Eining - 01.09.1946, Side 4
4 E I N I N G
um og skemmtilegum vegi, niður fjalls-
hlíðina og dáðumst að villabygging-
unum í snarbrattri fjallshlíðinni, skoð-
uðum listigarðana og dáðumst að bæn-
um, sem er óneitanlega fallegur bær.
Ungu dömurnar fóru svo í heimboð, en
ég gekk um borð í Nordstjernen, sem
iagði af stað í hraðferð í norðurátt.
Siglingin var eins og fyrr innan skerja
og dásamleg. Með skipinu var hátempl-
ar, Oscar Olsson og frú, og margir full-
trúar og gestir stórstúkuþingsins. Þar
hitti ég dr. Einar Ól. Sveinsson, pró-
fessor, ásamt frú og syni.
Kl. 10 árd. komum við til Aalesund.
Dagurinn var heitur og bjartur. Urð-
um við nú að ganga af skipsfjöl og
beina leið til þingsetningar, og við hin-
ir fáu erlendu fulltrúar urðum að gera
svo vel að setjast upp á pall, án þess að
geta haft fataskipti, hvað þá meira. En
þar voru menn ekki með neitt dekur í
klæðnaði. Þar bar aldrei á hvorki kjól-
búningum eða háum silkihöttum.
Þingið var háð í verkamannafélags-
húsinu, en beint á móti því er Templ-
arahúsið, hin myndarlegasta bygging,
og þótt Aalesund sé ekki nema hálf
Reykjavík að stærð, það er að segja að
íbúafjölda, þá er templarahúsið þeirra
mörgum sinnum veglegra en okkar í
Reykjavík. Allt var þarna skreytt úti
fyrir báðum húsunum með fánum og
grænum skógarhríslum. Islenzki fáninn
blakti fjarst til annarar handar fyrir
framan fundarhúsið, en norski fáninn
fjarst hinu megin, danski og sænski
fáninn þar á milli.
Móttöku- og undirbúningsnefndin
hafði leyst af hendi mikið og vanda-
samt verk, og gert það af hinni mestu
prýði. Hafði eitt dagblað orð á því,
að hún hefði ekki unnað sér svefns
síðustu 8 sólarhringana. Nokkuð þurfti
til að útvega 14—1500 manns gistingu
í ekki stærri bæ. Formaður nefndar-
innar var S. Frantzen Eidsvold, fram-
kvæmdastjóri við stærsta dagblað bæj-
arins, Sönnmörspostinn, ákaflega dug-
legur og elskulegur maður, þrautreynd-
ur að dugnaði í félagsmálum. I nefnd-
inni var einnig borgarstjórinn, Anton
Alvestad, stórþingsmaður. Var hann
einn þeirra fyrstu, er bauð gesti vel-
komna með hlýju handtaki, og tók mjög
virkan þátt í þinginu allan tímann.
Við þingsetninguna mun hafa verið
milli 1500 og 2000 manns. 147 tóku
stórstúkustigið, en 233 tóku hástúku-
stigið. Stórtemplar Norvegs, hr. Ola
Sande, stjórnaði þingfundum af miklum
S. Frantzen Eidsvold,
form. undirbúningsnefndar.
skörungsskap. Fyrir þinginu lágu mikil
störf eftir fimm ára hlé. Fengum við
erlendu fulltrúarnir í fangið fjórar
þykkar bækur, þingtíðindi síðustu ára,
1500 blaðsíður alls. En á dagskrárlista
þingsins voru 32 mál, sum í mörgum
liðum. Erlendu fulltrúarnir urðu að
flytja kveðjuorð frá löndum sínum
strax eftir þingsetningu. En þeir voru
þessir: Hátemplar, Oscar Olson og frú,
Rut Axelson, varatemplar sænsku
stórstúkunnar, Tage A. Anderson, stór-
templar Dana og undirritaður. Hefði ég
fyrir mitt leyti kosið að venjast fyrst
ofurlítið norskunni á ný, en verra beið
mín þó um kvöldið. Ég hafði ekki at-
hugað dagskrána nógu rækilega, og kl.
