Mæðrablaðið - 23.05.1937, Qupperneq 2
MÆÐRABLAÐIÐ
Nokkur orð
um útiveru barna.
Eitt af mörgu, sem verður að
teljast athugaverí, bæði hér og
annarstaðar, er sá ósiður að láta
börnin vera úti á götunni seint á
kvöldin.
Hér í bæ er það mjög áberandi
að börn, oft ung, séu að leikjum
á götunum . oft mjög seint á
kvöldum, án þess. að því er virð-
ist, að hið minnsta sé gert til að
koma í veg fyrir það, hvorki af
aðstandendum barnanna né öðr-
um.
Virðist svo, sem ekkert þyki við
þetta að athuga, svo ríkur er
þessi óvani orðinn hjá fólkinu, að
það hugsar ekkert út í það,
hvort slíkar útiverur séu börnun-
nm hoJIar eða ekki, þó fuilyrða
megi, að hollar geta þær á engan
hátt verið börnunum.
Það er alviðurkennt, að nægur
svefn og regla sé nauðsvnlegt
hvei'jum manni, og þá ekki hvað
sízt börnum, sem eru að þroSkast,
og þurfa því þessa hvorstveggja
með í ennþá ríkara mæli en þeir,
sem fullorðnir eru, og eftir ))ví
sem barnið er yngra, því meiri
nákvæmni og reglu í allri með-
ferð þess, og þar á meðal ber að
gæta þess, að svefninn sé nægur
og góð regla á því, nær börnin
eru látin hátta, sem þarf að vera
snemma, því svefn að kvöldi og
framan af nóttu er þeim eðlilegri
og hollari en svefn að morgnin-
um.
Auk þess er börnum hættara
við ofkælingu og þar af leiðandi
ýmsum kvillum, cf þau eru seint
úti. —
Svo ber og á hitt að líta, að
það muni ekki.vera að öllu heppi-
leg uppeldisáhrif, sem börnin verða
fyrir á götunni, ekki hvað sixt að
kvöldinu, þegar slark og óregla á
sér stað á götunum, eins og oft
kemur fyrir hér á sumrin.
Eftirtekt barna er yfirleitt afar
næm fyrir öllu, sem þeim finnst
eitthvað nýstárlegt, og áhrif þess,
sem ber fyrir augu barnanna eru
oft mjög djúp og langvinn. Börn
eru í eðli sínu forvitin, og safnast
þangað, sem eitthvað óvanalegt
ber fyrir augu þeirra og eyru,
hvort sem þeim finnst það Ijótt
eða fallegt, ef það er aðeins eitt-
hvað, sem þau ekki sjá eða heyra
daglega, nægír að benda á það,
hve miklir hópeir barna safnast
jafnan að götuprédikurum og á
útisamkomur Hjálpræðishersins,
eins safnasr börn oft þar að, sem
drukkrir menn eru á götunum og
þá ekki sízt þegar um ryskingar
eða þvílíkt er að ræða.
Er það alít annað en siðferði-
Viæðrada
Það er tiltölulega alveg nýtt hjá
okkur íslendingum að hafa tekið
nokkurn sérstakan dag til að helga
móðurinni og málefnum hennar, en
á meðal annara þjóða er þetta alis
engin nýjung.
Fyrstí íslenzki mæðradagurinn
var haldinn í Rvík 1934 að tilhlut-
m æ ð r a s t y r k s n e f n d a r.
Frú Bentina Hallgrírnsson var
formaður dagsins, séra Árni Sig-
urðsson minntist móðurinnar í ræðu
sinni á stól og var henni útvarpað,
Þá komu einnig fram í útvarpinu
3 konur sem minntust dagsins,
þær frúrnar B. Hallgrímsson, G.
Lárusdóttir og Laufey Valdimars-
dóttir. Merki dagsins voru seld, og
inn komu ,kr. 800 (nettó) og var
þeim varið þannig, að helminginn
fengu nauðstaddar einstæðingsmæð-
ur, sem bein fjárframlög, en hinn
helmingurinn var veittur til sumar-
hressingai' 20 mæðrum og 5 börn-
um þeirra, með vikudvöl á Laug-
arvatni.
Þetta er í stórum dráttum útkoma
hins fyrsta mæðradags. Síðan hefir
mæðradagurinn verið Iialdin í Rvík,
en hér hefur lítið verið gjört til
að setja nokkurn sérstakan svip
eða helgi á daginn. Merki dagsins
hafa verið boðin til söluí tvö skipti
og árangúr orðið ca. kr, 200. Nú
verða merki seld í ár og vonum
við fastlega að árangurinn verði
góður.
lega uppbyggjandi fyrir börnin, að
horfa á drukkinn mann í áflogum
eða veltast ósjálfbjarga á götunum.
Og fleira er það, sem hér má sjá
og heyra á götunum að kvöldlagi,
sem er þannig að það er ekki
börnum til nytsemdar að kynnast
því. —
Það má hiklaust telja það hina
mestu ómenningu, að börnum sé
leyfð útivera á kvöldin og ætti
lögreglunni að vera gert að skyldu
að hafa, eftir því sem í hennar
valdi stæði, eftirlit með því að
slikt eigi sér ekki stað.
Hver móðir, sem ber umhyggju
fyrir heilsu og velferð barna sinna,
ætti eftir mætti að sporna við því
að þau venjist á að vera úti lengi
fram eftir kvöldinu,
Móðurinni, og konunum yfirleitt,
hefur verið kveðið lof og starf
hennai' viðurkennt í orðum, en
hafi verið að ræða um rétt hennar
í þjóðfélaginu og málum þess, hef-
ir kveðið við annan tón. Kona sem
hefur orðið fyrir því láni eða óláni,
hvort heldur segja skal, að fæða
barn og er einstæð, hefur ekki
verið að jafnaði metin á marga
fiska. Það er fyrst árið 1927, eða
fyrir 10 árum siðan, að krafan um
sérstaka styrki til einstæðingsmæðra
er borin fram í Kvennréttindafélagi
íslands, en veturinn 1028, eftir hin
miklu sjóslys, þegar 2 togarar fór-
ust með allri áhöfn, beitti Kvenn-
réttindafélag íslands sér fyrir því,
að fulltrúum frá öðrum kvennfé-
lögum var boðið á fund til að
ræða um málið og velja nefnd til
aðundirbúalöggjöf um mæðrastyrki.
Þann 20. apríl sama ár var fund-
urinn hajdin með fulltrúúm frá 10
félögum og nefndin valin og gefið
nafnið »MÆÐRASTYRKSNEFND-
IN«. Þá var og ákveðið að styrk-
irrnir skyldu ná til allra mæðra,
sem einar hefðu forsjá barna,
ekkna, fráskildra og ógiftra.
Að vali þessarar nefndar stóðu
10 félög og síðan hafa yfir 30
bætzt í hópinn.
Störf mæðrastyrksnefndarinnar
hafa verið mikil og margvísleg. Af
205 skýrslum sem henni bárust
1929 frá einstæðingsmæðrum, kom