Eining - 01.11.1942, Side 3
E I N I N G
3
PÁLL S. PÁLSSON stud. jur.:
Félagsmál og (Djóðræknin
Það er mælt, að félagsskapur hafi átt ast nokkuð, sem nefnt er „ástand .
örðugt uppdráttar hér á landi á síð- Það er nú tíðum notað í sambandi
ustu heimsstyrjaldarárunum, 1914— við íslenzkar stúlkur, ungar sem gaml-
1918 ar, er gleymt hafa virðingu sinni og
Það er ekki ofmælt, að hann eigi það þjóðerni við iðkun þeirrar göfugu í-
nú. Orsakirnar eru margar. Hér í þróttar að þjóna ástríðum sínum með
Reykjavík, þar sem þriðjungur þjóðar- erlendum setuliðsmönnum. Á fyrstu vik-
innar býr, vantar tilfinnanjega hús- um hernámsins var þessi kvennahópur
næði. Iþróttafélög, skátafélög, ung- fámennur. Nú eru margar sagðar vera í
mennafélög og yfirleitt flest æskulýðs- „ástandinu". Almeninningsálitið, eina
félög, eiga ekki þak yfir höfuð sér til vopnið, sem bælt gat „ástandið niðui,
fundarhalda. En þetta er ekki eina or- brást alveg í þetta sinn.
sökin til hnignunarinnar. Félagsandmn,
löngunin til þess að vinna saman að
settu marki landi og lýð til gagns, sem
óefað var driffjöðrin í ungmennafélög-
unum á blómaskeiði þeirra, er ekki eins
almennur nú og áður fyrr.
Þess má geta, að í samræmi við hraða
og umbrot nútímans þykir mörgum
fundarseta illa valin dægradvöl að
loknu dagsverki, en kjósa fremur veit-
ingahús með bumbuslætti og dynjandi
dansmúsik. — Góður félagsskapur með
hollum skemmtunum og nægum verk-
efnum hefur það fram yfir veitingahús-
in, að hann kemur mönnum einstöku
sinnum til þess að hugsa.
Það er það, sem við þurfum nú, að
nema staðar á hlaupunum og hugsa.
Þá sjáum við, að við erum stödd á
hættulegum tímum. Allur heimurinn
hervæðist og Island er staksteinninn,
sem stórþjóðirnar hafa hugsað sér að
stikla á milli Vesturheims og Norður-
álfu. Herskylda er boðuð í öllum löndum
— nema íslandi — og ungum mönn-
um er boðið að úthella blóði sínu fyr-
ir föðurland sitt og frelsi.
Á háskatímum reynir hver smáþjóð
að standa saman sem einn maður, ann-
ars getur hún átt á hættu að glata til-
veru sinni. Við Islendingar viðurkenn-
um réttilega að stríðið sé vitfirring. En
hvað höfum við aðhafst í þeim tilgangi
að forða okkur ósködduðum sem þjóð
gegnum öldurót stríðsins? Við áttum
okkar brynjú og okkar virkisvegg, sög-
una, bókmenntirnar og sameiginlega
tungu, er engin vopn gátu grandað, ef
vel var staðið á verðinum. En höfum
við gert það?
Það efast ég um. Við höfum t. d. eign-
inn veit glögg skil á takmörkunum. Þar
sem lítið verður oftast of mikið. Engin
ueyzla er svo lítil, að ekki sé verri en
ekki neitt.
Sárt er til þess að hugsa, að fjöldi
uianna hefur aldrei sézt á íþróttavellin-
um, sem ættu að eyða frístundum sín-
um þar. Og sumir koma þar sjaldan,
sem ættu að vera þar tíðir gestir.
Iþróttin heillar manninn til sín, og
íþróttin verður hans, ef hann er henni
Irúr og temur sér bindindi og jafn-
vægisgóðar lifnaðarvenjur.
Það brást vegna þess, að margir af
beztu sonum landsins misskildu hlutverk
sitt. Blöðin óttuðust víst að uppreisn
yrði í landinu fyrst eftir hernámið, því
að aldrei þreyttust þau á að brýna fyr-
ir mönnum „gestrisni“ og kurteislegt
viðmót við „gestina". Hið sama mátti
heyra í ræðum margra merkismanna.