7 um kvöldið, er við vorum að drekka
kaffi, skildi ég fyrst, að við erlendu
fulltrúarnir og tveir heimamenn áttum
að tala í ríkisútvarpið eftir 15 eða 20
mínútur. Reyndar aðeins 3 og 5 mín-
útur, en óþægilegt var þó að vera alveg
óviðbúinn. En þar var enga miskunn að
hafa. Allir hinir töluðu sitt eigið mál.
Ég einn varð að nota erlenda tungu
og hef vafalaust ekki unnið neitt af-
rek. f
Þetta fyrsta kvöld þingsins var far-
in skemmtiför á mörgum skipum út í
tvær eyjar. Fyrst til Giske og skoðuð
þar merkileg marmarakirkja, sem er
frá 12. eða 11. öld. Altaristaflan og
ræðustóll eru mikil furðuverk, unnin
af norskum bónda, miklum hagleiks-
manni. Prestur staðarins flutti fróðlegt
erindi um kirkjuna og eyjuna. Ræðu
sína flutti hann auðvitað úti, því að \
húsrúm var ekki fyrir söfnuðinn. Svo
var farið til Valdereyjar og skoðaður
þar mikill hellir, sem heitir Skjonghell-
ir. Rétt þar hjá fóru fram í kvöld-
kyrrðinni, ræðuhöld, söngur og hljóð-
færasláttur, og kaffiveitingar voru á
staðnum. Þar hef ég séð einna stærstan
kaffipott á hlöðum. Komið var aftur til
Aalesund nokkru eftir miðnætti. Hætt-
ur urðu jafnan seinar, en þingfundir
hófust þó vanalega kl. 9 eða 10 árdegis, S
en stóðu aldrei yfir að kvöldinu. Þau
voru notuð til úrvals skemmtana. Mátti
heita, að þingið væri allt samfelldir
veizludagar.
Næsta dag hafði þingið útifund uppi
á háfjalli, er þingheimur hafði drukkið
þar kaffi í veitingahúsinu, sem stendur
á fjallsnybbunni. Þetta fjall rís snar-
bratt, samfelldur granítklettur, beint
upp úr listigarði bæjarins. Upp að y
kaffistofunni eru 395 steyptar stein-
tröppur, er gaman þar upp að ganga.
og þó enn skemmtilegra að sitja í hin-
um rúmgóðu sölum stofunnar og horfa.
yfir bæinn, út um eyjar og sund, inn
yfir fjöll, víkur og voga og skógivaxnar
fjallahlíðar, vingjarnleg þorp og
byggðir. Þessari myndarlegu kaffistofu,
sem er tvílyft og getur rúmað 150
manns við borð, hefur norska góð-
templaraæskan komið upp og starf-
rækir hana að öllu leyti. Hún kostaði
með öllu 60 þúsund krónur, auðvitað
löngu fyrir stríð. Þarna eru haldnar
höfðinglegar veizlur, jafnvel konungi
Norvegs, en þó æfinlega með því skil-
yrði, að ekki séu vínveitingar, og ganga
allir fúslega að þeim skilmála. Þarna
uppi á fjallinu var svo einn fundur
þingsins um nónbil. Hátalarar voru hér ^
og þar, ræður fluttar og leikið á hljóð-
færi.
Þetta var sunnudagur og hafði ver-
ið messað bæði í Álasundskirkju og
eins Borgundarkirkju, en strax er úti-
fundinum á fjallinu lauk gekk þing-
heimur aftur til kirkju og hlýddi á
hljómleika. Var þar flutt mikil kantata,
sem organistinn hafði samið í tilefni
stórstúkuþingsins, en ljóðið hafði orkt )
einn Reglubróðir, séra Monrad Norde-
val. Hann flutti einnig kröfuga ræðu
við þetta tækifæri og kvæði hans er
þróttmikið. Um hljómleikinn kann ég
ekki vel að dæma, en mér fannst hann
mikilfenglegur og góða blaðadóma fékk
S