Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 6

Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 6
6 E I N I N G EINING er stofnuð fyrst og fremst til sóknar gegn áfengisbölinu og eflingar bind- indi og fögrum siðum. En henni er jafnframt ætlað að flytja sem fjöl- breyttast efni um hin ýmsu áhuga- mál manna og menningu þeirra: and- legt líf, bólcmenntir, listir, íþróttir og félagslíf, uppeldi, heimilislíf, hjúskap og ástalíf, heilbrigði og skemmtana- líf. — Blaðið óskar eftir fregnum af menningarstarfi og félagslífi manna víðsvegar á landinu. ÚTGEFENDUR: Samvinnunefnd Stórstúku íslands, Iþróttasambands íslands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. NEFNDARMENN: Pétur Sigurðsson, erindreki. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi. Ingimar Jóhannesson, kennari. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. Guðmundur Sveinsson, stud. theol. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 982, Reykjavík. Sími 5956. Árgangurinn kostar 10 kr. HUGGUN „Verið hughraustir, óttist eigi.“ Þannig talaði meistarinn til lærisveina sinna. Hjörtu mannanna eru veik. Þeir örvænta auðveldlega, en á þeim stundum örvæntingarinnar fæðist oft nýr maður: hetja — sigurvegari. Maður nokkur, sem lesið hefur margar æfisögur heimskunnra mikilmenna, hefur komizt svo að orði: „Hamingjan greiði mér leið hundrað mílur burt frá því andliti, sem æfinlega brosir.“ Flestir þeir menn, sem klifið hafa hina hæstu tinda og svalað baráttuheitum anda sínum uppi á sólkysstum sigurhæðum, hafa líka kannað hina dýpstu dali andstreymis og örvilnunar. Glíma Jakobs við drottinn sinn, er alltaf að endur- taka sig á öilum öldum. Og þá fyrst vinnur maðurinn sinn glæsilegasta sigur — sigurinn yfir sjálfum sér, þegar hann hefur mætt því ofurefli, sem hefur kennt honum að lúta drottni sínum og þrá blessun þeirra eilífu krafta, sem snúa ósigrum og örvilnun upp í varanlegustu sigrana. „Hann tók að láta hugfallast„“ er sagt um meistarann í grasgarðinum, og á stundu þjáninganna hrópaði hann: „Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig.“ Um eitt skeið þorði Abraham Lincoln ekki að bera á sér vasahníf, svo ásótt- ur var hann af sjálfsmorðslöngun. En hetjan reis upp af hinni sárustu hugar- raun. Elía spámaður gekk út í óbyggð, settist þar fyrir örvilnaður og bað Guð að lofa sér að deyja. Rétt áður hafði Elía þó unnið glæsilegan sigur yfir fals- spámönnum Baals, en glæsilegasta sigurinn vann hann þó sennilega á þessari stundu örvæntingarinnar. Hinn frægi rithöfundur og læknir Cronin lét hugfallast, er hann hafði hálfnað sína fyrstu skáldsögu. Hann fleygði handritinu frá sér, en eftir sérstaka uppörvun, er hann fann í starfi bóndans, sem hann dvaldi hjá, réðst hann í að endursemja söguna og ljúka við hana. Hún kom út og seldist í hundruðum þúsunda eintaka, og höfundurinn varð frægur. Við vitum lítið, hvað gerist í sálum mikilmennanna á þeirri stundu lífs þeirra, sem þeir „glíma við guð“, eða „láta hugfallast", sigra sjálfa sig og sigra þannig heiminn. Um meistarann er það sagt, að engill guðs hafi komið og styrkt hann. Þjónar guðs eru margir og margvíslegir — ósýnilegir englar lífsins: fyrirbæn föður eða móður, hugboð, spakmæli, heilræði, ljóð, sálmur, eða einhver fylgdarengill frá bernskuárunum, minningar um hollráð ástvinanna, móður eða annara. Kennið börnunum heilræði, spakmæli, Ijóð, sálma