Þegar háskólastúdentar lýstu því yfir
á almennum stúdentafundi í fyrravetur,
að þeir teldu illa viðeigandi að setja
setuliðsmenn á skólabekkinn með þeim
þar í háskólanum, var framferði stú-
dentanna harðlega vítt í einu af víðlesn-
ustu blöðum bæjarins. Talaði blaðið um
„bjánalegt þjóðernisrembingsstærilæti“
að „gera sig hlægilegan í augum stærri
þjóða“ og fleira þar fram eftir götun-
um. Er ekki von að slíkir dómar hafi
áhrif á almenningsálitið ?
Það er hægt að ferðast um ókunn
lönd án þess að gleyma uppruna sínum
ættlandi sínu og virðingunni fyrir þvþ
og eins getur íslendingur unnið hjá
setuliðinu hér og umgengist það, án
þess að hugarfar hans bíði hnekki við.
En það er einnig hægðarleikur að lítils-
virða sína eigin þjóð og vinna henni
mein með heimskulegu smjaðri og und-
irlægjuhætti, sem hlýtur að vekja fyrir-
litningu góðra manna.
Mörgum löndum vorum finnst goðgá,
ef skyldan við föðurlandið er nefnd á
nafn. Hver er svo þessi skylda? Hve
lítils er ekki krafizt? Þess eins, að við
glötum því ekki, sem okkur var í hend-
ur rétt, að vera sjálfstæð þjóð með
sjálfstæða menningu.
Það féll í hlut ungmennafélaganna
áður fyrri, að sameina æskuna um það
takmark að endurheimta hið forna
frélsi. Þá unnu ungmennafélögin þrek-
virkk
Nú bíður þeirra engu minn verkefni,
að standa vörð um það, sem þjóðin á
dýrmætast, íslenzka tungu og menningu,
og vernda þá æsku, sem á að vaxa og
mótast í iðukasti styrj aldaráranna.
Öll æskulýðsfélög, íþróttafélög sem
önnur, ættu að taka saman höndum til
varnar þjóðerni voru og brýna fyrir fé-
lagsmönnum sínum þær fáu en sjálf-
sögðu skyldur, sem hverjum einstakl-
ingi ber að inna af hendi hjá fámennri,
vopnlausri og hernumdri þjóð. Takist
hverjum einstaklingi að finna sinn
ábyrgðarþunga er enginn vafi að
við siglum þjóðarfléyginu heilu í höfn
fram hjá boðum styrjalda og tortím-
ingar.
Takizt það ekki og við höldum áfram
að lítilsvirða þjóðerni okkar og glötum
þeim arfi, sem þrautpíndar kynslóðir
liðanna alda hafa miðlað okkur í vöggu-
gjöf, þá hefur íslenzka þjóðin verð-
skuldað það að vera frá þessum tíma
að telja máð út af spjöldum sögunnar.
Hvernig lízt þér á þetta? Frh. af 2 s-
Kerti gætu gefið út sameigínlegt
málgagn í framtíðinni, eða náð sam-
vinnu í þeim efnum við eitthvert
tímarit eða blað, sem þegar er til
eða fyrirhugað, ef ekki þætti ráð-
legt að bæta nýju blaði í tímarita-
og blaðahópinn, sem fyrir er. Væri
það mikill kostur að mörg félaga-
kerfi stæðu að sama málgagninu.
Það ætti að koma í veg fyrir ein-
ræningshátt og klíkuskap, en
tryggja það að blaðið yrði fjölþætt
og læsilegt og gæti þannig átt brýnt
erindi til sem allra flestra. Það ætti
að geta orðið vinsælt heimilisblað,
sem f jallaði um flest hin nærtækustu
félags- og menningarmál, svo sem
Uppeldi, heimilislíf, hjúskap, ástalíf,
heilbrigði, hreinlæti, íþróttir, bind-
indi, bókmenntir, siðferði, listir,
skemmtanir, verkmenningu og dag-
legt líf manna. Það yrði að taka
djarflega en þó sanngjamlega á mál-
um. Slíkt blað þyrfti að koma út
vikulega. Þetta ætti að vera auðgert,
ef réttir hlutaðeigendur gætu orð-
ið samtaka um framkvæmdir. Sín-
girnin og smásálarhátturinn hleð-
ur háa veggi á milli manna og þjóða
og dreifir kröftunum — sóar kröft-
unum á „smáu tökin“, en sannur
stórhugur rífur milliveggina niður
og segir: „Hvað má höndin ein og
ein? Allir leggjum saman“.