Eining - 01.09.1946, Page 10
4
10
E I N I N G
15. iambandsþing og 5 lanils-
mót Ungmennafélagsi íslands
að Languni, $-Þing.
4-7. júlfi 1946
Sambandsþingið hófst 4. júlí og stóð
þann dag og hinn næsta. Mættir voru
52 fulltrúar frá flestum héraðssam-
böndum U. M. F. I. en þau eru nú 16
— með 180 félög og um 10000 félags-
menn.
Forsetar þingsins voru: Þórarinn
Þórarinsson skólastjóri Eiðum, Þorgils
Guðmundsson kennari í Reykholti og
Björn Guðmundsson kennari Núpi. Að-
alritari þingsins var Sigurður P.
Björnsson Húsavík. Sambandsstjóri U.
M. F. í. sr. Eiríkur J. Eiríksson Núpi,
setti þingið með ræðu, en Daníel Ágúst-
ínusson ritari þess, flutti ítarlega
skýrslu yfir störf U. M. F. I. þrjú
s 1. ár.
Aðalmál þingsins var: Réttindamál
Islendinga. Var gefin út löng yfirlýsing
varðandi það mál. I henni er fagnað
gjörðum Alþingis 17. júní 1944, en
jafnframt lýst yfir, að baráttunni sé
ekki lokið, fyrr en Danir skili aftur
þeim fornbréfum og skjölum, er vér
eigum í söfnum þeirra. Þá var lýst yfir
samúð með sjálfstæðiskröfu Færey-
inga. Mótmælt dvöl erlends hers á ís-
landi. Þjóðin hvött til varfærni gagn-
vart erlendum stefnum, en ráðlagt að
leita fylgis hjá þeim þjóðum, er styðja
lýðræði og réttindi smáþjóða, er frelsi
Islands byggist á.
f bindindismálunum var skoðun
þingsins eindregin sú, að taka bæri upp
bann og láta fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um það við næstu almennar
kosningar.
Varðandi íþróttamálin var samþykkt,
að næsta landsmót skyldi háð á Aust-
urlandi vorið 1949 og athugað, hvort
ekki væri hægt að senda flokk íþrótta-
manna til Noregs á næsta ári í tilefni
þess að U. M. F. í. verður þá 40 ára.
Áskriftargjald Skinfaxa var hækkað
í kr. 10,00 árgangurinn.
Mikill samhugur ríkti á þinginu fyr-
ir málefnum ungmennfélaganna og
bjartsýni á framtíð þeirra.
Auk fulltrúa og stjórnar mætti á
þinginu Þorsteinn Einarsson íþrótta-
fulltrúi, er flutti erindi um íþróttamál.
Stjórn U. M. F. f. skipa nú: sr. Ei-
ríkur J. Eiríksson sambandsstjóri,
Daníel Ágústínusson ritari, Daníel Ein-
arsson gjaldkeri, Gísli Andrésson vara-
sambandsstjóri og Grímur Norðdahl
meðstjórnandi. Heiðursfélagi U. M. F.
í. var kjörinn Björn Jakobsson skóla-
stjóri íþróttakennaraskólans á Lauga-
vatni í tilefni af 60 ára afmæli hans á
þessu vori.
Landsmótib hófst kl. 10 árd. 6. júlí
með skörulegri setningarræðu sam-
séra Eiríkur J. Eiríksson.
bandsstjórans sr. Eiríks J. Eiríkssonar.
Fór athöfn þessi fram sunnan við hér-
aðsskólann. Mættir voru þá um 200
íþróttamenn víðsvegar að af landinu,
sem þátt tóku í mótinu og nokkur
hundruð mótsgestir. Síðan var farin
hópganga út á íþróttavöllinn, sem er
skammt vestan við skólann. Hófst þar
forkeppni í flestum íþróttagreinum
mótsins og stóð hún allan daginn með
venjulegum matarhléum. Þar setti Þur-
íður Ingólfsdóttir frá Héraðssambandi
Suðurþingeyinga íslandsmet í 80 m.
hlaupi. Hljóp hún vegalengdina á 11
sek. Veður var hið fegursta sem á var
kosið — logn og sólskin allan daginn.
íþróttavöllurinn var nýlega gerður
og reyndis mjög vel. Umhverfis hann á
þrjá vegu eru lyngi vaxnar brekkur, en
opið til suðurs. Margar þúsundir manna
geta prýðilega notið þess, sem fram fer
á vellinum og haft hin ágætustu sæti,
ef veður er hagstætt.
