F-listinn - 10.01.1934, Qupperneq 3
1 tbl
F-L IS T I N N
3
iðnaðarmanna og annarra vinn-
andi manna í bænum fara saman
í ollum höfuðatriðum. Bæjarfé-
laginu ber skylda til að gera allt
sem kleift réynist til þess að allir
bæjarbúar, sem vilja og geta unn-
iö, fái aðstöðu til að njóta krafta
sinna og vinna sér og fjölskyld-
um sínum brauö og björg. Það er
lítil hagsýni og ljót pólitík að sóa
dýrmætustu auðæfum bæjarins —
vinnuafli borgaranna — í iðju-
leysi og ráðleysi, þegar verkefni
kalla hvaðanæfa á starfandi
hendur.
Atvinnubótavinna — en henni
er oftast varið til einhverra óarð-
bærra handahófs-framkvæmda —■
og fátækrahjálp er nauðsynleg
þegar í nauðir rékur. En hyggn-
um mönnum og framsýnum mun
koma saman um, að þangað sé
ekki neinna höfuð-bjárgráða að
leita. — Atvinnubótavinna og fá-
tækrastyrkur — jafnvel þótt
nafnspjald bæjarstjóra fylgdi
hverri sendingu — er ekkert
framtíðarúrræði, heldur hitt, að
reisa atvinnuvegina við og leita
nýrra, svo að allir bæjarbúar fái
starfað — ekki sem ölmusumenn,
heldur sem frjálsir borgarar, er
njóta krafta sinna og mannrétt-
inda sér og þjóðfélaginu til heilla
og blessunar.
Þeir sem skilja þetta, og vilja
fylkja sér um þessar hófsömu
kröfur, fylgja F-listanum að mál-
um.
Fyrsta stórmálið, sem væntan-
leg bæjarstjórn mun þurfa að
ráða til lykta, er val fram-
kvæmdastjóra bæjarstjórnar —
bæjarstjórans. Skiptir geysimiklu
að vel takist. Bæjarstjórinn skip-
ar veglegustu trúnaðarstöðu bæj-
arfélagsins. Hann þarf að vera
duglegur, framsækinn, en þó gæt-
inn hugsjónamaður, ósérplæginn
maður, sem aldrei notar aðstöðu
sína til þess að maka krókinn á
kostnað bæjarfélagsins. Hann má
ekki vera þægt verkfæri í hönd-
um flokka né einstaklinga, er
kaupa vilja aðstoð hans til ó-
happaverka. Bæjarstjórinn þarf
aö vera lipurmenni, sem allir geta
leitað til án þess að eiga á hættu
að mæta hrottaskap, lítilsvirðingu
og ókurteisi — ef ekki er því
styttra eftir að kosningum. —
Hann verður að vera hófsamt
prúðmenni, er alstaðar komi fram
bænum til sóma, sem trúnaðar-
maður bæjarfélagsins og hæst-
ráðandi. Vafasamt er að nokkur
umsækjanda verði öllum þessum
kostum búinn, en til eru þeir
menn, sem skortir nokkuð á að
fullnægja hinni vægustu af þess-
um kröfum. Slíkur maöur kemur
þó vonandí ekki til greina sem
bæjarstjóri á Akureyri.
Þetta er kosninga hugleiðing,
og ætti því sennilega að klykkja
hana út með venjulegum kosn-
ingaloforðum og fögrum fyrir-
heitum, eins og lög gera ráð fyrir.
En F-listinn treystir ekki á
kjörfylgi þeirra manna, er láta
ginna sig með slíku agni, fylgja
þeim er síðastur kom flugu í
munn þeim, trua hverri hvik-
sögu, sem dreift er meðal kjós-
enda að tjaldabaki. F-listinn
treystir á fylgi þeirra manna
einna, er hafa opin augu fyrir
því, sem er að gerast í kringum
þá, og vilja gera tilraun til að
bæta úr verstu göllunum og þvo
svörtustu blettina af ásjónu bæj-
arfélags síns.
Jóhann Frímann.
o-----
Félóo iðnaðarmanna
á Akureyri.
