur síðustu tvö árin tekið þátt í svokölluðu Leonardoverkefni Evrópusam- bandsins. Verkefnið felst í því að koma á tengslum milli at- vinnulífs og skólastofnana og tóku Sfldarvinnslan h/f og Verk- menntaskóli Austurlands þátt í verkefninu fyrir hönd Islend- inga, auk dr. Gests Guðmunds- sonar sem var verefnisstjóri. í kjölfar verkefnisins hafa starfs- ntenn mjölverksmiðjunnar tekið þátt í námskeiðum og nú nýlega hafa þeir verið á tölvunámskeiði þar sem þeir læra grunnatriði í Windowsstýrikerfinu ásamt grundvallaratriðum í ritvinnslu og töflureikni. Þeir munu svo fljótlega fara á námskeið í mannlegum samskiptum og á næsta ári er fyrirhugað að halda sérhæft tölvunámskeið að því umhverfi sem starfsmennirnir starfa í daglega, en nú er verið að vinna í því að semja kennsluefni fyrir slíkt námskeið. Fyrirhugað er að nota reynsluna af þessu verkefni til að koma á fót eins- konar „bræðslubraut" við Verk- menntaskóla Austurlands og gæti sú vinna nýst vel ef stóriðja yrði að veruleika á Austurlandi, en þá þyrfti að mennta fjölda fólks til starfa. Helsta uppskera verkefn- isins er að koma þeirri hugsun inn hjá vinnuveitanda og starfs- mönnum að á vinnustaðnum eigi menn stöðugt að þroskast og læra nýja hluti en ekki staðna í einhæfum verkefnum sem draga úr mönnum starfsþrek og áhuga. Líðan starfsmanna við nýtt skipulag Starfsmenn mjölverksmiðjunnar hafa verið í hringiðu þeirra breytinga sem átt hafa sér stað síðustu árin og hafa þeir upplifað miklar framfarir í vinnuumhverfi sínu. En hvernig skyldi nýja skipulagið koma út miðað við það gamla? Til þess að svara þessari spumingu leitaði blaða- maður álits Þórarins V. Guðna- sonar sem hefur unnið í verk- smiðjunni um nokkuð langt skeið og man því tímana tvenna. Þórarinn segir vinnuna vera orðna auðveldari en hún var að því leyti að nú er hægt að sinna nánast öllu innan úr stjómrými verksmiðjunnar og því er minna um hlaup heldur en áður. Hann segir framleiðsluferlið vera svip- að og það var, en helsti munur- inn sé að nú sé því stjómað á tölvuskjá. Þó segir hann að loftið inni í verksmiðjunni hafi skánað við að fá loftþurrkara í stað gömlu eldþurrkaranna og hafi það skilað sér í minni reyk og betri afurðum. Þórarinn segir það hafa tekið nokkurn tíma að læra að vinna allt á tölvuskján- Hini itýju mjöltiirnar við mjölverksmiðjii SVN setja óneitanlega mikinn svip á umhverfið. Ljósm. S.Ó. Freysteinn Bjarnason, úgerðarstjóri SVN, og starfsmenn ásamt þátttakendum í Leonardo verkefninu í hinu tölvuvœdda stjórn- rými verksmiðjunnar. Ljósm. as

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.