Um kvöldið hófst almennur ung-
mennafélagsfundur heima við skólann
og kom fólkið sér fyrir í brekkunum
umhverfis tjörnina. Þar var sérstaklega
minnzt 40 ára afmælis ungmennafélag-
anna, en fyrsta Umf. er stofnað á Ak-
ureyri 14. janúar 1906. Það var því ein
ástæðan til þess, að mótinu var að
þessu þessu sinni valinn staður í Norð-
urlandi, að ‘þar stendur vagga ung-
mennafélaganna. Þarna skiptust á al-
mennur söngur og stuttar ræður.
Meðal í’æðumanna voru: Björn Guð-
mundsson Núpi, Helgi Valtýsson Akur-
eyri, Stefán Runólfsson frá Hólmi og
sr. Pétur Ingjaldsson á Höskuldsstöð-
um. Milli þess að ræður voru fluttar
stóð mannfjöldinn upp og söng ætt-
jarðarljóð. Stjórnaði Þórarinn skóla-
stjóri á Eiðum söngnum af miklu fjöri
og var rösklega tekið undir í kvöld-
kyrrðinni. Þar var og komin Lúðra-
sveit Akureyrar, sem lék undir stjórn
Wilhelm Lanzky Otto og setti hún
vissulega svip á þessi hátíðahöld. Hún
lék svo af og til allan sunnudaginn við
góðan orðstýr. í mótskrána voru prent-
uð nokkur ættjarðarljóð, sem sungin i
voru og bætti það að vonum aðstöð-
una við sönginn.
Ungmennafélagsfundinum lauk kl.
rúmlega 23. Fóru þá ýmsir í háttinn,
en aðrir fóru á kvikmyndasýningu, en
þær fóru fram í leikfimishúsinu síðari
hluta dagsins. Þar var meðal annars
sýnd myndin frá Hvanneyrarmótinu
1943. Sá Viggó Nathanaelsson um
þennan þátt mótsins. ^
Sunnudaginn 7. júlí, sem var aðal-
dagur mótsins, hófst með fánahyllingu
og morgunsöng heima við skólann kl. 9
árdegis. Síðar var gengið á íþróttavöll-
inn en þar hófust úrslit í ýmsum í-
þróttagreinum mótsins og var þeim
lokið um hádegi, nema sundinu. Einnig
fór þar fram handknattleikur kvenna,
milli flokka frá þremur héraðssam-
böndum, er lauk með sigri héraðssam- ^
bands Suður-Þingeyinga. Hinir tveir
flokkarnir voru frá Ungmennasam-
bandi Kjalarnesþings og Ungmenna- og
íþróttasambandi Austurlands. Var hin
bezta skemmtun að keppni þessara
flokka, sem komnir voru sitt úr hverj-
um landsfjórðungi til mótsins.
Árangur í íþróttunum var yfirleitt
ágætur og borið saman við Hvanneyr-
armótið 1943, þá kemur í ljós að fram-
för hefur orðið í hverri einustu íþrótta- >
grein, sem keppt var í nú og á
Hvanneyri. í ýmsum greinum er hann
mjög mikill og í sumum þeirra er sig-
urvegarinn hinn sami. Auk þess Is-
landsmets, sem áður er frá sagt, setti
Áslaug Stefánsdóttir frá Héraðssam-
bandinu Skarphéðni Islandsmet í 500 m
sundi á 9:00.7 mín. Hún varð einnig
hlutskörpust í öllum sundgreinum
kvenna á mótinu og þótti vel af sér «
vikið. Hún er aðeins 16 ára að aldri.
Þá setti Sigurður Jónsson úr Héraðs-
sambandi Þingeyinga Isl.met. í 1000
m. bringusundi karla. Synti hann leið-
ina á 17:25,7 min. En íslandsmetið
átti Sigurður Jónsson í K. R. á 18:58,0
mín. svo framförin er býsna mikil.
Vakti sund þetta mikla athygli móts-
gesta, sem að vonum fannst mikið til
um sundafrek Sigurðar. f
Flest stig hlutu á mótinu, Áslaug,
Sigurður og Jón Ólafsson frá Ung-
menna- og íþróttasambandi Austur-
lands, 12 stig hvert. Jón er mjög fjöl-
hæfur frjálsíþróttamaður.
Þessi héraðssambönd og félög tóku
þátt í mótinu og hlutu eftirgreind stig:
1. Héraðssamband Þingeyinga, sem
vann mótið með 47 stigum.
2. Ungmenna- og íþróttasamband 9
Austurlands 35 stig.
3. Héraðssambandið Skarphéðinn 29
stig.
4. Ungmennasamband Borgarfjarðar
22 stig.