Iðnaðairaannalélafl fikureyrar var stofn-
að 26. nóv. 1904 af 40 iðnaðar-
mönnum á A'cureyri. Verður það
því 30 ára seint á þessu ári. Til-
gangur félagsins er >að efla menn-
ingu, samstarf og hagsmuni iðnað-
armanna og styðja gagnleg iðnfyr-
irtaeki*. Félagið starfaði af miklu
kappi fyrstu árin. Kom þá á fót
iðnskólanum og stóð fyrir mynd-
arlegri iðnsýningu 1906.
En félagið á einnig sitt hnign-
unartímabil, sem svo mörg önnur
félög. Eftir 1920 fer það aftur að
auka starfsemina og hqfir blómgast
mjög sfðan. Hefir það endurreist
skólahaldið, byggt allmyndarlegt
skóla- og fundahús og starfsð að
ýmsum framfara málum iðnaðar-
ins í landinu. Félagar eru nú 75
að tölu, handverksmenn, meistarar
og iðjuhöldar f bænum.
Félagið á allmyndarlegan sjóð —
Magnúsarsjóðinn — og veitir ár-
lega úr honum nokkurn styrk til
framhaldsnáms efnilegra iðnnema,
erlendis.
Trésmlðalélag Akureyrar var uppbaf-
lega stofnað 1913 og svo aftur
endurreist 16. des. 1928, þegar
30 meðlimir sækja um inntöku i
félagið.
Hefir það ætið starfað með gætni
og festu að fékgsmálum. Meðal
annars gerði það um sitt skeið
myndarlega tilraun til að fá smiði
til að vinna eftir fastri verðskrá.
Fé'agatala þess er alltaf að aukast
og er nú 51.
Múrarafélag Akureyrar var stofnað
i sept. 1928 af 5 múrurum, sem
flestir höfðu þá skömmu áður lok-
ið námsprófi f iðninni. Pótt félagið
sé ungt, hefir það látið til sín taka
ýms ihugamál iðnaðarmanna og
gert tilraun til að fá múrara bæjar-
ins til að starfa eftir fastri verðskrá.
Pótt þetta hafi ekki tekízt að fullu,
er þó með þessu stefnt i rétta átt.
Félagar eru nú 10.
Múlarafélag Akureyrar var stofnað 15
marz 1931 af 10 málurum og mál-
arameisturum. Starfar félagið að efl-
ingu raálaraiðninnar og hefir sam-
ið verðskrá og kauptaxta.
Auk þessara iðnfélaga hafa mynd-
ast samtök meðal hinna ýmsu iðn-
greina til eflingar iðnaðinum. Má
sérstaklega nefna samtök prentara,
sem ná yfir allt iandið og ættu
að vera ðllum iðnaðarmönnum til
fyrirmyndar.
Iðnráð Akureyrar var stofnrð 1930.
Á það aðallega að fjalla um skipu-
lagningu iðnmálanna, halda vörð
um réttindi iðnaðarmanna og skera
úr um deiluefni er til þess er skot-
ið Á Aiþingi 1932 voru iðnráðin
Iðgvernduð og ætti það að vera
mikill sfyrkur öllum iðnaðar og
handverksmönnum. í Iðnráði Akur-
eyrar eiga nú sæti þessir fulltrúar:
Húspynavinnustofa
Guðmundar Frfmanns
Hafnsrstræti, Akureyri.
Smíðar eftir pöntunum aliar teg-
undir af húsgögnum, úr hvaða efni
sem óskað er eftir. Nýtisku gerðir.
Venjulegast til fyrirliggjandi tvær
tegundir af eikarborðstofustóium
og borðum. Vandaður frágangur
og gottverð. O eiðsluskilmálar að-
gengilegir.
er, að starfandi ungt fólk geti
fengið. tilsögn og menntun i góð-
um kvöldskóla. Eins og meistarar
iðnnemanna, verða nemendur Al-
þýðudeildar að greiða allhátt skóla-
gjatd, svo hægt sé að standast
straum af kennslukostnaðinum. Full
sanngirni virðist það þvf vera að
bæjarfélagið létti undir með þessari
kennslustarfsemi, þar sem hér er
um að ræða bæjarmál, likt og
Barnaskólann og Oagnfræðaskól-
ann. En það hefir ekki tekizt að
opna augu bæjarstjórnar fyrir
þessu og allra sfzt augu bæjar-
stjórans. Með hangandi hendi og
aðeins fyrir þrálát tilmæli stjórnar
Iðnaðarmannaféiagsins lagði hann
það fyrir bæjarsfjórn að félaginu
yrði veittur dálftill stykur til kvöld-
skólahalds, eða sem svaraði 10.00
krónum á hvern nemanda. En bæj-
arstjórnin sá ástæðu til að færa
styrkinn niður f ca. 8 kr. á hvern
nemanda.
