Eining - 01.09.1946, Qupperneq 11
E I N I N G
11
K
i
>
>
*
l
>
í
5. Ungmennasamband Kjalarnes-
þings 16 stig.
6. Ungmennasamband Eyjafjarðar
11 stig.
7. Ungmennasamband Norður-Þing-
eyinga 8 stig.
8. Ungmennasamband Skagfirðinga
8 stig.
9. Ungmennafélag Reykjavíkur 4 stig.
Þetta sýnir hversu almenn þátttakan
var í mótinu og hversu víða af landinu
íþróttamenn sóttu til þess. Ferðin hjá
Sunnlendingunum, sem voru 80, tók um
vikutíma.
Aðal hátíðahöld sunnudagsins hófust
við skólann kl. 14.80 með guðsþjónustu,
sem sr. Eiríkur J. Eiríksson flutti.-
Lúðrasveitin lék sálmalög á undan og
eftir, en mannfjöldinn söng með. Ræð-
an var hin merkasta, enda veitt hin
mesta athygli. Að því loknu fluttu þeir
ræður Júlíus Hafstein sýslumaður á
Húsavík og Jón Sigurðsson bóndi á
Yztafelli. Lúðrasveitin lék ættjarðarlög
á milli.
Þegar þessari athöfn var lokið, sem
var kl. 16,30, var haldið út á íþrótta-
völlinn og safnast saman í stórum
hvammi skammt utan við hann, en þar
hafði verið settur niður stór trépallur,
þar sem fimleikasýningar fóru fram og
ennfremur dansinn um kvöldið. Fólkið
skipaði sér í lyngivaxnar brekkurnar á
tvo vegu.
Fimleikasýningarnar hófust með sýn-
ingu íþróttakennaraskólans á Lauga-
vatni, undir stjórn Björns Jakobssonar
skólastjóra. En skólinn mætti á mótinu
í boði U. M. F. í. Sýndi hann í tveimur
hópum. Fyrst 5 stúlkur og síðan 6
piltar. Vakti sýning skólans mikla
hrifningu og var honum ákaft fagnað.
Sérstaka athygli vöktu æfingar þær,
sem Björn hefur samið við Þjóðsöng-
inn, en sjálfur leikur hann undir á
fiðlu. Gerði hann það einnig við marg-
ar aðrar æfingar. Æfingar piltanna á
dýnu og kistu voru fjölbreyttar og
skemmtilegar.
Þegar íþróttakennaraskólinn hafði
lokið sýningunum, gekk inn á pallinn
20 manna sveit úr íþróttafélaginu Þór
á Akureyri, klædd fögrum og smekk-
legum búningum. Sýndi hún þjóðdansa
undir stjórn Jónasar Jónssonar kenn-
ara frá Brekknakoti. Leikið var undir
á orgel. Dansaðir voru vikivakar og
sænskir þjóðdansar. Það leyndi sér ekki,
að fólk skemmti sér afar vel við að
horfa á dansana og munu sænsku
dansarnir einkum verða mörgum minn-
isstæðir. Þeir eru léttir og fjörugir.
Ættu þeir að hafa öll skilyrði til að
verða útbreiddir.
Að lokum sýndu 15 stúlkur frá Ung-
mennasambandi Eyjafjarðar fimleika,
undir stjórn Gísla Kristjánssonar í-
þróttakennara frá Bolungavík. Flokkn-
um var mjög vel fagnað. Enda voru
æfingar hans léttar og fjörugar, og
þjálfunin prýðileg.
Þegar þessum þremur sýningum var
lokið hófst glíman. Stjórnaði Þorsteinn
Einarsson henni, en aðaldómari var
Þorgils kennari í Reykholti. Keppendur
voru 7, frá þremur héraðssamböndum.
Sigurvegari varð Sigurjón Guðmunds-
son frá Héraðssambandinu Skarphéðni.
Lagði hann alla keppinauta sína.
Um kl. 9 hófst svo dans á pallinum
og lék Danshljómsveit Bjarna Böðvars-
sonar.
Kl. 23 hófst afhending verðlauna
heima við skólann. Sambandsstjóri U.
M. F. í. veitti þrem beztu mönnunum í
hverri íþróttagrein viðurkenningu og
auk þess voru ýms sérverðlaun veitt.
