Eining - 01.09.1946, Page 7

Eining - 01.09.1946, Page 7
E 1 N I N G 7 i \ t < i i Geirangerfjörðurinn hjá Sjö systra fossi Á heimleið komum við til staðar, sem heitir Stranda og þar snæddum við kvöldverð á þremur eða fjórum hótel um. Til Aalesund komum við um mið- nætti og var þá þessu söguríka stór- stúkuþingi að fullu og öllu lokið, með öllum þess skemmtilegu út-úr-dúrum. Ég var gestur Norðmannanna allan tímann mér að kostnaðarlausu og svo var auðvitað um hina erlendu fulltrú- ana. En eftir þetta tók ég svo við stjórninni sjálfur og bíður sú frásögn betri tíma. En leið mín lá svo til Oslóar og Stockholms og Kaupmannahafnar. En hratt var farið yfir, en samt náði ég þeim samböndum, sem mér lék mest hugur á. Förin var öll mjög ánægjuleg, en erfið með köflum, vökunætur á far- artækjum, þrengsli allsstaðar, troðning- ur við landamæri, þreytandi eftirlit og erfitt að fá rúm. á gistihúsum. — Nið- urlagið kemur seinna. Pétur Sigurðsson. En hilsen til Norges Storlosje Nu naar jeg er hjemme paa Island igjen, tenker jeg með stor glede paa min reise til de skandinaviske land, og især paa den hjertelige mottakelse jeg fikk paa Norges Storlosjemöte i Aalesund. Det var virkelig opmuntrende á komme i be- röring med den optimisme cg virkekraft, som pregede det norske folk hvor soni helst, og ikke minnst váre ordens brödre og söstre. Jeg er veldig glad for den interessante oplevelse reisen bragte mig og den forbindelse jeg har faatt med váre hovedkvarterer i de skandinaviske land, og der vil alltid bli en særskilt glans omkring minnene fra de uforglemmelige festdagene i forbindelse med Norges Storlosjemöte i Aalesund sommeren 1946. Hjertelig takk og den varmeste hilsen fra min hustru og mig, samt mine ordenssösken paa Island. Pétur Sigurdsson. Hœttulegt kvikindi Þetta hættulega kvikindi er ekki nema % úr þumlungi að lengd með haus og hala, en það er vel útbúið að ýmsu leyti. Það hefur til dæmis átta þúsund augasteina, í stað þess að við mennirnir höfum aðeins tvo. Það sér því mjög vel og er vart um sig. Það getur gengið fyrirhafnarlaust neðan í gljáu loftinu og upp glerkönnur, lappir þess eru svo límkenndar. Vængi hefur það svo lipra og sterka flugvöðva, að það hreyfir vængi sína tuttugu þúsund sinnum á 60 sekúndum. Þetta hættulega kvikindi er húsflug- an. En því er hún hættuleg? Vísindamenn hafa rannsakað fluguna ýtarlega og ná- kvæmlega og komizt að raun um, að á sínum loðna og lubbalega skrokk og löppum getur hún borið með sér að jafn- aði eina og kvart milljón sýkla. Mest hafa þeir fundið á einni flugu sex millj- ónir sýkla. Er ekki notalegt að fá flugdreka með slíku sýklahlassi niður í rjómakönnuna, mjólkurílátið, eða hvaða mat sem er? Er ekki geðslegt að sjá þessi kvikindi, loðin af alls konar sýklum, taugaveikis- sýklum, holdsveikissýklum, tæringar- sýklum og mörgum fl. dansa á rósrauð- um vörum sofandi hvítvoðungs, eða á sætu kökunum, sem við gæðum okkur á, ostinum, smjörinu, sykrinum og alls konar matartegundum. Þessar flugur eru á sífeldu sveimi á milli búra, eld- húsa, f jósa og kamra. Bera svo óþokkan úr haugum, kömrum og fjósum inn á matinn í búrum og eldhúsum. En húsflugan hefur engar tennur, heldur aðeins ofurlítinn rana, sem hún sýgur fæðuna til sín með. Hún lifir ein- göngu á fljótandi fæðu. Þegar hún því sezt á sykurinn, þá ælir hún á hann vökva til þess að leysa hann upp og sýgur svo upplausnina aftur til sín. En auðvitað verður alltaf eitthvað eftir af spýju hennar á sykrinum, og þegar flugurnar eru nógu margar, geta menn gert sér ljóst, hve geðslegt þetta er. Kvenflugan er ákaflega þefnæm og finnur þannig staðina, sem henta eggj- um hennar bezt, og hún er mjög frjó- söm. Egg hennar eru um 600 og hún verpir þeim um 100 saman á hverjum stað. Og ungviði flugunnar er ekki lengi að komast á legg. Hér er því um milljóna her að ræða, já, óteljandi milljóna her, sem getur borið með sér, hvar sem hann flýgur og fer ógrynni af sýkjandi og drepandi efnum. Ef fluga gengur þvert yfir ósætt gelatine í undirskál og það er svo látið standa nokkurn tíma, einn eða tvo daga, sézt ofurlítil slóð eftir lappir flugunnar. Það eru eins konar hvítleitar agnir. Þetta er gerlagróður, sem þrifizt hefur svo fljótt og vel í sporum flugunnar, að er nú sjáanlegur með berum augum. Þetta nægir til þess að minna á, hve ógeðsleg og hættuleg húsflugan er. Mun- ið þá um leið, að óþrifnaðurinn er bezti vinur þessa vágests, en þrifnaðurinn utan húss og innan óvinur hennar. Flug- ur eiga ekki að sjást í bústöðum manna eða sölubúðum af neinni gerð, allra sízt í matsölubúðum, mjólkur- og brauðbúð- um. Og flugnasvermur er auðvitað for- dæmanlegur á öllum veitingastöðum, hvort heldur er á skipum eða veitinga- húsum. — Útrýmum flugum og óþrifn- aði. Leiki ocj brauð Á vaxtar- og manndómsárum Róma- veldisins var áhugamál lýðsins og leið- toga hans: sigurvinningar. Þessu fylgdi: nýir sigrar, frægð, aukið vald og ósigr- andi þrek. . Á hnignunartímabilinu, þegar stjórn- málaspilling, hirðlífsspilling og spilltur aldarandi hafði náð tökum á þjóðinni, heimtuðu menn leilci og brauð. Sýking þjóðlífsins magnaðist, hnignunin hélt áfram og hrunið kom, og varð mikið. Eftir hverju sækjast menn nú ákaf- ast? Skemmtunum og nautnum. Kvik- myndasýningum, dönsum, veizlum, á- fengi, tóbaki og frílífi í kynferðismál- um. Sjötíu og sjö milljónir manna sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum í hverri viku. En um okkur sagði athugull og greindur maður, að „kvikmyndahúsin væru skólarnir, reyfararnir námsbæk- urnar og dansskemmtanirnar praksís- inn“. i

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.