Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 2

Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 2
2 E I N I N G Álfreð Gíslason, læknir: Ofdrykkja og meðferS drykkjumanna Ofdrykkjumaöurinn er erfiður sjúkl- ingur, — erfiður sjálfum sér, vanda- mönnum sínum og- vinum, lækninum og þjóðfélaginu í heild. I sálarlífi hans, togast andstæð öfl á, þar sem þeirn lakari að jafnaði veitir betur. Árum saman seigpínir hann fjölskyldu sína, — eiginkonu, börn, foreldra, — með sjúklegu hátterni sínu, leiðir hörmung- ar yfir hana, bæöi í andlegum og efna- legum skilningi. Læknirinn mætir beinni andstöðu sjúkhngsins í viðleitni sinni til hjálpar. Ráð hans eru að vett- ugi vírt, og honum er sjaldnast gefið það vald, sem meö þarf til þess að ár angur náist. Skyldur sínar við þjóöfél- agið rækir ofdrykkjumaðurinn slælega. Hann gerist fráhverfur nytsömu starfi, sóar fjármunum, er lélegur uppalandi barna sinna og leiðist jafnvel stundum til afbrota. Sjúkdómur sá, sem þannig leikur manninn, — ofdrykkjan — er venju- lega tahn sjálfskaparvíti, og af þeim skilningi mótast mjög viðhorf þjóðfél- ags og eistaklinga til þessara sjúkl- inga. Háð og fyrirlytning fylgir þeim nærri hvarvetna, og meðaumkunin, þar sem hún fyrirfinnst, er tíðum mjög blandin þessum tilfinningum. En af- staða hins opinbera til drykkjumanns- ins hefur lengst af einkennzt af tóm- læti. Hann er í lengstu lög látinn af- skiptalaus. Óáreittur fær hann aö sóa. heilsu sinni og fjármunum og spilla gæfu og gengi vandamanna sinna. Það' er fyrst, þegar hann verður ber að lög- brotum, að tekið er í taumana um stundar sakir. Þegar geðveikur maður tekur upp á því að ausa eignum sínum út á báða bóga, slást upp á fólk á almannafæri, eða. ganga með sveðju að vopni, þykir sjálfsagt að taka af honum ráðin og' setja hann í geðveikrahæli. Er það gert í þeim tvöfalda tilgangi að koma í veg fyrir, að hann vinni sjálfum sér og öðrum tjón og til að leita honum lækn- ingar. Ég lít svo á, að nákvæmlega það sama eigi að gilda um ofdrykkjumann- inn. Ifvað sem sjálfskaparvítum líður, en um þau má deila, væri slík ráðstöf- un öllum fyrir beztu, — sjúklingnum, ástvinum hans og þjóðfélaginu í heild. 1 stað þess að láta hann og aðra meö honum þjást árum saman, ætti að grípa snemma fram í, taka af honum ráðin, eins og gert er við geðveikan sjúkling, sem hann á svo margt sam- eiginlegt með. Áfengi verkar á líkamann sem eitur. Það truflar starf hans, dregur úr því, lamar það. Þessi áhrif koma harðast niður á taugakerfinu, viðkvæmasta líf- færinu, og aðrir hlutar hkamans fara ekki varhluta af þeim. Meðan einhvers hófs er gætt í neyzlu áfengra drykkja, tekst líkamsvefjunum, að ná sér nokkurn veginn, og heilbrigð starfsemi þeirra hefst að nýju. En svo mikils áfengismagns má neyta eða svo, leng-i, að líffærin nái sér aldrei að fullu aftur. Þá verður sköddun vefjanna óbætanleg, og þeir geta ekki afkastað eðlilegu starfi framar. Engum, sem viröir fyrir sér of- drykkjumann, dylst, aö hann er líkam- lega veikur. Andlitið er rautt og þrútið Alfreö Gíslason, læknir og drættir þess slappir, augun fljótandi og augnaráðið sljótt. Málfærið er • ó- skýi-t og drafandi, og allar hreyfingar óvissar og klunnalegar. Ilann riðar all- ur á beinunum. Loks dettur hann sof- andi út af, andar óreglulega og stynur þungt. Þegar hann vaknar, kastar hann upp slími og slefju. Hann er grár