Eining - 01.09.1946, Qupperneq 9

Eining - 01.09.1946, Qupperneq 9
E I N I N G 9 \ V * > < t * Ef einhver fer með annarlegar kenningar og fylgir ekki hinum heilnæmu orðum drottins vors Jesú Krists og kenningunni, sem sam- kvæm er guðhræðslu, þá hefur hann ofmetnast, þó að hann viti ekki neitt, en er sótttekinn af þrætum og orðastælum, sem af fæðist öfund, deilur, lastmæli, vondar hugsanir, þjark og þras hugspilltra manna, sem sneyddir eru sannleikanum, en skoða guðhræðsluna sem gróða- veg. Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur; því að ekkert höfum vér inn í heiminn flutt, ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan; — en ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja . En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og margar óviturlegar fýsnir og skeðlegar, er sökkva mönnum niður í tor- tíming og glötun; því að fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkurir villzt frá trúnni og hafa stungið sjálfa sig mörgum harmkvælum. En þú, Guðs maður, forðast þetta, en stunda réttlæti, guðhræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð. Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið. — 1. Tímóteusarbréf, 6, 3-11. Hörmulegt slvs Það er morgunn. Veðrið er bjart og fagurt. Stinnings kaldi er á firðinum. Frá lendingunni hjá einum bænum út með firðinum er litlum bát ýtt frá landi. Tveir ungir piltar stökkva upp í hann, setjast undir árar og róa frá landi. Kvöldið áður hafði annar pilt- urinn komið í heimsókn til bæjarins, mest megnis til þess að njóta skemmti- legra samverustunda með pilti, sem þar átti heima og var á líkum aldri. Þenn- an morgun hafði aðkomupilturinn óð- fús viljað fara á flot og sigla í kaldan- um. Foreldrar heimapiltsins löttu far- arinnar. En það varð þó úr, að piltarn- ir höfðu sitt fram. Og nú reru þeir út á fjörðinn. Þeir voru komnir skammt frá landi, er þeir lögðu inn árar, settu upp segl og sigldu blásandi byr út á fjörðinn. Þeir voru komnir allt að því miðju vegar út á fjörðinn, er svo virt- ist, sem þeir væru að snúa við. Seglið slóst til. En er það aftur fylltist af vindi, kastaðist báturinn á hliðina. Fyrr en varði hvarf hann niður í djúpið. Móðir heimapiltsins horfði á slysið. Æ síðan ásakaði hún sig fyrir það, að hafa ekki spornað við ferð piltanna með því að neita þeim að fara. — Það var brugðið við frá öðrum bæ, þar sem slyssins varð vart og bát ýtt úr vör. En hann kom um seinan á slysstaðinn. Piltarnir voru horfnir. Aðeins rekald eftir. Það er alllangt síðan þetta hörmu- lega slys vildi til. En er ekki eitthvað líkt að gerast nú í dag með íslenzku þjóðinni? Hingað til lands er kominn gestur. Hann er talinn vera kominn til þess að skemmta sem flestum Islend- ingum. Og þeir vilja margir óðfúsir hafa hann hjá sér. Hann lokkar þá marga með sér út á djúpið, þar sem þeir farast, en sjálfum sér fær hann borgið og heldur áfram að lokka og laða út í freyðandi löður girnda, glæpa og tortýmingar. Og valdamenn á heim- ili þjóðarinnar horfa margir á slysin, ekki með saknaðartár í augum yfir slysum þeim, sem þeir hafa fyrir aug- um, heldur hvetja, eða að minnsta kosti letja ekki, siglingarinnar með gestinum. Já — gesturinn, Bakkus, gengur svo að segja óáreittur um og tortímir fleiri og fleiri æskumönnum