Eining - 01.09.1946, Page 5
E I N I N G
5
Útifundur stórstúkuþingsins norska, á fjallinu í Aalesund.
hann. Organistinn heitir Edvin Solem.
I kirkjunni mun hafa verið um 1000
manns, hún er mikið og vandað must-
eri. Kirkjukórinn er geysivíður og
mikill og skreyttur freskómyndum, dýr-
um listaverkum. Ég hef aldrei heyrt í
hljómmeira pípuorgeli en þarna í
kirkjunni,, er það talið þriðja bezta í
landinu og jafnvel hljómmesta. Það
er nýtt.
Allan mánudaginn stóðu yfir þing-
fundir stórstúkunnar, en um kvöldið
voru erlendu fulltrúarnir og um 30—
Kirkjukórinn í Aalesund.
40 forustumenn Reglunnar í Norvegi
boðnir til kvöldverðar og kvöldskemmt-
unar til æskulýðssamtakanna í þessu
umdæmi, en þau ráða yfir kaffistofunni
á fjallinu, og þar stóð hófið. Þetta var
sérlega vel heppnað og skemmtilegt
kvöld, veitingar voru myndarlegar, ræð-
ur stuttar og fáar, en sumar léttar og
skemmtilegar. Þar flutti til dæmis stór-
templar Dana, Tage A. Andersen,
skemmtilega ræðu. Auðvitað.var há-
templar, Oscar Olson, alltaf fyrsti mað-
ur við öll slík tækifæri og hans þátttaka
í þinginu mikil og góð. Séra M. Norder-
val sagði margar skemmtisögur og
skrítlur þarna í veizlunni og hlóu menn
dátt. Seinast voru erlendu fulltrúarnir
leystir út með skemmtilegri gjöf. Það
var falleg mynd af Aalesund, tekin af
bænum ofan af fjallinu, er hann var
uppljómaður síðasta kvöld ársins áður
en myrkur stríðsskelfinganna grúfði
sig yfir borgir Norvegs. Mynd þessi
var okkur kærkomin gjöf.
Það var uppörvandi og gaman að
kynnast þessari hreyfingu og samtaka-
mætti góðtemplaraæskunnar í Norvegi.
Af henni getum við íslendingar lært
töluvert. Sambandið gefur út myndar-
legt mánaðarrit, sem heitir Good-
templarungdommen, ritstjóri þess er
Ljósm.: Sponland.
Olaf Ramsvik, búsettur í Bergen, en
hinn nýkjörni formaður þessa æsku-
lýðssambands templara í Norvegi heitir
Kare Werner. Sambandið var nýbúið
að hafa myndarlegt þing í Bergen. Ég
legg til við Stórstúku íslands, að hún
sendi hæfan ungan mann til Norvegs
um þriggja mánaða tíma til þess að
kynnast þessu æskulýðsstarfi Reglunn-
ar þar. Það mundi borga sig og við
munum fá tilboð. Annars var yfirleitt
uppörvandi að koma til Norvegs og
kynnast fólki, ungum sem gömlum.
Það er nú vorhugur í þjóðinni og hún
mótuð af krafti og djörfung. Áhuginn
fyrir Islandi og vinarþelið, er alls staðar
áberandi.
Umdæmistemplar á Sönnmöre heitir
Jens Skuggen. Hann er kaupmaður í
Aalesund, en vinnur mikið að allskon-
ar félagsmálum. Hefur verið umdæmis-
templar í 12 ár, er formaður skátanna
og forustukraftur í ýmsum öðrum fé-
lögum. í yndislegri, skógivaxinni fjalls-
hlíð, þar sem fjallasýn er mikilfengleg,
við stórvatn, sem vel gæti heitið Ljósa-
vatn, hefur þessi ókvænti dugnaðar-
maður reist sér töfrahöll, sem er eins-
dæmi og ég treysti mér ekki til að
lýsa. Þar inni er safn af öllu hugsan-
legu listrænu og fallegu, en maðurinn
sjálfur er sérlega yfirlætislaus. Þarna
komum við í heimsókn um 800 manns.
Þar var kynnt stórbál við tjörn í skóg-
inum og gestir voru kvaddir með glæsi-
legum flugeldum. Þarna er mikill og
fjölbreyttur gróður og hefur eigandinn
unnið þar mikið fyrirmyndarverk.
Þarna í þessum paradísarlundi eydd-
um við kvöldinu við gestrisni húsbónd-
ans, ræður, söng og hljómlist. Það
verður okkur öllum, sem þar vorum,
minnisstætt kvöld.
Svo rann þá upp síðasti dagur þings-
ins. Þann dag skoðuðum við hina miklu
undraveröld inn í fjallinu, sem Þjóð-
verjar höfðu látið grafa þar. Þar voru
salir, íbúðir og gangvegir. Um tveggja
ára bil höfðu þeir haft margmenni við
að hreiðra þarna um sig inni í granít-
klettinum. Höfðu þar útsýn góða og
leiðslur niður að hafnarvirkjum og
gátu sprengt allt í loft upp fyrirhafnar-
laust, ef um innrás hefði verið að ræða.
Um kvöldið kom svo skilnaðarfundur
þingsins. Þar var enginn dans og ekki
veitingar, en góð skemmtun, stuttar,
góðar ræður, upplestur og hljómleikar.
Og auðvitað urðum við erlendu fulltrú-
arnir að þakka fyrir okkur og segja
nokkur kveðjuorð, en það var okkur
líka ljúft, því að við höfðum mikið að
þakka. Templarar í Norvegi vilja ekki
líða dans í fundarsölum sínum og jafn
vel æskulýðssamtökin stunda- dansinn
hóflega, skemmtanir aðeins 3—4 sinn-
um á ári. En templarahúsið í Aalesund
starfrækir svo myndarlega veitingasölu,
að stúkurnar hafa fundi sína í húsinu
endurgjaldslaust. Því miður var ég
ekki kominn, og sama var að segja
um hina erlendu fulltrúana, þegar mót-
tökuathöfnin fór fram kvöldið fyrir
þingsetningu, en það hafði verið
skemmtilegt kvöld og veizla.
Þetta er nú orðið langt mál og er
þó margt enn ósagt, sem í frásögu
mætti færa. Enn er eftir að segja frá
lokaþættinum, lengstu skemmtiförinni,
en áður vil ég minnast ofurlítið nánar
á þingið sjálft og starfið í Norvegi.
Þingstörf gengu fljótt og vel, þótt mikil
væru. Eru Norðmenn ráðnir í því að
hefja markvissa sókn í bindindisstarf-
inu um land allt, og mun ekki af veita,
því að ástandið þar er ekki gott. Ég
hef hvergi séð um hábjartan dag eins
mikið af drukknum mönnum og í Osló
einmitt í þessari ferð. Þegar hömlur á-
fengissölunnar voru leystar upp eftir
stríð, varð ástandið svo alvarlegt, að