og hið ódauðlega vizkuorð heimsins mestu sjáenda. Þetta eru hinir tryggustu fylgdarenglar, sem styrkja og uppörva á stundum sárustu reynslunnar. Eitt sinn gekk ég all mörg erfið spor, og var þá stundum nálægt því að láta hugfallast, en þá kom alltaf í huga minn þessi ritningargrein, sem ég hafði lært í æsku: „Látir þú hugfallast á degi neyðarinnar, þá er kraftur þinn lítill." Þetta bjargaði. Þetta er tími hörmunganna fyrir allt mannkyn. Sár þess eru djúp og stór, og margur hefur gilda ástæðu til þess að láta hugfallast. Fórnin er nú, eins og oftar óskapleg, en árangurinn getur orðið dýrðlegur og eilífur sigur: „Huggið, huggið lýð minn,“ segir drottinn. Með hverju á að hugga? Með þeirri staðreynd og óþrigðulu vissu, að eftir lengsta og átakanlegasta þjáninga- daginn koma dýrðlegir páskar. Eftir grimmustu hríðina mildasti sólskinsdagur, og eftir ægilegasta storminn blíðasta lognið. Upp af hinum ógnþrungnustu jarð- hræringum og eldsumbrotum rís hið fegursta landslag, sú náttúrufegurð og tign, sem kynslóðirnar lofa guð fyrir. Og einhverntíma mun í fylling tímans rísa upp Skal ekkert óttast? Fyrr á öldum kenndu spakir menn, að „ótti drottins“ væri „upphaf vizk- unnar“, hroki væri „undanfari falls“, en auðmýkt vegur til upphefðar og bless- unar. Svo hafa komið fram menn í seinni tíð — hvort þeir hafa verið vitrir, það veit eg ekki, en hitt veit eg, að þeir hafa þótzt vera vitrir. — Þeir réðust gegn öllum ótta. Ekkert skyldi óttast og ekkert var að óttast. Ótti og hræðsla var aðeins hugsýki. Að tala um guðsótta og guðhræðslu, var hneykslanlegt. Ótt- inn, sögðu þeir, væri eyðandi afl í lífi hvers manns. Eitt er það, að kenna slíkt, annað að geta skapað heim, þar sem ekkert þarf að óttast. Hætti maðurinn — hinn breyski, eig- ingjarni og til ranginda hneigði maður, að standa í óttablandinni lotningu frammi fyrir eilífu og voldugu réttlæti, er hætt við, að hann þurfi að óttast margt í mannheimi, sem enga réttlætis- mælikvarða á. Sjái maðurinn sér ekki fært að tigna og tilbiðja hina hæstu hugsjón — „Guð í alheims geimi“ og hið guðlega í mann- inum, og rækta það með slíkri trú og slíkri guðshyggju, er áreiðanlegt að hann fær fulla ástæðu til þess að óttast ræningjann og villidýrið í manninum — hinum guðshyggjusnauða manni. Heimur, sem ekkert ætlaði að óttast og engu lúta, guðlegu eða mannlegu, hefur nú orðið að standa skjálfandi af angist og hræðslu, já, fullkominni skelf- ingu frammi fyrir blóðugum hnefa harð- stjórans og kúgarans. Slíka stjórn mun sá heimur lengi hljóta, sem ekki tilbiður hið guðlega og góða í tilverunni og er ekki hræddur við að brjóta hið eilífa sióalögmál rétt- lætisins. Það er auðvelt að þykjast mikill, ann- að að vera það. Vilji menn losna við hinar ægilegu skelfingar, sem guðleysi og harðstjórn fárra manna jafnan skap- ar, þá verður þeim hollast að „óttast og elska Guð“. En slíkur ótti rekur allan þrælsótta út. af hinum ægilegustu styrjöldum réttlátt þjóðskipulag, hyggið og friðsamt mann- kyn, farsæl og hrein menning, bræðra- lag allra manna og þjóða — guðsríki á jörðu. Bjartsýni þeirra manna, sem trúaðir eru á lífið, er því ekkert glapræði, en bölsýni getur vantrúin ein afsakað. Mönnum kann að finnast drottinn lengi að skapa manninn og heim hans, en lann gerir það vel, og verk guðs mun /erða harla gott.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.