þjóðarinnar. — Áfengisverzlunin aug- lýsti sumarleyfi starfsfólks síns í út- varpinu í kvöld. En fyrirvarinn var nógur, til þess að sem flestir gætu byrgt sig upp af áfengi — tekið Bakkus með sér á skemmtisiglingu! Hvað verða reköldin mörg, sem komið verður að eftir þá för? Hversu mörg verða hin hörmulegu slys, ef haldið verður áfram að hafa Bakkus í land- inu? Við tölum um í einlægni og sem sannir íslendingar, að við viljum enga íhlutun erlends valds hafa í landinu. En er þeirri sjálfstæðisbaráttu lokið, fyrr en Bakkus er gerður landrækur? Jón Kr. ísfeld BÆN Kærleiksríki, algóði Guð og Faðir. Þú eilífi alvaldi og órannsakanlegi máttur, sem viðheldur öllu lífi. Þú, sem heyrir andvörp barnanna þinna og bænheyrir þau.. — Vér þökkum fyr- ir Ijós lífsins og sannleikans. Leið þú oss þinn veg, svo að vér í sannleika verðum Ijóssins börn. Vér þökkum fyr- ir einlæga ástvini og trygga og trúfasta vini. Gef oss styrk til að elska þá með falslausum kærleika.Vér þökkum fyrir fósturlandið fagra og góða. Gef oss vísdóm til þess að ala þar upp andlega og líkamlega hrausta þjóð, þjóð, sem elskar þig og tilbiður þig og verður þannig blessunar þinnar aðnjótandi í ríkum mæli. Himneski faðir. Vér þökk- um fyrir hin margvíslegu og miklu gæði lífsins, sem vér daglega meðtökum af þinni föðurhönd. Kenn oss að meta hlutina rétt og fagna og gleðjast yfir dásemdum lífsins, svo að vér getum lifað sigursælu og hamingjusömu lífi. Stjórna þú hugsun vorri þannig, að vér getum fundið til nærveru þinnar á hverri stundu, því að vér vitum að þú ert alls staðar nálægur. Blessa þú, ó Guð alla menn, en einkum þá, sem eiga bágt; blessa land vort og þjóð, blessaðu heimili þessa lands, feður og mæður, börn og hinn unga og óreynda æskulýð. Láttu anda þinn útrýma kulda og kær- leiksleysi úr hjörtum- mannanna, og öllu því, er gerir samlíf barna þinna ömurlegt og kvalafullt. Láttu anda þinn sigra sundurlyndi og eigingirni og gróðursetja guðseðlið í hjörtum okkar allra. Verður þá þinn vilji. Bréf send Einingu Einn embættismaður skrifar: „Alvarlega djúpt hefur snortið mig hin ólgandi skelfing, sem áfengið veld- ur umhverfis mig.“ Annar embættismaður segir: „Nú þarf að vinna að undirbúningi bannsins með öflugri sókn í ræðu og riti, svo að atkvæðagreiðslan verði trygg.......Við verðum að fá annað ástand en nú er.“ Þriðji maðurinn skrifar, hann er fyrv. embættismaður: „Ég les Einingu vanalega í einni lotu.“ — Það voru góð meðmæli. Þá skrifar einn kaupandi blaðsins á þessa leið: „I vetur var einhver skemmtun hér og auðvitað fyllirí. Þá urðu áhafnir 7 báta að liggja í landi daginn eftir, þótt gott sjóveður væri, vegna þess að mennirnir voru hér og þar ósjálf- bjarga. Þennan dag fiskuðu bátar annars 5—12 smálestir, og er þá talað um hausaðan og slægðan fisk. Þar hef- ur þá ríkið tapað tugum þúsunda króna, og svo eru afleiðingarnar heima fyrir.“ Landskunnur maður, í þjónustu rík- isins, sagði við mig í gær: „Ljótt er oft að sjá út um skrifstofugluggana á Arn- arhváli. Það liggur við að maður finni til samsektar.“ — Þannig eru radd- irnar yfirleitt. Harðbrjósta verð ég að halda að þú sért og hafir ei miskunn að geyma ef ekkert þú finnur þar athugavert, sem önnur eins skelfing á heima. Halldór Helgason. 1

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.