Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 3

Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 3
E I N I N G og til þess er lýgin honum einkar þén- ug í bili. Hann þyiiar ryki í augu ann- arra til að afsaka sjálfan sig, fegra málstað sinn eða sverta annarra. Oft veit hann vart sjálfur, hvort hann, skrökvar eða segir - satt, enda gera, óstýrilátt geðlag, skert dómgreind og vængstýfð siðferðiskennd, sitt til að rugla hann í ríminu. Ofdrykkjumaðurinn er í senn tor- trygginn og auðtrúa. Tortrygnin bein,- ist einkurn gegn þeim, sem reyna að hjálpa honum, vandamönnum og vin- um. Um þá viðhefur hann dylgjur og hálfkveðnar vísur. Það sé nú ekki víst, að þessi eða hinn sé allur, þar sem! hann er séður; það vaki eitthvað annað fyrir honum en hjálp við sig. Þessi tor- trygni getur einnig brotizt út í fárán- legri afbrýðissemi gagnvart eiginkonu eða unnustu. — Á hinn bógin sýnir hann óprúttnum drykkjufélögum furðu legt trúnaðartraust. 'Gagnvart þeim er hann auðtrúa, Þá lætur hann gjarna teyma sig á asnaeyrum út í allskonar ófærur. 1 áfengisvímunni kemst maður í annarlegt sæluástand. Hann fjærlægist veruleikann, nálgast draurn og al- gleymi. Hann sjálfur og allt umhverfið fær anna', gervi, sem er þægilegt, þótt svikið sé. I endurminningunni fá drykkj ustundirnar litríkan ævintýra- blæ, sem laðar og lokkar. þannig skap- ast drykkjufýsnin. Æ oftar lætur of- drykkjumaðurinn það eftir sér aö losa sig’ úr viðjum raunveruleikans og flýja á náðir svikinnar sælutilveru vímunn- ar. Fýsninni vex styrkur, og fyrr en varir er hann orðinn viljalaust verk- færi hennar. Þótt hann viðurkenni drykkjuskap: sinn og vesaldóm, skynjar hann aldrei til fulls, hversu djúp eymd hans og nið- urlæging er. Ilann gæti betur skynjað' það hjá öðrum en sjálfum sér. Meðal annars þess vegna er svo erfitt að fá hann til að fyrirlíta í raun og sannleika líferni sitt. Annað, sem gerir svo erfitt fyrir um lækningu, er minningin um, svikasælu ölvímunnar. Sú minning er lífseig, getur lifað mánuðum og árum saman eftir að drykkjuskap er hætt og leitt í freistni. Rétt er að taka það fram, að þessi lýsing á ofdrykkjumönnum á við að svo miklu leyti, sem áfengi og áfengis- neyzla, breytir þeim. Meðal þeirra eru vitanlega margir hæfileika- og mann- kostamenn, og þeim kostum sínum halda þeir að einhverju leyti þrátt fyr- ir ofdrykkjuna. Telja má, að hlutverk læknismeð- ferðarinnar sé þríþætt. I fyrsta lagi verður að svifta sjúklinginn áfenginu, venja líkama hans af því og hjálpa til að hann nái sem beztri líkamlegri heilsu. Þessi þáttur er venjulega ekki erfiður. Það er sjúklingnum engin of- xaun að missa áfengið snögglega. Til lengdar þjáist hann ekki af ílöngun í eitrið. Að því leyti gegnir öðru máli um áfengi en t. d. um morfín og tóbaks- eitur. Vikur og mánuði getur það tek- ið, að líkaminn nái fullum þrótti, en sjklingurinn nær all-oftast furðulegri heilsu. Þó getur eitrunin vissulega náð^ því stigi, að til verði vefrænar skadd- anir, sem ekki læknast, t. d. ólæknandi; heilarýrnun. I öðru lagi beinist meðferðin að því að afmá skaðleg áhrif áfengis og áfengisneyzlu á sálarlífið, sérstaklega að uppræta drykkjuhneigðina, og er' sá þátturinn öllu erfiðari viöfangs. Það vill lengi eima eftir af því, að sjúkling- urinn sjái drykkjudaga sína fyrir sér í hillingum, sveipaða ævintýrahjúp. Hugmyndir um gleði og fegurð tengj- ast í hugskoti hans hugmyndinni um áfengisnautn. Þessi hugmyndatengsl eru lífseig og eru ekki rofin, þótt hann viðurkenni þörf sína til bindindis. En þau verður að rjúfa og kriýta í staðinn önnur og heilbrigðari. Við hugtakið drykkjuskap á hann að tengja hugtök- in eymd og vesaldómur, en gæfu og manndóm við bindindissemi. Takist þetta, minnist hann drykkjudaganna frekar með hryllingi en angurværum söknuði. Sem þriðji þátturinn í meðferðinni er þi'oskun skapgerðarinnar í heild. Viljinn þarf að stælast, heilbrigður metnaður og sönn staifsgleði að skap- ast. Hér er um einskonar endur-upp eldi að ræða, og má ráða það af líkum, að árangur slíkrar viðieitni fæst ekki auðveldlega né á skömmum tíma. Bezt mun það reynast, að þessi lækn- ishjálp fari fram í sérstöku heilsuhæli, þar sem skipulag allt og starf miðast við það eitt að lækna ofdrykkjumenn. Inn á slíkt hæli fer sjúklingurinn ann- aðhvort góðfúslega og gefur þá fyrir- fram heit um a.