Við skólann eru starfandi mjðg
góðir kennslukraftar; en til þess að
þurfa ekki að hafa skólagjöldin
alltof há, er kennurunum greitt
mun lægra kaup en kennurum við
aðra skóla.
Iðnaður í Akureyrarbæ hefir eflzt
mjög mikið á undanförnum árum.
Telst kunnugum mönnum svo til,
að um 280 faglærðir menn og
konur séu starfandi f bænum, Um
30 iðnnemar og auk þess mikill
fjðldi af starfsfólki f verksmiðjum
óg verkstæðum. Mun óhætt að
fullyrða, að um þriðjungur bæjar-
búa eða um 1200 manns fái Iffs-
viðurværi sitt af iðnaði og iðju.
Með ári hverju rfsa upp nýjar iðn-
greinir og fleiri og fleiri menn og
konur taka til starfa f þágu iðnað-
arins.
Pað er þvf ekki að ástæðulausu
að iðnaðarmenn hefjast handa til
þess að hafa áhrif á gang bæjar-
málanna og fá f lið með sér
frjálslynda og ópólitiska menn og
konur.
Iðnaðarmaður.
Tímarit Iðnaðarmanna
Ásta Sígvaldadótfir fulltrúi hárgreiðslukvenna,
Benedikt Einarsson fulltrúi söðlasmiða.
Árni Árnason fulltiúi bókbindara.
Friðrik Krisljánsson fulltrúi húsgagnafóðrara.
Oaston Ásmundsson fulltrúi múrara.
Oestur Pálsson fulltrúi rðrleggjara.
Ouðjón Bernharðsson fulltrúi gullsmiða.
Ounnar jónsson fulltrúj bátasmiða.
Hallgrfmur Kristjánsson fulltrúi málara.
Ouðmundur Frfmann fulltrúi trésmiða.
Jón ]. Jónatansson fulltrúi járnsmiða.
Jón Einarsson fulltrúi rakara.
Indriði Helgason fulltrúi rafvirkja.
Kristján Jónsson fulltrúi bakara.
Magnús H. Lyngdal fulltrúi skósmiða.
Ólafur Ágústsson fulltrúi húsgagnasmiða.
Pill Jónatansson fulltrúi vélsmiða.
Stefán Thorarensen fulltrúi úrsmiða.
Sæmundur Pálsson fulltrúi klæðskera.
Vigfús Sigurgeirsson fulltrúi Ijósmyndara.
Jóhann Frfmann sem skólastjóri Iðnskólans.
Sveinbjðrn Jónsson formaður Iðnaðarmannafélags Akureyrar.
Af þessum hóp manna er svo
kosin framkvæmdanefnd og var
hún kosin þannig á sfðasta fundi
Iðnráðsins:
Indriði Helgason, formaður.
Jóhann Frimann, ritari.
Jón J. Jónatansson, gjaldkeri.
Magnús Lyngdal og
Sveinbjðrn Jónsson.
Iðnskóiinn héfir dafnað mjög vet
og fæizt f aukana undir handleiðslu
Jóhanns Frímanns. Við skólann
hefir verið stofnuð Alþýðudeild
fyrir þá unglinga í bænum, sem
vilja nota kvöldstundirnar tii náms
og menntunar, en geta ekki stund-
að nám í Oagnfræðskólanum sök-
um vinnu f heimahúsum eða verk-
smiðjum. í fyrra voru nemendur f
Alþýðudeildinni 25 en nú í vetur
42. Sýnir þessi fjðlgun mjög glöggt
starfbæfni Jóhanns sem skóla
manns og það hve æskilegt það
er gefið út af Iðnaðarmannafé-
laginu í Reykjavík. Er það mál-
gagn allra iðnaðarmanna á land-
inu og flytur fræðandi í'itgeröir,
skýrslur og lagabálka um iðnað
og iðnskólana. Auk þess auglýs-
ingar um iðnvörur og iðnfyrir-
tæki. Ættu sem flestir iðnaðar-
menn aö kaupa ritið. Hér á Ak-
ureyri er Jón J. Jónatansson af-
greiðslumaður þess.