Aðalverðlaunin — skjöldinn — hlaut
Héraðssamband Suður-Þingeyinga og
tók formaður þess, Jón Sigurðsson á
Arnarvatni, á móti honum. Var hann
nú tekinn úr höndum Austfirðinga, en
þeir sóttu hann í greipar Kjalnesinga
1943, sem unnu hann í Haukadal 1940,
en þá hófst keppni um þennan skjöld.
Að lokum sleit sambandsstjóri þessu
5. landsmóti U. M. F. f. með ræðu.
Þakkaði öllum, sem hlut áttu að því
að gera það jafn glæsilegt og raun bar
vitni um. Að lokum sungu allir af lífi
og fjöri: Vormenn íslands og var þá
komið fram á lágnætti. Fóru þá margir
að búast til heimferðar. Þegar flest var
um daginn mun hafa sótt mótið rúm-
lega þrjár þúsundir manna. Áfengis
varð ekkert vart, og sýndu samkomu-
gestir íþróttafólkinu og ungmennafé-
lögunum með því hina ákjósanlegustu
virðingu. Er sérstakt ánægjuefni að
geta með góðri samvizku sagt frá slíku,
á þeim áfengis- og upplausnartímum,
sem nú ganga yfir.
Stjórnandi mótsins, var Þorsteinn
Einarsson íþróttafulltrúi og hafði hann
mikil afskipti af undirbúningi mótsins
frá upphafi. Aðal undirbúning annað-
ist stjórn Héraðssambands Suður-Þing-
eyinga. Var hann ágætlega af hendi
leystur.
Ungmennafélagshreyfingin hefur
vaxið af þessu móti og sú hugsjón U.
M. F. f. er orðin að veruleika, að halda
landsmót þriðja hvert ár, til skiptis í
landsfjórðungunum, með almennri þátt-
töku íþróttamanna úr flestum héraðs-
samböndum U. M. F. f. Með móti þessu
var 40 ára afmælis Ungmennafélags-
hreyfingarinnar minnzt í verðugu
starfi.
D. Á.
Aiislan úr Flóa
Tveir hvítir svanir hefja flug norður
'í mýrinni og svífa syngjandi í austur-
átt. Sólmóðan bylgjast um bláloftin
yfir flóanum og fjallasýnin er æfin-
týralega fjarræn, eins og táknheimar
í þjóðsögu. En hvað þessi breiða sveit
er fögur og yndisleg, þegar sólskinið
er yfir henni. Og létt að skilja þá,
sem búa hér og hugsa ekki til heiman-
göngu. Fólkið er gott og þó hef ég hér
líka orðið vitundarvottur að því, að til
eru menn, sem særa hér þá sveitunga
sína, sem viðkvæmastir eru og mesta
og helgasta lífsþrá eiga, með háði og
fleiri móðgandi viðhorfum til þeirra og
ástvina þeirra.
Þessi heiði, bjarti sunnudagur, feg-
ursta veður yfir flóanum á þessu sumri,
gefur annari þrá byr undir vængina.
Ég hef enn ekki séð hér snæbjartar
tunglskinsnætur. Þá töfrasjón óska ég
að líta. í vetur þegar ég lét mig
dreyma lognöldu framan við Gegnishóla
og vissi hvergi af brimhrönn vetrarins,
gleymdi ég alveg fegurð skammdegis-
nótta. Ég sá aðeins sumarið og dá-
semdir þess í huganum, skynjaði kom-
andi vor með nýrri von og svífandi þrá,
svana-ástir austur í Flóa, veröld, þar
sem draumur vetrarrjúpunnar rætist
í lyngrunni. Nú þrái ég líka dýrð vetr-
arins.
Ég var úti í nótt um lágnættið. Ó,
hversu kyrrð og friður húmþrunginnar
sumarnæturinnar veitti sælli hvíld en
þungur, dimmur svefn eftir erfiðisdag,
og var fyllri að ævintýrum og unaðs-
legum ljóma. Eins og lífið á þessari
jörð þarfnast og þráir. I dag, meðan
himininn er blár og bjartur hvílast
ævintýrin bak við hlýja geislana, svip.
lík fjöllunum, sem fela sig í ljósmóð-
unni.
Bláa Ingólfsfjall, snæbrýndi Eyja-
fjallajökull, Þríhyrningur, Búrfell,
Botnssúlur og Hekla! Eruð þið ekki
sjálf stórfeld ævintýri á þessari jörð?
Skilijið þið hin ævintýrin, ævintýri
hins lifandi heims? Skynjið þið sorg
Við guðsþjónustu mótsins.