og' tekinn, þróttlítill og lystarlaus og skelf- ur sem hrísla af vindi skekin. Líða.n hans, er hann raknar úr rot- inu, er hin hörmulegasta. Líkaminn virðist aílur úr skorðum genginn. Magn- leysi, svimi, höfuðverkur, flökuriaiki, hjartsláttur og iðrakveisa eru aðeins nokkur þeirra óþæginda, er hann kenn- ir. Við þessum kvölum eygir hann að- eins eitt ráð, og það er í því fólgið að lama taugakerfi sitt á ný með áfengi. Með því móti tekst honum að útiloka, kveinstafi líkamans frá vitund sinni enn um. hríð. Þótt ofdrykkja sé þannig líkamlegur sjúkdómur, er hún samt í enn ríkara, mæli sálarveiki, enda þess að vænta um eitrun, sem svo mjög tekur til heilans. Sálarleg einkenni ofdrykkjunnar grundvallast að verulegu leyti á breyttu geðslagi sjúklingsins. Tilfinn- ingalíf hans eða geðslag raskast mjög, verður óstöðugt og rótlaust. Við lítil tilefni sveiflast tilfinningar hans ört öfganna á milli. Eina stundina yfirbug- ast hann af hryggð yfir óláni sínu og harmar hástöfum þau aumu kjör, sem hann hefur búið vandamönnum sínum. Hálftíma síðar er hann máske seztur að sumbli með drykkjubræðrum, hrók- ur alls fagnaðar, sindrandi af lélegri fyndni. I stuttu samtali getur hann á víxl hlegið dátt og grátið, gortað og barmað sér, allt eftir því, hvernig um- talsefni er vikið til. Þessi óstöðugleiki og öfgahneigð geðslagsins litar allt sálarlíf sjúklings- ins. Hann er leiksoppur sinna hverfulu tilfinninga. Til þess eiga siðferðisbrest- ir hans að miklu leyti rót sína að rekja. T. d. orsakast ruddaskapur hans á heimilinu venjulega af því, að sterkar1 tilfinningar altaka hann í bili. Iíógvær tilmææli eða máske miskilin orð nægja til að hleypa honum upp í hamslausri bræði, þannig að hann um stund missi alla stjórn á orðum sínum og athöfn- um. Sami maður getur utan heimilis í fullri einlægni talað fagurt um sið- gæði og háleitar hugsjónir. Ofdrykkjumaðurinn er ekki vilja- sterkur. Hvikular tilfinningar veikla viljaþrekið. Að' vísu ráðgerir hann og áformar að hrinda þessu eða hinu í framkvæmd, en áður en varir er áhug- inn dvínaður, og ,ný áform skjóta upp kollinum. Úr framkvæmdum verður lítið. Þessi veikleiki viljans kemur skýrt í ljós, þegar sjúklingurinn ráð- gerir að hætta drykkjuskap. Hvað eftir annað heitir hann því við háls og haus að bragða ekki áfengi framar, og jafn- oft bregzt hann þessu heiti sínu. Mjög verður sómatilfinningin að lúta í lægra haldi. Öll framkoman verður óvirðuleg. Hann hættir að kunna að fyrirverða sig. Hann minnkast sín tæp- lega fyrir sníkjur og plötuslátt. Félags- ska,p auðvirðulegra manna tekur hann sem sjálfsagðan hlut. Hann verður samdauna skarninu, sem hann lifir og hrærist í. Þótt tilfinningin fyrir sannri sæmd og heiðri láti þannig á sjá, skortir hann ekki hégómagirnd og rangsnúið stolt. Hann er til með að státa af því, sem sízt skyldi, svo sem, hve mikið hann þoli að drekka og' hve vel sér takist að leika á eiginkonuna og aðra þá, sem vilja honum vel. Ilann lætur drýginda- lega yfir hæfileikum sínum, mannkost- um og karlmannlegum burðum. Ósannsögli er eitt einkennið, býsna áberandi. Með því að eftirtekt og upp- rifjunarhæfileiki eru all-mjög skert verður minnið ótrútt. Þetta bætir hann sér upp með því að skálda í eyðumar, vitandi eða óvitandi. Frásögn hans er því oft ýkjublandin og röng. Þá þarf hann og einatt að snúa sig út úr klípu,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.