Eining - 01.09.1946, Side 14

Eining - 01.09.1946, Side 14
14 um, einkum telur ársþingið nauðsynlegt að byrjað verði á útisundlauginni og leikvangnum, sem allra fyrst“. „Ársþing I.S.Í. haldið í Reykjavík í júnímánuði 1946, skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að láta Skautahöll h.f. fá aftur lóð þá, sem félaginu var upphaf- lega veitt, eða aðra, sem félagið gæti sætt sig við undir skautahöll, þar sem annars eru líkur fyrir, að ekkert muni verða úr byggingu þessa íþróttamann- virkis, er hafa mun ómetanlega þýð- ingu fyrir Reykjavík og landið allt“. Tillögur, sem vísað var til sjórnar Í.S.Í.: „Ársþing Í.S.Í. 1946 felur stjórn sambandsins að beita sér fyrir aðgerð- um til að stemma stigu fyrir áfengis- neyzlunni í landinu og uppivöðslusemi ölvaðra manna á íþróttamótum og sam- komum víðsvegar um landið, m. a. með eftirfarandi: a. Lög um héraðabönn komi til fram- kvæmda. b. Ríkið hafi jafnan tiltæka nokkra lögregluþjóna, er haldi uppi reglu á samkomum í landinu, viðkomandi félög- um og samböndum að kostnaðarlausu“. „Ársþing Í.S.Í. 1946 felur stjórn sambandsins að sækja um fjárstyrk úr ríkissjóði til aukinnar bindindisfræðslu á vegum sambandsfélaga sinna“. „Ársþing I.S.Í. beinir því til stjórnar sambandsins, að vinna að því að öll félög, íþróttabandalög og önnur héraða- sambönd innan Í.S.I., hafi fána eða merkjasölu til ágóða fyrir íþróttastarf- semina einu sinni á ári, skiptist hagn- aðurinn jafnt á milli I.S.I. og viðkom andi aðila. Telur ársþingið vel til fall- ið, að I.S.I. skipuleggi og hafi á sínum vegum fánasölu þjóðhátíðardaginn, ef leyfi til þess fæst. Að öðru leyti velji stjórn viðkomandi félaga og bandalaga merkjasöludaga, eftir þvi, sem þeim bezt hentar“. Þingið felur sambandsstjórninni að vinna ötullega að eflingu sjóðs þess, sem ætlaður er til byggingar íþrótta- heimilis sambandsins. Skal stjórnin skipa til þess sérstaka nefnd, telji hún það nauðsynlegt. „Ársþing I.S.I. 1946 felur stjórn sambandsins að undirbúa, sem bezt má verða 35 ára afmælismót á þingvöllum 1947, og skorar jafnframt á öll íþrótta- félög landsins að senda sem flesta kepp- endur á mótið“. „Ársþing I.S.Í. 1946 beinir því til stjórnar sambandsins að taka til at- hugunar hvort ekki muni vera hagan- legt að halda næsta ársþing í einhverju sumargistihúsi t.d. Geysi“. Þess má geta, að stjórn Í.S.Í. hefur ákveðið á fundi sínum 23. 6. að Íslandsglíman 1947 fari fram í Haukadal." SVARTI DAUÐI. Sýkill veldur sárum nauða, sýgur blóð. Ríkið selur Svarta dauða sinni þjóð. P. S. í E I N I N G Skinfaxi Tímarit U.M.F.Í. 1. hefti 1946, er bæði sjálegt að útliti og holt lesmál. Þar er meðal annars eftirtektarverð ritgerð eftir Halldór Kristjánsson, „Kvikmyndir og menning.“ Þá er þar prýðileg grein eftir Þorstein M. Jóns- son skólastjóra: „Höfum við gengið til góðs?“ Leyfir Eining sér að birta hér kafla úr þeirri grein. Þar segir svo: „Þetta tvennt, hin sterka innri vaxt- arþrá þjóðarinnar, og dæmi frænda vorra, Norðmanna, voru þeir undir- straumar, sem mest réðu í stefnu hinna fyrstu ungmennafélaga. Stefnuskrá og skuldbindingar hinna fyrstu ungmenna- félaga voru merkilegar, álíka merkileg- ar og stefnuskrá Fjölnismanna var 70 árum áður. Einkunnarorð þeirra voru: Sannleikurinn og réttlætið fyrir öllu. Ef æska allra tíma á íslandi einsetti sér að lifa samkvæmt þessum einkunn- arorðum, þá væri menningu þjóðarinn- ar að fullu borgið. Félagar gátu þeir einir orðið, sem „treystu handleiðslu guðlegs afls“. En hér var ekki að ræða um neinar sértrúarkreddur, heldur trú þá, sem felst í vísu Steingríms Thor- steinssonar: „Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér.“ Hugsjónin var sú, að sannleikurinn og réttlætið væru guðleg öfl og með því að taka þau i þjónustu sína, þá gæti æska Islands unnið stór afrek til heilla fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. Þá var það eitt í skuldbindingu félags- manna, að þeir urðu allir að vera vín- bindindismenn. Vínnautn var í augum hinna fyrstu ungmennafélaga skortur á sannri menningu. Hún veiklaði menn líkamlega og andlega, og hún var ekki um hönd höfð í þjónustu sannleika og réttlætis. Bakkus var falsguð, Loki í mannheimi. En höfuðtilgangi sínum lýstu stofnendur ungmennafélaganna bezt með þessari grein: „Að reyna af fremsta megni að efla allt það, sem er þjóðlegt og ramíslenzkt og horfir til gagns og sóma fyrir hina íslenzku þjóð. Sérstaklega skal reyna að leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið.“. . . En ungmennafélögin hafa beðið skip- brot með sumar hugsjónir hinna fyrstu ungmennafélaga, og má þá fyrst og fremst nefna hina síauknu áfengis- neyzlu þjóðarinnar, og alls konar glæpafaraldur unglinga, sem að mestu mun afleiðing drykkjuskaparins...... En þótt ungmennafélögin á þessu 40 ára aldursskeiði sínu í sumu hafi beðið ósigur, þá hafa þau samt unnið marga sigra. „En sefur logn að boðabaki". Ó- sigur þarf ekki að vera ævarandi. Ó- sigrar ungmennafélaganna eiga að magna þau til nýrrar sóknar. Nú er ekki síður þörf á vakningu æskulýðsins en 1906. Og þegar ég nú, einn þessara fyrstu ungmennafélaga, hugsa um þessi mál, þá finnst mér, að ég myndi feginn * vilja kasta ellibelgnum, og þá fyrst og- fremst til þess að geta tekið þátt. í nýrri þjóðlegri menningarsókn. Islandí og íslendingum er það nú lífsnauðsyn, að æska landsins kveiki hugsjónaeld, sem logi enn betur en hugsjónaeldur sá logaði, er hinir fyrstu ungmenna- félagar kveiktu. Islenzk æska þarf að efla guðsneistann í brjósti sér, til þess ^ að berjast á móti alls konar spilltri tízku. Hún þarf að berjast gegn vín- drykkjuósómanum, hún þarf að temja sér heiðarleik í viðskiptum, sannsögli og drengskap í orðum og athöfnum. Hún þarf að vekja fornar dyggðir, svo sem iðjusemi og hófsemi í meðferð fjármuna. En umfram alla muni þarf hún að temja sér að vera sjálfstæð í hugsun og þar með forðast múghugsun þá, sem sýnist vera hættulegur farald- ^ ur bæði hér á landi og víða annarsstað- ar. Þessi faraldur hefir oft áður valdið mannkyninu óbætanlegu tjóni og gerir enn. Múghugsunin er nú aðalhjálparlyf flokkstrúarbragðanna eins og hún var áður trúarbragðaofsókna og galdra- brennuæðis. Ég þori að fullyrða, að flokkstrú og múghugsun sviftir marga nútíma íslendinga andlegu frelsi sínu. Sú hugsjón, sem íslenzkir æskumenn þyrftu nú að setja sér sem aðallífshug- ^ sjón, er að gera þjóð sína að merki- legri og mikilli þjóð í augum annara þjóða. Engin þjóð verður mikil vegna fólksfjölda eins, heldur vegna menning- arlegra afreka og siðferðisþroska. Menningarleg afrek forfeðra vorra á 12. og 13. öld hafa gefið þjóðinni til- verurétt. Þjóðin á enn hæfileika til þess að geta orðið merkileg þjóð, en til þess að svo verði, þá verða æskumenn Is- f lands að efla siðferðisþroska sinn og sjálfsvirðingu. En verði íslenzk æska hirðulaus, nautnasjúk, eyðslusöm og á- byrgðarlítil í orðum og verkum, þá á þjóðin ekki lífsmöguleika í framtíð. En slík æska er í raun og veru engin æska, heldur er hún nokkurs konar umskipt- ingur, átján barna faðir úr álfheimum. Hún er fædd gömul, úrkynjuð. Lifandi hugsjónir og hugsjónaeldur eru ein- * kenni lífrænnar, sannrar æsku. Ung- mennafélög nútíma og framtíðar þurfa að kynda þann hugsjónaeld, er varð- veitir æskuna, ekki eingöngu á ung- lingsárum manna, heldur allt þar til, er að árum gamall hnígur að velli.“ Gleymið ekki að greiða fyrir blaðið

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.