ð hlíta ráðum læknisins eða hann er sviftur sjálfræði, meðan á meðferðinni stendur. Við komu sína er hann sálarlegt ogj líkamlegt rekald. Fyrst 1 stað þarfnast hann mest hvíldar og góðs viðurværis. Síðar eru honum fengin verkefni til úr- lausnar, og starfar hann að þeim vissar stundir á dag. Um starfsval er reynt að fara eftir áhuga og kunnáttu, eftir því sem við verður komið. Að vetrinum er mest um innistörf, aðallega handíð- ar ýmiskonar, svo og aðstoð við heim- ilisstörf, en aðra tírna árs er meira unnið úti, við jarðrækt og’ annað, sem til fellur. Það er lögð mikil áherzla á slíka vinnulækningu. Ordrykkjumaður- inn er óhneigöur til reglubundms starfs, og það kostar fyrirhöfn og tíma að vekja og glæða vinnulöngun hans. En takist það, er miklu náð. í tómstundum teflir hann, spilar, hlýðir á útvarp og les eða iðkar göngur og aðra útileiki. Hann er örvaður til hollra. iðkana í tómstundum, og hafi hann hæfileika til sjálfsmenntunar. er reynt að auðvelda honum aðganginn að henni. Reglusemi, hreinlætis og góðra um- gengnisvenja er stranglega gætt á slíku hæli. Aginn er nokkuð strangur, og kunna margir því illa framan af og .nefna ófrelsi eða annað verra. Allt fyrirkomulag, útbúnaður og starf hælisins miðar að því að hafa holl uppeldisáhrif, verka mannbætandi. Það mætti nefna hina óbeinu meðferð, til aðgreiningar frá þeirri beinu hjálp, sem læknirinn persónulega leitast við að veita. Það starf er ekki í neinu frá- brugðið starfi tauga- og geðsjúkdóma- læknisins yfirleitt og nefnist sálar- lækning (psychotherapi). Hann kannar sálarlíf hvers eins, greinir það eða greiðir flækjur þess og tengir eða byggir það upp. Aðferðir hans við þetta starf eru mismunandi, en felast að verulegu leyti í samtölum. Það er tíma- frekt og þarf að rækjast daglega, ef vel á að vera. Lengd dvalartímans er nokkuð mis- jöfn og fer eftir því, hvernig miðar í hverju einstöku tilfelli. Merkur sálsýk- isfræðingui', Bleuler að nafni, telur nauðsynlegt eitt ár sem miðaltíma, og má það víst teljast sæmilegur tími. Að dvölinni lokinni væri rétt að brautskrá sjúklinginn til reynslu, og stæði sá reynslutími í 1 ár. Ef hann á þeim tíma félli ekki fyrir ofurborð áfengisfreist- ingar, yrði hann brautskráður endan- lega. En yrði hann innan þessa reynslu- árs ber að ölvun, væri það réttur hælis- ins og skylda að taka. strax við honum til frekari meðferðar. Þegar hælisvistinni sleppir, reynir stofnunin eftir mætti að tryggja hon- um hentugt starf, svo og húsnæði, ef þess gerist þörf. Hann er hvattur til að ganga í bindindisfélag, t. d. góðtempl- araregluna, og gerast þar virkur starfskraftur, sjálfum sér og öðrum til heilla. Með þessu líkur venjulega hin- um beinu afskiptum hælisins af skjól- stæðingi sínum. En hvernig fer svo fyrir honum? Því miður ekki alltaf sem bezt. Beztu drykkjumannahælin geta státað af því, að 50, í hæsta lagi 75 af hundraði læknist varanlega, og eru þó undan- skildir sjúklingar, sem þangað slæðast af vangá, — sjúklingar, sem auk of- drykkjunnar eru haldnir geðbilun ann- arrar tegundar eða meðfæddri geðveilu. Þó er slíkur árangur í rauninni ekki slæmur. Ofdrykkjan telst til langvinnra geð- og taugasjúkdóma, sem allir eru erfiðir meðferðar og margir enn þá ólæknandi. Menningarþjóðir verja fé og kröftum til rannsókna og tilrauna á öllum þessum sjúkdómum, reisa heil- ar stofnanir í þessu skyni, og enginn telur það eftir.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.